Síða 1 af 1

Hrós þráður Íslenskrar verslunnar

Sent: Sun 18. Des 2016 20:43
af depill
Jæja í framhaldi af mjög vondri umfjöllum um alla Íslenska verslun ( margt af henni á fyllilega rétt á sér ) að þá langaði mig að prófa að taka svona "hrós" þráð.

Reglunar eru mjög einfaldar
1) Hér er bara verið að tala um þá sem gera vel
2) Ef einhver er að svindla, gera illa eða einhverjum langar að koma með commentið "Öll Íslensk verslun er hræðileg" að þá meiga þau endilega gera það á öðrum þráðum. Það á að mörgu leyti fyllilega rétt á sér, en það eru sumir að gera góða hluti hérna heima og þeir eiga líka hrós skilið.
3) Ef einhver fer með rangt mál ( hrósar, en það er ekki innistæða ) þá má benda á það, en reynum að gæta hófsemið og endilega miðið við að fara í boltann en ekki manninn - Ekkert cherry picking samt, þetta þarf að vera yfir línuna, ekki bara ein random vara sem skekkir heildina.

Mig langar að byrja
Hrósa Tölvutek fyrir að hafa verið hóflegir í afsláttum og með hreint út sagt frábært verð á flestum / öllum BenQ skjám. Þegar ég hef gert verðkannanir á þeim þá eru verðin ish sambærileg við Bandaríkin ( + vsk auðvita ), sem mér finnst ótrúlega vel gert.

Re: Hrós þráður Íslenskrar verslunnar

Sent: Sun 18. Des 2016 22:22
af I-JohnMatrix-I
Ikea á klárlega hrós skilið, fljótir að lækka verðin leið og gengið styrkist og eru duglegir að pressa á önnur fyrirtæki á íslandi varðandi okur-verðlagningu.

Góð grein hér með viðtali við framkvæmdastjóra Ikea: http://www.visir.is/utilokad-ad-bjoda-u ... 6161219392

Re: Hrós þráður Íslenskrar verslunnar

Sent: Sun 18. Des 2016 23:35
af Pandemic
Held að Nexus eigi mikið hrós skilið og eftir að hafa farið í svipaðað búðir útum allan heim þá er Nexus klárlega ein af bestu nördabúðum í heiminum.
Listi af því sem þeir gera vel.
Haldið utan um sinn kjarnahóp kúnna í öll þessi ár.
Gott úrval
Topp þjónusta með fóki sem hefur vit á því hvað það er að selja.
Frí afnot af spilasal
Keppnir og námskeið fyrir unga sem aldna.
Góð verð.
Góðar útsölur sem er þess virði að fara á.

Re: Hrós þráður Íslenskrar verslunnar

Sent: Mán 19. Des 2016 09:49
af audiophile
Frábært hjá þér að stofna þennan þráð! Ég er einmitt orðinn pínu þreyttur á allri neikvæðu umræðunni undanfarið um verslanir og hvernig þær eru vondi gaurinn sem gerir ekkert annað en að níðast á neitendum.

Allavega.....hrósið mitt fær Pfaff. Ég fór á verkstæðið þeirra með gömul Sennheiser HD595 sem hafa legið í skúffu hjá mér lengi því spöngin er brotin og datt í hug að spyrja hvort hægt væri að laga þau. Það tók á móti mér afskaplega almennileg kona sem tók þau inn og sagðist ætla að skoða hvort þau gætu pantað spöng því hún væri ekki til á lager. Daginn eftir fékk ég símtal um að því miður væri hætt að framleiða spöngina og gætu ekki lagað þau. Þvínæst sagði hún að þau bjóða afslátt í versluninni af nýjum heyrnatólum ef ekki er hægt að gera við þau gömlu. Sem ég mun örugglega nýta mér,

Semsagt, virkilega hlýlegt og vinalegt viðmót og frábær þjónusta hjá Pfaff :)

Re: Hrós þráður Íslenskrar verslunnar

Sent: Mán 19. Des 2016 09:51
af wicket
+1 á Phaff. Gömlu Sennheiser tólin mín sem kostuðu mig aleiguna fyrir mörgum árum síðan eru alltaf eins og ný eftir þjónustu frá þeim. Hef oftar en ekki þurft að borga annað hvort lítið sem ekkert eða bara alls ekki neitt. Mun bara kaupa önnur Sennheiser þegar að því kemur út að því að ég veit að ég geng að góðri þjónustu við vöruna hér á landi.

Re: Hrós þráður Íslenskrar verslunnar

Sent: Mán 19. Des 2016 09:56
af Gislinn
I-JohnMatrix-I skrifaði:Ikea á klárlega hrós skilið, fljótir að lækka verðin leið og gengið styrkist og eru duglegir að pressa á önnur fyrirtæki á íslandi varðandi okur-verðlagningu.

