Síða 1 af 2

Íslenskir speedtest.net í ruglinu ?

Sent: Fös 16. Des 2016 12:14
af rbe
var að prófa hraðamæla hjá mér að gamni. er á gigabit tengingu hjá vodafone gegnum gagnaveituna.
niðurhal er í botni á þeim öllum en upphal afspyrnu slæmt. oftast um 940/100.
prófaði að mæla í færeyjum og london og fleiri stöðum þá var hraðinn um 750/750.
var í fínu lagi í gærkveldi einn sótti hjá mér á 100MB/s
speedtest.gagnaveita.is virðist ekki virka ?
hef ekki prófað að láta aðra sækja hjá mér af gigabit
gagnaveitan sér ekkert óeðlilegt hja mér .
er þetta svona líka hjá ykkur hjá vodafone ?

kv.

Re: Íslenskir speedtest.net í ruglinu ?

Sent: Fös 16. Des 2016 12:39
af einarn
Hef verið að lenda í þessu sama, er með gigabit hjá vodafone. það virðist vera allur gagnur á þessum gigabit tengingum hjá þeim. Ég lendi meira segja í því að tengingin sjálf í network properties er að hoppa úr gigabit í 100mbps og jafnvel í 10 mbps. Er ekki allveg að skilja þetta.

Re: Íslenskir speedtest.net í ruglinu ?

Sent: Fös 16. Des 2016 12:41
af davida
Er með 500/500 hjá Vodafone í gegnum Mílu, og þetta var niðurstaðan hjá mér:

Mynd

Re: Íslenskir speedtest.net í ruglinu ?

Sent: Fös 16. Des 2016 12:50
af einarth
Erum að greina mögulegt vandamál með speedtest.gagnaveita.is þjóninn okkar.

Höfum fengið nokkrar ábendingar um að hann virki ekki - en allt sem við höfum prófað virkar eðlilega.


Það væri því vel þegið að fá PM með nánari upplýsingum frá þeim sem eru á GR ljósi svo við getum fundið út úr þessu - væri t.d. gott að fá ip tölu sem viðkomandi tengist frá (myip.is) - nóg að fá fyrstu 3 dálkana í ip tölunni. Gott líka að vita hvort verið sé að tengjast speedtest.gagnaveita.is - eða hvort farið er á speedtest.net og þjóninn valinn þar.


Varðandi að connection speed í network properties sé að breytast - þá er það merki um innanhús vandamál og getur haft að gera með netkapal eða netkort.

Kv, Einar.

Re: Íslenskir speedtest.net í ruglinu ?

Sent: Fös 16. Des 2016 13:33
af rbe
hmm þetta er meira en furðulegt.
gerði annað test á speedtest.net og þeir íslensku eru í 940/150 nema vodafone hann er í 940/940
hringdi í kunningja minn og lét hann sækja hann var að fá 85MB/s vélin hans er flöskuhálsinn. hann er hjá vodafone.

prófaði að sækja af 2 í einu einum hjá vortex og hinum hjá hringdu . allt í botni um 100MB/s .

Re: Íslenskir speedtest.net í ruglinu ?

Sent: Fös 16. Des 2016 14:31
af GuðjónR
Virkar ekki...

Re: Íslenskir speedtest.net í ruglinu ?

Sent: Fös 16. Des 2016 14:47
af GuðjónR
Núna komst ég aðeins lengra...

Re: Íslenskir speedtest.net í ruglinu ?

Sent: Fös 16. Des 2016 14:58
af rbe
speedtest.gagaveita.is var alveg niðri áðan .
configuration load failed.
kemst inn núna og næ að prófa . fæ 940/940
en á speedtest.net er gagnaveitu þjónninn horfinn ?

Re: Íslenskir speedtest.net í ruglinu ?

Sent: Fös 16. Des 2016 15:19
af einarth
Passar - við þurftum að endurræsa vélinni - hún var í einhverju ástandi.

Hún er kominn upp aftur og virkar eðlilega sýnist okkur.

Hún er s.s. aðgengileg beint á speedtest.gagnaveita.is

speedtest.net taka hana út af listanum afþví hún fór offline í nokkrar mín - hún ætti að detta inn þar fljótlega aftur..

Kv, Einar.

Re: Íslenskir speedtest.net í ruglinu ?

Sent: Fös 16. Des 2016 15:47
af GuðjónR
Virkar flott núna. ;)

Re: Íslenskir speedtest.net í ruglinu ?

Sent: Fös 16. Des 2016 16:03
af AntiTrust
Ég er ekki að fá nema 490/200Mbps á 1Gbit tengingu undir svo gott sem engu loadi.. Furðulegt.

Re: Íslenskir speedtest.net í ruglinu ?

