Síða 1 af 1
Óeðlilega há memory notkun
Sent: Fös 09. Des 2016 18:46
af psteinn
Sælir vaktarar,
Vélin mín undað farið hefur verið að nota allt of mikið memory. Það liggur við að þegar hún er idle noti hún 70%+ en þegar chrome er opið og kannski teamspeak, csgo, spotify þá er hún bara í bullandi 90%+.
Er með í henni 2x8GB 2400MHz sticks. Það skrítna finnst mér er að hún segir ekki rétt í task manager hvað er að taka þessi 15GB+.Það stendur bara að chrome sé að taka kannski 1/2 GB og cs svipað en restin af forritunum er bara að taka 20MB max. Er þetta vírus sem ég veit ekki af eða bug í windows 10?
Þetta er alveg óþolandi og er að lenda í miklum vandræðum útaf þessu.

- Lowmem.PNG (46.7 KiB) Skoðað 2381 sinnum
Nýlega sett upp Windows 10 og allir driverar up to date. Hafið þið grun um hvað þetta sé?
Fyrirfram þakkir,
Pétur
Re: Óeðlilega há memory notkun
Sent: Fös 09. Des 2016 19:04
af loner
Re: Óeðlilega há memory notkun
Sent: Fös 09. Des 2016 19:04
af I-JohnMatrix-I
Settirðu nokkuð 32 bit windows 10 á vélina? Ef þú ert með 32 bit windows þá getur hún notað max 4gb af minninu þínu.

Re: Óeðlilega há memory notkun
Sent: Fös 09. Des 2016 19:55
af psteinn
Takk fyrir svörin ég skoða þetta
I-JohnMatrix-I skrifaði:Settirðu nokkuð 32 bit windows 10 á vélina? Ef þú ert með 32 bit windows þá getur hún notað max 4gb af minninu þínu.

Haha neibb. Það væri frekar fyndið

Re: Óeðlilega há memory notkun
Sent: Fös 09. Des 2016 20:29
af psteinn
Snillingur!
Þetta var memory leak sem að netkort-driverinn minn var að valda.
Þetta video hjálpaði mér ef einhver er líka í vandræðum með slíkt

Ég re-installaði honum bara og þetta virðist vera hætt en spurning hvort svona getur gerst aftur?
Væri alveg til í að vera með netið í lagi án þess að vera með eitthvað "
Killer network" software. Bara algjört rusl sem er til vandræða!
EDIT:
Þetta er víst þekkt fyrir að vera algjört bull.
Re: Óeðlilega há memory notkun
Sent: Fös 09. Des 2016 20:52
af rbe
smá varðandi memory notkun. tók eftir því að utorrent sýndi að hann notaði ákveðið mikið af minni ekkert stórvægilegt. var með um 40 torrenta í gangi og strokaði þá alla út í einu og minnisnotkun minnkaði um 3,5gb. reyndar hættur að nota þetta forrit þar sem til eru önnur mun betri sérstaklega varðandi hraða.
Re: Óeðlilega há memory notkun
Sent: Fös 09. Des 2016 21:15
af hfwf
rbe skrifaði:smá varðandi memory notkun. tók eftir því að utorrent sýndi að hann notaði ákveðið mikið af minni ekkert stórvægilegt. var með um 40 torrenta í gangi og strokaði þá alla út í einu og minnisnotkun minnkaði um 3,5gb. reyndar hættur að nota þetta forrit þar sem til eru önnur mun betri sérstaklega varðandi hraða.
Settu upp utorrent 2.2.1 ættir að vera laus við minnislekan eftir það upp að vissu. Minnir að allt eftir það sé blotware dauðsans og ef ekki bitcoin miner líka.
Re: Óeðlilega há memory notkun
Sent: Lau 10. Des 2016 01:05
af agnarkb
Ég var að fá svona vesen líka þar sem minnisnotkunin fór upp úr öllu og festist í 99-100%. Lagaðist eftir restart en kom alltaf aftur. Fór a gruna að þetta væri annaðhvort einhver driver eða service sem væri að drain-a allt minnið og smá Gúggl staðfesti þann grun. Einhver driver sem heitir NDU.sys er þekkt að eiga það til að gera þetta. Eftir því sem ég best veit er þetta einhver network diagnostic monitoring driver en það er hægt að disable þetta í regedit undir HKEY_LOCAL_MACHINE\SYSTEM\ControlSet001\Services\Ndu og breyta gildinu í Start frá 0 í 4.
Allt verið eðlilegt síðan ég disable þetta drasl.