Góð grein hér með viðtali við framkvæmdastjóra Ikea: http://www.visir.is/utilokad-ad-bjoda-u ... 6161219392
Vill alls ekki skemma þennan þráð, er sammála um að Ikea hafa verið duglegir að lækka verð, en skoðaðu verð á nokkrum Ikea vörum inn á t.d. ikea.se eða ikea.dk og berðu saman við Ikea á Íslandi. Þeir hafa staðið sig vel í að standa með neytendum en þú getur pantað vörur frá Ikea á norðurlöndunum, látið senda hingað með Eimskipum, borgað öll gjöld og sparað nokkur % af verðinu, þegar þú ert komin í dýrari hluti (eins og fataskápa í heilt hús, eldhúsinnréttingar o.fl.) þá geta 15-20% farið að skipta töluverðu máli.

Ég hef sent póst á Þórarinn hjá Ikea vegna verðmismunar á Íslandi samanborið við önnur lönd, hann hefur tekið gagnrýninni mjög vel og leyst málin frábærlega. Sem dæmi þá ég benti ég Ikea á mikinn verðmun á eldhúsinnréttingum, Þórarinn svaraði póstinum og útskýrði verðmuninn, innan við mánuði seinna lækkaði Ikea á Íslandi eldhúsinnréttingarnar hjá sér almennt um næstum 10% að meðaltali (þá var krónan búin að styrkjast töluvert sem útskýrði verðmuninn) og Þórarinn sendi mér póst þar sem hann lét vita að vegna styrkingu krónunar hafi Ikea ákveðið að lækka verðin.

Re: Hrós þráður Íslenskrar verslunnar

Sent: Mán 19. Des 2016 10:27
af valdij
+1 á Pfaff. Ekki bara flott þjónusta þar heldur líka verðið hjá þeim frábært á heyrnartólunum. Það er töluvert ódýrara að kaupa þau hérna heima en að kaupa þau að utan og láta senda sér heim. Munar meira segja töluvert miklu á dýrari heyrnartólunum.

Re: Hrós þráður Íslenskrar verslunnar

Sent: Mán 19. Des 2016 11:13
af ZoRzEr
+1 á Pfaff. Alltaf þjónustað mig einstaklega vel. Keypt af þeim þó nokkur heyrnatól í gegnum tiðina. Þegar vantar viðgerð eða varahluti er verkstæðið vel búið með allt sem þarf í mínum tilvikum allavega og mjög sanngjarnt verð. Starfsmenn eru fróðir og mjög almennilegir.

Áhugaverð grein um íslenskar verslanir og viðskiptahætti: http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/201 ... ndarvanda/. Þarna talar einmitt Margrét, framkvæmdarstjóri Pfaff akkúrat um heyrnatólamarkaðinn hér á landi.

Re: Hrós þráður Íslenskrar verslunnar

Sent: Mán 19. Des 2016 12:24
af valdij
7.5% tollur og 24% vsk sem leggst ofan á heyrnartól sem flutt eru til landsins. Samtals 31.5% sem á eftir að leggjast ofan á verðið.

Ef þú bætir því ofan á verðin sem heyrnartól kosta erlendis og lætur senda þau til Íslands þá er ódýrara að kaupa heyrnartólin beint af Pfaff en að kaupa þau sjálfur úti og láta senda heim. Allavega í öllum þeim tilfellum þegar ég var að skoða að kaupa ný heyrnartól.

Ef þú skoðar aðrar gerðir af heyrnartólum sem Pfaff er ekki með, t.d. "Beats" heyrnartólin. Ég keypti mér fyrir nokkru Beats Pro heyrnartólin sem kostuðu 79.990 kr.- í Epli.is. Sömu heyrnartól kostuðu $299 úti eða kringum 45 þúsund krónur ef þú myndir panta þau sjálfur að utan og láta senda heim með tilheyrandi gjöldum (vsk+toll).

Þannig af minni persónulegri reynslu af miklum heyrnartólakaupum gegnum tíðina hefur það sannað sig að álagningin í Pfaff á Sennheiser er virkilega sanngjörn, sérstaklega m.v. önnur heyrnartól hjá öðrum búðum þar sem álagning er út úr kortinu.

Re: Hrós þráður Íslenskrar verslunnar

Sent: Mán 19. Des 2016 13:24
af Glaciem
valdij skrifaði:7.5% tollur og 24% vsk sem leggst ofan á heyrnartól sem flutt eru til landsins. Samtals 31.5% sem á eftir að leggjast ofan á verðið.