Sent: Fös 16. Des 2016 16:06
af GuðjónR
AntiTrust skrifaði:Ég er ekki að fá nema 490/200Mbps á 1Gbit tengingu undir svo gott sem engu loadi.. Furðulegt.
Nei í raun ekki, hvað heldurðu að gerist þegar allir verða komnir á 1Gbit tengingar? :baby

Re: Íslenskir speedtest.net í ruglinu ?

Sent: Fös 16. Des 2016 16:08
af AntiTrust
GuðjónR skrifaði:
AntiTrust skrifaði:Ég er ekki að fá nema 490/200Mbps á 1Gbit tengingu undir svo gott sem engu loadi.. Furðulegt.
Nei í raun ekki, hvað heldurðu að gerist þegar allir verða komnir á 1Gbit tengingar? :baby
Þá verða bakendarnir komnir í 10-20GBit og uppúr? Amk hálf fáránlegt að bjóða upp á test endapunkt sem höndlar ekki nema eina og eina customer tengingu í einu, þá er lágmark að koma upp e-rskonar queue kerfi.

Re: Íslenskir speedtest.net í ruglinu ?

Sent: Fös 16. Des 2016 16:20
af GuðjónR
AntiTrust skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
AntiTrust skrifaði:Ég er ekki að fá nema 490/200Mbps á 1Gbit tengingu undir svo gott sem engu loadi.. Furðulegt.
Nei í raun ekki, hvað heldurðu að gerist þegar allir verða komnir á 1Gbit tengingar? :baby
Þá verða bakendarnir komnir í 10-20GBit og uppúr? Amk hálf fáránlegt að bjóða upp á test endapunkt sem höndlar ekki nema eina og eina customer tengingu í einu, þá er lágmark að koma upp e-rskonar queue kerfi.
Fræðilega ættirðu að ná allt að 125MB/s dl/ul ... en hvaða hraða ertu raunverulega að fá?
a) FTP innanlands
b) FTP erlendis frá
c) Torrent innanlands
d) Torrent erlendis frá
e) niðurhal í gegnum HTTP

Re: Íslenskir speedtest.net í ruglinu ?

Sent: Fös 16. Des 2016 16:22
af svanur08
Hvað eruði að kvarta ég er með sirka 50Mbps hahaha :D

Re: Íslenskir speedtest.net í ruglinu ?

Sent: Fös 16. Des 2016 16:25
af AntiTrust
Ég hef alveg speedtestað á 950Mbps+ upp og niður áður í gegnum speedtestið hjá gagnaveitunni, virðist bara vera með flöktandi niðurstöður kkúrat núna.

Ekki hugmynd um torrent, nota bara Usenet orðið, en ég er að ná alveg uppí 80MB/s á FTP yfir á og frá servererunum mínum í Þýskalandi í gegnum Hringdu - get ekki sagt það sama um Vodafone/365 sem voru að drulla uppá bak með utanlandsgáttina sína á kvöldin.

Re: Íslenskir speedtest.net í ruglinu ?

Sent: Fös 16. Des 2016 16:28
af GuðjónR
AntiTrust skrifaði:Ég hef alveg speedtestað á 950Mbps+ upp og niður áður í gegnum speedtestið hjá gagnaveitunni, virðist bara vera með flöktandi niðurstöður kkúrat núna.

Ekki hugmynd um torrent, nota bara Usenet orðið, en ég er að ná alveg uppí 80MB/s á FTP yfir á og frá servererunum mínum í Þýskalandi í gegnum Hringdu - get ekki sagt það sama um Vodafone/365 sem voru að drulla uppá bak með utanlandsgáttina sína á kvöldin.
Akkúrart, speedtest er eitt en raunhraði í DL/UL virðist allt annar.
Eru þessar ofurtengingar kannski bara góðar fyrir speedtests?

Re: Íslenskir speedtest.net í ruglinu ?

Sent: Fös 16. Des 2016 16:30
af einarth
Ef menn eru ekki að fá fullan hraða á speedtest.gagnaveita.is en voru að fá það áður - þá er vélin mögulega ennþá í einhverju ólagi.

Ég mun fylgjast með þessum þræði yfir helgina og ef spjótin beinast að servernum okkar þá skoðum við hann betur.

Afþví það var talað um test punkta sem þola álagið - þá á serverinn að höndla mörg 1Gb/s test í einu - og við höfum aldrei lent í að hann hafi max'að sig út.

Kv, Einar.

Re: Íslenskir speedtest.net í ruglinu ?

Sent: Fös 16. Des 2016 17:13
af einarn
kominn með cat6 snúru og þetta er ennþá í ruglinu hjá mér 21.58mbps dl og 944.94 UL samkvæmt http://speedtest.gagnaveita.is/
og 22.48mbps DL, 940.79mbps á http://www.speedtest.net/

Re: Íslenskir speedtest.net í ruglinu ?

