Síða 1 af 1

SSD Diskur fyrir gagnageymslu

Sent: Fös 20. Jan 2017 12:47
af dedd10
Sælir

Nú er ég að spá í að taka flakkara og tölvur í gegn hjá mér og koma öllu fyrir í auka öryggi á SSD disk bara fyrir ljósmyndir.

Er að spá í þessari hýsingu: http://tl.is/product/25-sata-usb3-hysing

Og svo er svona aðal spurningin, hver er svona helsti munurinn á þessum diskum? Verðið frekar mikill mismunur:
http://tl.is/product/240gb-a100-ssd-diskur
http://tl.is/product/240gb-q300-rg53-ssd-diskur
http://tl.is/product/240gb-force-le-ssd-diskur
http://tl.is/product/240gb-force-le200-ssd-diskur

Er ég að tapa miklum gæðum á að fá mér bara http://tl.is/product/240gb-a100-ssd-diskur ?

Allar ábendingar vel þegnar :)

Re: SSD Diskur fyrir gagnageymslu

Sent: Fös 20. Jan 2017 12:57
af Njall_L
Auka öryggi? Vissulega er bilanatíðni í SSD diskum aðeins minni en HDD en ef SSD diskur bilar er nánast ómögulegt að komast í gögnin ólíkt HDD

Re: SSD Diskur fyrir gagnageymslu

Sent: Fös 20. Jan 2017 13:12
af hagur
Ég myndi bara frekar kaupa aðgang að CrashPlan central og taka alvöru offsite afrit upp í "skýið". SSD bjargar þér ekki ef húsið brennur :-)

Re: SSD Diskur fyrir gagnageymslu

Sent: Fös 20. Jan 2017 13:19
af worghal
hagur skrifaði:Ég myndi bara frekar kaupa aðgang að CrashPlan central og taka alvöru offsite afrit upp í "skýið". SSD bjargar þér ekki ef húsið brennur :-)
þetta allann daginn.

offsite backup á skýið er lang öruggast.

Re: SSD Diskur fyrir gagnageymslu

Sent: Fös 20. Jan 2017 13:37
af Pandemic
Þetta er mjög vond hugmynd. Ég myndi frekar taka backup á Amazon, Google Drive, Dropbox eða Crashplan. Ef þú vilt hafa physical backup heima hjá þér þá mæli með með Blue-Ray brennara og M-Disc.

Re: SSD Diskur fyrir gagnageymslu

Sent: Fös 20. Jan 2017 13:57
af Tiger
Chrashplan fær mitt atkvæði, hef verið með allt mitt (fleirri Terrabyte) í mörg ár og aldrei vesen og pice of mind.

Re: SSD Diskur fyrir gagnageymslu

Sent: Mán 23. Jan 2017 13:44
af SE-sPOON
Chrashplan allan daginn.

Re: SSD Diskur fyrir gagnageymslu

Sent: Þri 24. Jan 2017 00:48
af dedd10
En er einhver munur á diskonum eða myndi ég bara sleppa vel með að taka ódýrasta kostinn?

Re: SSD Diskur fyrir gagnageymslu

Sent: Þri 24. Jan 2017 16:41
af Geronto
Ef þú ert bara að hugsa þetta fyrir myndir þá myndi ég fara í google photos, ótakmarkað pláss fyrir myndirnar þínar og það er ekki að fara crash-a diskur hjá þér og þú tapar öllu...