Mesta vinnslan er í ljósmynduninni og er ég að fara með 1-2tb á ári í gagnamagni.
Forrit sem ég nota mest eru: Photoshop (ljósmyndun, grafísk vinnsla), Capture One Pro (ljósmyndun), Native Kontakt (hljóð), Cubase (hljóð), SIbelius (hljóð), Cyberlink Powerdirector (er að spá samt í að fara í öflugra videoforrit á þessu ári).
Er ekki mikið í leikjaspilun en þá einna helst í Battlefield og slíkum leikjum.
Tölvan þarf að vera frekar hljóðlát.
- CoolerMaster 690 III kassi - sýnist að hann sé með góða tengimöguleika
Corsair RM850x aflgjafi - spurning hvort að 850w sé nóg
Asus Z270-K Prime móðurborð
Intel Core i7 7700K örgjörvi
CoolerMaster MasterAir vifta
Corsair SP120 tvær kassaviftur - seldar tveir saman sýnist mér, en kannski ekki þörf á tveimur?
Corsair VEN 2x16GB 3200 minni - Er til dæmis oft að vinna með margar myndir opnar í einu í Photoshop. Streymi á hljóðsöfnum hefur líka þörf fyrir slatta af RAM.
1x Seagate ST8000AS000 8TB diskur - Mestu leyti archive diskur en þarf að geta vafrað í gegnum myndirnar án þess að það sé eitthvað í hægagangi.
2x WD Black 2TB diskar - Annar er fyrir hljóðsöfn og hinn verður notaður sem vinnsludrif. Eftir að ég er búinn með verkefni eða eftir X ákveðin tíma þá verður það sett á 8TB diskinn.
Samsung 850 EVO 500GB SSD drif - Stýrikerfi og forrit
Asus GTX1060 Strix skjákort
Budgetið má fara í 400k en væri gott að koma því í 300k og kannski eitthvað niðurfyrir það.