Sent: Fös 16. Des 2016 20:02
af ulfr
Gigabit speedtest er erfitt.
Afhverju? Flash gigabit speedtest er brjálæðislega CPU intensive. Ég er t.d. með nýlegan Macbook Pro og ströggla við að speedtesta með flash, með iperf3 er þetta hinsvegar fínt. Ef ég opna t.d. Mail clientinn minn og geri speedtest þá fer þetta aldrei yfir 700Mbps.
Ef tölvan er ekki með gott nýlegt hardware er ólíklegt að speedtest gefi rétta mælingu, það er einnig vert að huga að því að ef einhver er að nota t.d. torrents á sama LAN þá fara speedtest mælingar allar í rugl.
Þetta tengist líka browserum, chrome gefur mér alltaf slakari niðurstöður en Safari sem dæmi.

Ef einhverjum hérna langar að prófa að speedtesta gegn iperf3 innanlands(og er með linux/bsd/macos) má hinn sami endilega senda mér pm.

Það er líka gott að hafa í huga, að ef það eru margir powerusers á sömu tengingu þá er mjög benificial að vera á gigi umfram t.d. 500Mbps eða 100Mbps.

Re: Íslenskir speedtest.net í ruglinu ?

Sent: Fös 16. Des 2016 20:04
af ulfr
einarn skrifaði:Hef verið að lenda í þessu sama, er með gigabit hjá vodafone. það virðist vera allur gagnur á þessum gigabit tengingum hjá þeim. Ég lendi meira segja í því að tengingin sjálf í network properties er að hoppa úr gigabit í 100mbps og jafnvel í 10 mbps. Er ekki allveg að skilja þetta.
Ertu tengdur við router eða tengdur við ljósbreytuna beint?
Þetta hljómar eins og nic sem er að gefast upp. Hugsanlega LAN hluti routersins er að panikka EÐA þetta gæti verið snúruvandamál.

Re: Íslenskir speedtest.net í ruglinu ?

Sent: Lau 17. Des 2016 00:51
af einarn
ulfr skrifaði:
einarn skrifaði:Hef verið að lenda í þessu sama, er með gigabit hjá vodafone. það virðist vera allur gagnur á þessum gigabit tengingum hjá þeim. Ég lendi meira segja í því að tengingin sjálf í network properties er að hoppa úr gigabit í 100mbps og jafnvel í 10 mbps. Er ekki allveg að skilja þetta.
Ertu tengdur við router eða tengdur við ljósbreytuna beint?
Þetta hljómar eins og nic sem er að gefast upp. Hugsanlega LAN hluti routersins er að panikka EÐA þetta gæti verið snúruvandamál.
Er að prófa núna að vera beintengdur í boxið. hraðatestið er fínt, enn mér finnst upplifunin af netinu er ekkert sérstaklega góð.

Re: Íslenskir speedtest.net í ruglinu ?

Sent: Þri 20. Des 2016 10:10
af Andri Þór H.
Sælir.

Ég er starfsmaður hjá Símafélaginu og ég var að setja upp Speedtest.net server. Þessi server svitnar ekkert og er á 10Gigabit link.

Væri gaman að sjá ykkur gera test og pósta því hérna inn.

Persónulega vill ég velja beta síðuna þar sem að Flash er stundum eða mjög oft að skíta uppá bak.

Ég veit að speedtest eru að fara hætta fljótlega með flash síðuna og eru að fara keyra bara html 5.

Gera TEST >>> http://simafelagid.beta.speedtest.net

Re: Íslenskir speedtest.net í ruglinu ?

Sent: Þri 20. Des 2016 10:16
af hagur
Andri Þór H. skrifaði:Sælir.

Ég er starfsmaður hjá Símafélaginu og ég var að setja upp Speedtest.net server. Þessi server svitnar ekkert og er á 10Gigabit link.

Væri gaman að sjá ykkur gera test og pósta því hérna inn.

Persónulega vill ég velja beta síðuna þar sem að Flash er stundum eða mjög oft að skíta uppá bak.

Ég veit að speedtest eru að fara hætta fljótlega með flash síðuna og eru að fara keyra bara html 5.

Gera TEST >>> http://simafelagid.beta.speedtest.net
Kúl.

Vinnutölvan mín hér í Advania:

Mynd

EDIT: Embed kóðinn sem maður fær virkar ekki alveg. Slóðin á .png myndina skilar bara vefsíðunni með niðurstöðunum.

Re: Íslenskir speedtest.net í ruglinu ?

Sent: Þri 20. Des 2016 10:31
af Andri Þór H.
já þetta er smá galli með Beta testið.

Þeir mættu allveg græja eitthvað svona.

Mynd