Síða 1 af 1
Streyma frá tölvu yfir í TV.(Philips Android)
Sent: Þri 17. Jan 2017 22:42
af Snorrmund
Kvöldið. Er með Philips Android sjónvarp (55PUS8809/12) Vanalega hefur dugað mér að horfa á drasl í gegnum myndlykil eða netflix app. En ákvað að prufa að streyma úr fartölvunni yfir í TV. Búinn að prufa win media player, PS3 Media Server og líka Ultimate Media Server.
Virðist alltaf sama vandamálið vera. Ef ég fer í "Network" í sjónvarpinu sé ég serverana(Mediaplayer, Ps3ms, Ultimate..) en virðist ekkert vera inná þeim. Nema reyndar á windows media player þar get ég séð lista yfir einhverja playlista en fæ alltaf "No playable files in the folder" í Universal Media Server get ég ekki einu sinni valið á milli mappa sem eiga að vera deilt, sé þær samt allar ef ég fer inná Web Interface í browser á tölvunni, þannig að vandamálið er liklegast sjónvarpið. Einhver sem kann inná þessi Philips sjónvörp sem gæti leiðbeint mér í rétta átt ?
Mögulega eitthvað Android App sem er betra i að spila af þessum media serverum ?
Re: Streyma frá tölvu yfir í TV.(Philips Android)
Sent: Þri 17. Jan 2017 22:44
af Gummzzi
Kodi virkar fínt hjá mér á þessu TV
Re: Streyma frá tölvu yfir í TV.(Philips Android)
Sent: Þri 17. Jan 2017 22:46
af vesi
Ertu búinn að skoða dlna stillingar í tölvunni, ef þú ert með win7 þá eru hérna smá leiðbeiningar
http://www.howtogeek.com/215400/how-to- ... ia-server/
http://www.pcworld.com/article/245888/h ... _7_pc.html
Ef þú ert með win10 þá leitaru bara að sömu stillingum, en þær gætu verið annarstaðar (þekki það ekki nógu vel)
Re: Streyma frá tölvu yfir í TV.(Philips Android)
Sent: Þri 17. Jan 2017 22:52
af Snorrmund
Sæll, var reyndar ekkert búinn að fara sérstaklega yfir þær. Hef notað Ps3 media server áður án þess að þurfa að stilla neitt .Reyndar ekki með akkúrat þessu sjónvarpi. En eftir að ég póstaði fattaði ég að VLC væri til fyrir android, henti honum upp í sjónvarpinu og hann getur spilað allt og allt virðist líta eðlilega út. Takk samt fyrir, renni yfir þessar greinar á eftir
Re: Streyma frá tölvu yfir í TV.(Philips Android)
Sent: Mið 18. Jan 2017 00:21
af AntiTrust
Plex drengur, PLEX!
VLC lítur bara út eins og DOS í samanburði.
Re: Streyma frá tölvu yfir í TV.(Philips Android)
Sent: Mið 18. Jan 2017 02:26
af Snorrmund
AntiTrust skrifaði:Plex drengur, PLEX!
VLC lítur bara út eins og DOS í samanburði.
Kann voðalega lítið inn á það, finnst vera fullmikið ves fyrir einn og einn þátt mögulega annan hvern mánuð
Er bara með eina tölvu hérna heima og það er fartölvan. Netflix og myndlykilinn hefur hingað til náð að bjarga mér í 99,9% tilfella
Re: Streyma frá tölvu yfir í TV.(Philips Android)
Sent: Mið 18. Jan 2017 10:21
af AntiTrust
Sem hugbúnaðarsvíta er Plex overkill fyrir einn og einn þátt - en ótrúlega einfalt í uppsetningu engu að síður (next - next - add library - finish.)
Re: Streyma frá tölvu yfir í TV.(Philips Android)
Sent: Fim 19. Jan 2017 23:55
af Snorrmund
Pínu seinn að svara. En ég var búinn að kynna mér Plex fyrir einhverju síðan, var lengi vel að keyra Openelec á rasppi. Var að lesa aðeins núna, er að sækja media serverinn og hendi þessu upp um helgina.. Finnst samt voðalega mikið eins og ég sé að fara "Down the rabbit hole" og muni aldrei koma upp ! haha en m.v. það sem ég les þá er þetta reyndar topplausn! Spotify appið í Philips android er einmitt skita ef að ég fæ spotify til að fúnkera á Plex þá er þetta selt!
Annars virðist þú hafa nokkuð vit á Plex og þessum streymis pælingum AntiTrust, myndi Raspberry Pi höndla að keyra plex á einn notanda ?