Síða 1 af 1

Valgagnsæjar filmur í glugga

Sent: Sun 18. Des 2016 01:09
af asgeirbjarnason
Sælir.

Hefur einhver hugmynd um hvort sé verið að selja hérna á landi svona rafmagnsgler sem hægt er að stilla sem gagnsætt eða ekki gegnsætt? Annað hvort filmur til að setja á venjulegt gler eða rúður úr þessu efni.

Er sem sagt að tala um þetta:

Re: Valgagnsæjar filmur í glugga

Sent: Sun 18. Des 2016 10:06
af Nitruz
Já ég hef séð þetta hjá Ispan á smiðjuvegi, þeir eru með sýnishorn af þessu. En þessi tækni kostar marga peninga þess vena sér maður þetta ekki á mörgum stöðum.

Re: Valgagnsæjar filmur í glugga

Sent: Sun 18. Des 2016 20:27
af asgeirbjarnason
Ah, damn! Veit að það eru komnar ódýrar filmur á markað bæði í Bandaríkjunum og Kína. Var að vona að einhver væri með það hérna á Íslandi. Ef einhver sér svoleiðis þá væri frábært að fá shoutout!