Shipping aðilar í Bandaríkjunum
Sent: Fös 02. Des 2016 22:47
Sælir.
Ég er að spá í að panta mér fartölvu, skjá og aukahluti frá Bandaríkjunum. Hins vegar er ekki sent beint til Íslands svo þetta þarf að fara í gegn um einhverja milliliði sem koma pökkum áfram. Þessi pakki kemur til með að kosta $3382 og ég vil því helst ekki taka mikla áhættu. Ég var búinn að skoða Viabox og leist vel á þá, en svo las ég eitthvað um að þeir hefðu áður fengið margar kvartanir og að þeir hefðu verið undir rannsókn og eitthvað, svo ég fór að leita annað. MyUS virkar mjög traustvekjandi en þar sem að þeir eru staðsettir í Flórída þarf að borga 7% söluskatt af því sem keypt er. Shipito, NYBox og Stackry eru öll með vöruhús í fylkjum þar sem að það er ekki rukkaður söluskattur af pöntunum á netinu, en það virðast alltaf vera til hryllingssögur um öll þessi fyrirtæki. Annars þá virðist Stackry vera að bjóða besta verðið. Ég kíkti líka á ShopUSA, en eins og venjulega er langdýrast að flytja inn í gegn um þá.
Spurningin mín til ykkar er þessi: Hafið þið nýtt ykkur þjónustu einhverra þessarra eða annarra svipaðra fyrirtækja? Og ef svo er, hvernig reyndist hún? Sérstaklega ef þið keyptuð eitthvað dýrt eins og þetta.
Ég er að spá í að panta mér fartölvu, skjá og aukahluti frá Bandaríkjunum. Hins vegar er ekki sent beint til Íslands svo þetta þarf að fara í gegn um einhverja milliliði sem koma pökkum áfram. Þessi pakki kemur til með að kosta $3382 og ég vil því helst ekki taka mikla áhættu. Ég var búinn að skoða Viabox og leist vel á þá, en svo las ég eitthvað um að þeir hefðu áður fengið margar kvartanir og að þeir hefðu verið undir rannsókn og eitthvað, svo ég fór að leita annað. MyUS virkar mjög traustvekjandi en þar sem að þeir eru staðsettir í Flórída þarf að borga 7% söluskatt af því sem keypt er. Shipito, NYBox og Stackry eru öll með vöruhús í fylkjum þar sem að það er ekki rukkaður söluskattur af pöntunum á netinu, en það virðast alltaf vera til hryllingssögur um öll þessi fyrirtæki. Annars þá virðist Stackry vera að bjóða besta verðið. Ég kíkti líka á ShopUSA, en eins og venjulega er langdýrast að flytja inn í gegn um þá.
Spurningin mín til ykkar er þessi: Hafið þið nýtt ykkur þjónustu einhverra þessarra eða annarra svipaðra fyrirtækja? Og ef svo er, hvernig reyndist hún? Sérstaklega ef þið keyptuð eitthvað dýrt eins og þetta.