Ef þú bætir því ofan á verðin sem heyrnartól kosta erlendis og lætur senda þau til Íslands þá er ódýrara að kaupa heyrnartólin beint af Pfaff en að kaupa þau sjálfur úti og láta senda heim. Allavega í öllum þeim tilfellum þegar ég var að skoða að kaupa ný heyrnartól.

Ef þú skoðar aðrar gerðir af heyrnartólum sem Pfaff er ekki með, t.d. "Beats" heyrnartólin. Ég keypti mér fyrir nokkru Beats Pro heyrnartólin sem kostuðu 79.990 kr.- í Epli.is. Sömu heyrnartól kostuðu $299 úti eða kringum 45 þúsund krónur ef þú myndir panta þau sjálfur að utan og láta senda heim með tilheyrandi gjöldum (vsk+toll).

Þannig af minni persónulegri reynslu af miklum heyrnartólakaupum gegnum tíðina hefur það sannað sig að álagningin í Pfaff á Sennheiser er virkilega sanngjörn, sérstaklega m.v. önnur heyrnartól hjá öðrum búðum þar sem álagning er út úr kortinu.
Smá nýliða spurning um tollinn og vsk.
Þegar er verið að tala um toll og vsk prósentu, bætast þær báðar á miðað við upprunalega verð eða bætist ein prósentan á hina?

(1.24 + 1.075) x upprunalega verð = 1.315
Eða
(Upprunalega verð x 1.24) x 1.075 = 1.333

Annars vil ég hrósa NOVA fyrir ýmislegt t.d. mjög viljugir til að leysa vandamál, virkilega góð samskipti, hringdu nokkrum sinnum í mig bara til að tékka á stöðunni eftir smá vesen og fyrir að vera mjög almennileg í hvert einasta skipti sem ég þarf að hafa samband við þau. Fyrirmyndar fyrirtæki.

Re: Hrós þráður Íslenskrar verslunnar

Sent: Mán 19. Des 2016 14:18
af Throstur
Glaciem skrifaði: Smá nýliða spurning um tollinn og vsk.
Þegar er verið að tala um toll og vsk prósentu, bætast þær báðar á miðað við upprunalega verð eða bætist ein prósentan á hina?

(1.24 + 1.075) x upprunalega verð = 1.315
Eða
(Upprunalega verð x 1.24) x 1.075 = 1.333
(Upprunalegt verð x 1,075) x 1,24 = 1.333

VSK er alltaf lagður síðastur á, þegar búið er að reikna öll önnur gjöld.

Re: Hrós þráður Íslenskrar verslunnar

Sent: Mán 19. Des 2016 14:33
af Glaciem
Throstur skrifaði:
Glaciem skrifaði: Smá nýliða spurning um tollinn og vsk.
Þegar er verið að tala um toll og vsk prósentu, bætast þær báðar á miðað við upprunalega verð eða bætist ein prósentan á hina?

(1.24 + 1.075) x upprunalega verð = 1.315
Eða
(Upprunalega verð x 1.24) x 1.075 = 1.333
(Upprunalegt verð x 1,075) x 1,24 = 1.333

VSK er alltaf lagður síðastur á, þegar búið er að reikna öll önnur gjöld.
Ok takk fyrir hjálpina.

Re: Hrós þráður Íslenskrar verslunnar

Sent: Mán 19. Des 2016 20:46
af nidur
Já sammála, + á Pfaff

Re: Hrós þráður Íslenskrar verslunnar

Sent: Mán 19. Des 2016 22:46
af g0tlife
Kísildalur fær endalaust af hrósum frá mér. Var með 980 SLI sem bilaði (1 kortið bræddi úr sér) og þetta var annað skiptið sem þetta gerist. Var byrjaður í jólafríi og vildi fá tölvuna sem fyrst til baka. Þeir enduðu á því að taka bæði kortin til baka og setja í eitt GTX 1080 í staðinn og milligreiðslan var hlægileg. Búðin lokaði kl 18:00 en þeir voru til kl 19:20 að klára tölvuna svo ég gæti farið heim með hana og byrjað að spila. Aldrei fengið jafn góða þjónustu og hjá þeim !

Re: Hrós þráður Íslenskrar verslunnar

Sent: Þri 20. Des 2016 18:08
af appel
Bónus :) Ef það væri ekki fyrir Bónus þá væri matarverð líklega 50% hærra en það er í dag, sem og það er í mörgum öðrum verslunum. Líklega hefur stofnun Bónuss verið eitt stærsta þjóðþrifamál á Íslandi síðan rafmagn og hiti fékkst í hús, líklega stærra mál en sjálfstæðið okkar.

