Síða 1 af 1

Skjápælingar.

Sent: Mið 11. Jan 2017 18:43
af steinarsaem
Er að hugsa um að fjárfesta í þessum http://odyrid.is/vara/benq-zowie-xl2540 ... ar-svartur
Hann bíður uppá 240hz í gegnum display port kapal, en hinsvegar er ekki G-Sync möguleiki á honum.

Mín spurning er þessi, ætti maður frekar að fá sér G-Sync skjá eða þennan sem ég linkaði hérna inn?
Er búinn að reyna að googla 240hz vs G-Sync en ekki fengið svarið sem ég er að leita að.
Ef ég á að vera alveg heiðarlegur að þá veit ég ekki hvað G-Sync og Freesync þíðir, en ég veit hinsvegar að 240hz er brill í fps leiki.

Takk fyrirfram!

SteinarSaem

Re: Skjápælingar.

Sent: Mið 11. Jan 2017 18:48
af kiddi
G-Sync og FreeSync eru staðlar á sitthvoru kerfinu sem sér til þess að skjárinn læsir sig í takt við skjákortið og öfugt, þeas. að hver einasti rammi sem skjákortið framleiðir birtist samtímis á skjánum - hvorki fleiri né færri rammar, þetta gerir það að verkum að "screen tearing" gerist ekki, en tearing er þegar tveir eða fleiri rammar blandast saman, t.d. ef skjákortið framleiðir 3 ramma á sama tíma og skjárinn ræður við 1, eða öfugt. Þannig að þó þú sért með 240hz skjá en hvorki G-Sync né FreeSync stuðning þá er ekki sjálfgefið að þú verðir laus við þetta svokallaða screen tearing, en eflaust eru litlar líkur á að þú verðir var við screen tearing þar sem skjárinn er þetta hraður. Annars hef ég enga reynslu af þessum skjá :)

Hér er ágætis skýringamynd frá Nvidia sem sýnir hvað screen tearing er, þ.e. hvernig skjárinn les ramma á öðru tempói en skjákortið.

Mynd


Þetta eru afleiðingarnar að screen tearing, kannski svolítið dramatískt en sýnir samt um hvað þetta snýst:

Mynd

Re: Skjápælingar.

Sent: Mið 11. Jan 2017 19:19
af MeanGreen
Það fer líka eftir því hvernig skjákort þú ert með. G-Sync er fyrir nVidia kort og FreeSync er fyrir AMD kort.
Samkvæmt þessu er skjárinn með Adaptive-Sync sem AMD kort styðja. Betra samt að spyrja þá áður en þú kaupir skjáinn hvort það sé rétt.
Ef þú vilt 240Hz skjá með G-Sync þá fer Asus ROG PG258Q að koma.... einhvern tímann.
Annars er þetta flott verð, að mínu mati, á þessum skjá.

Re: Skjápælingar.

Sent: Mið 11. Jan 2017 19:58
af steinarsaem
MeanGreen skrifaði:Það fer líka eftir því hvernig skjákort þú ert með. G-Sync er fyrir nVidia kort og FreeSync er fyrir AMD kort.
Samkvæmt þessu er skjárinn með Adaptive-Sync sem AMD kort styðja. Betra samt að spyrja þá áður en þú kaupir skjáinn hvort það sé rétt.
Ef þú vilt 240Hz skjá með G-Sync þá fer Asus ROG PG258Q að koma.... einhvern tímann.
Annars er þetta flott verð, að mínu mati, á þessum skjá.
http://m.tolvutek.is/vara/acer-predator ... olva-svort þetta er vélin sem hann verður tengdur við.

Re: Skjápælingar.

Sent: Mið 11. Jan 2017 20:02
af upg8
G-Sync er bara fyrir nVIDIA, freesync er öllum frjálst að nota og búið að samþykkja sem VESA staðal. Að styðja við G-Sync er að styðja við vendor lock-in hjá nVIDIA. Ef þú situr uppi með skjá sem styður einungis G-Sync þá ferðu ekki að kaupa kort frá AMD þó þú fáir betra kort fyrir minni pening... Næsta kynslóð af AMD kortum lúkkar vitkilega vel btw...

Re: Skjápælingar.

Sent: Mið 11. Jan 2017 20:52
af MeanGreen
steinarsaem skrifaði:http://m.tolvutek.is/vara/acer-predator ... olva-svort þetta er vélin sem hann verður tengdur við.
Þar sem þú ert með nVidia skjákort þá getur þú ekki notað FreeSync, heldur bara G-Sync. Hvaða leiki ertu að spila og hvað ertu að fá marga ramma á sekúndu? Þú þarft kannski ekki 240Hz skjá, heldur einhvern á bilinu 120-180Hz með G-Sync.

Re: Skjápælingar.

Sent: Mán 16. Jan 2017 16:48
af steinarsaem