Re: Hrós þráður Íslenskrar verslunnar

Sent: Þri 20. Des 2016 20:12
af rapport
Setti +1 á IKEA, að panta helling og fá sent heim er brilliant + ég "hata" þá ekki jafn mikið eftir að þeir fóru að selja ódýr rafmagnsverkfæri sem auðvelda allar samsetningar á IKEA husgögnum.

Heimkaup fá svo +1 líka, mikið af jólagjöfunum tekið þaðan + ef maður á barn á grunnskólaaldri, þá sparar það heillangan tíma að geta farið á netið, valið árgang og skóla og fengið allan pakkann sendan heim.

Kisildalur og Computer.is = +1 og +1, alltaf hægt að treysta á þessar verslanir.

Mandi við Ingólfstorg, ég elska að fara þangað... +++++

Háma, HÍ fyrir bestu purusteikina sem ég hef fengið fyrir jólin í ár ;-)

Re: Hrós þráður Íslenskrar verslunnar

Sent: Þri 20. Des 2016 21:24
af Hizzman
appel skrifaði:Bónus :) Ef það væri ekki fyrir Bónus þá væri matarverð líklega 50% hærra en það er í dag, sem og það er í mörgum öðrum verslunum. Líklega hefur stofnun Bónuss verið eitt stærsta þjóðþrifamál á Íslandi síðan rafmagn og hiti fékkst í hús, líklega stærra mál en sjálfstæðið okkar.
x2

Einnig landsbygðarmál, þeir eru með sama verð um allt landið!

Það er oft lykilatrið fyrir fólkið á landsbyggðinni hversu langt eða stutt er í næsta Bónus!

Re: Hrós þráður Íslenskrar verslunnar

Sent: Þri 20. Des 2016 21:30
af toaster
g0tlife skrifaði:Kísildalur fær endalaust af hrósum frá mér. Var með 980 SLI sem bilaði (1 kortið bræddi úr sér) og þetta var annað skiptið sem þetta gerist. Var byrjaður í jólafríi og vildi fá tölvuna sem fyrst til baka. Þeir enduðu á því að taka bæði kortin til baka og setja í eitt GTX 1080 í staðinn og milligreiðslan var hlægileg. Búðin lokaði kl 18:00 en þeir voru til kl 19:20 að klára tölvuna svo ég gæti farið heim með hana og byrjað að spila. Aldrei fengið jafn góða þjónustu og hjá þeim !
Algjörir meistarar frá Kísildal. Fá líka hrós frá mér allan daginn. :happy

Re: Hrós þráður Íslenskrar verslunnar

Sent: Fös 23. Des 2016 18:27
af vesi
Fannst að þessi frétt ætti heima hér http://www.dv.is/frettir/2016/12/23/cin ... nda-ulpur/
Bara vel gert hjá þeim.

Einnig fá Kísildals-menn hrós frá mér fyrir frábæra þjónustu í gær og í dag..

Re: Hrós þráður Íslenskrar verslunnar

Sent: Mán 26. Des 2016 01:31
af Olafurhrafn
Mæli sterklega með Pfaff ef ykkur vantar góð heyrnartól eða eigið biluð Sennheiser heyrnartól.

Æðisleg þjónusta og flott starfsfólk. Vantaði nýja púða á G4ME ONE heyrnartólin mín og þeir bara áttu það til á lager og redduðu því á flottu verði. Fór líka með HD558 heyrnartól í viðgerð hjá þeim (brotin spöng) og þeir redduðu málunum og á flottu verði. :)

Re: Hrós þráður Íslenskrar verslunnar

Sent: Mán 26. Des 2016 13:30
af GuðjónR
Þessi þráður er í boði Pfaff... "Allt fyrir Haus, Heyrn og Hughrif". ef við eigum að ekki þá reddum við því á verðum sem eru fullkomlega samkeppnishæf...... á Íslandi.
Olafurhrafn skrifaði:Fór líka með HD558 heyrnartól í viðgerð hjá þeim (brotin spöng) og þeir redduðu málunum og á flottu verði. :)
Hvað er flott verð?

Re: Hrós þráður Íslenskrar verslunnar

Sent: Mán 26. Des 2016 14:40
af Olafurhrafn
GuðjónR skrifaði:Þessi þráður er í boði Pfaff... "Allt fyrir Haus, Heyrn og Hughrif". ef við eigum að ekki þá reddum við því á verðum sem eru fullkomlega samkeppnishæf...... á Íslandi.
Olafurhrafn skrifaði:Fór líka með HD558 heyrnartól í viðgerð hjá þeim (brotin spöng) og þeir redduðu málunum og á flottu verði. :)
Hvað er flott verð?
Man það nefnilega ekki alveg en held að það hafi verið 7.000kr.