Síða 1 af 1

Ganga frá snúru meðfram þröskuldi tímabundið

Sent: Fim 01. Des 2016 22:59
af KermitTheFrog
Daginn, ég setti jólaseríu í forstofugluggann hjá mér. Ekki í frásögur færandi svosem, en það er djöfuls snúra sem liggur inn í geymslu þar sem rafmagnstengillinn er.

Er einhver góð leið til að festa hana niður meðfram þröskuldinum, án þess að fara í einhverjar framkvæmdir? Þetta er leiguíbúð, plús það að ég nenni ekki að hafa of mikið fyrir þessu :-"

Mynd segir meira en þúsund orð:

https://drive.google.com/file/d/1LjmtX_ ... OkJkw/view

Re: Ganga frá snúru meðfram þröskuldi tímabundið

Sent: Fim 01. Des 2016 23:01
af Dúlli
Teip eða kítti, auðveldasta sem hægt er að gera.

Re: Ganga frá snúru meðfram þröskuldi tímabundið

Sent: Fim 01. Des 2016 23:02
af Sam
Einfaldast miðað við aðstæður að líma hana í kverkina með 2¨ breiðu glæru límbandi

Re: Ganga frá snúru meðfram þröskuldi tímabundið

Sent: Fim 01. Des 2016 23:05
af Haukursv
Ég hef notast við svona dót, fæst í húsasmiðjunni/byko/bauhaus. Þarft reyndar að negla lítinn nagla en það er svo smátt að það sést ekki á flestum flötum eftir að þú tekur það í burtu. Ef þetta er samt bara í 1 mánuð eða svo er kannski sniðugra að nota bara eitthvað teip

Mynd

Re: Ganga frá snúru meðfram þröskuldi tímabundið

Sent: Fim 01. Des 2016 23:10
af jonsig
KermitTheFrog skrifaði:Daginn, ég setti jólaseríu í forstofugluggann hjá mér. Ekki í frásögur færandi svosem, en það er djöfuls snúra sem liggur inn í geymslu þar sem rafmagnstengillinn er.

Er einhver góð leið til að festa hana niður meðfram þröskuldinum, án þess að fara í einhverjar framkvæmdir? Þetta er leiguíbúð, plús það að ég nenni ekki að hafa of mikið fyrir þessu :-"

Mynd segir meira en þúsund orð:

https://drive.google.com/file/d/1LjmtX_ ... OkJkw/view
hef keypt bad-ass límlista í s guðjónsson sem ég lagði svona "tímabundið" fyrir mörgum árum í eldhúsinu sem það er verið að traðka á þessu reglulega,, þetta er búið að endast í 3 ár+.

Að kítta þetta eru bara rafeindavirkja vinnubrögð :)

Re: Ganga frá snúru meðfram þröskuldi tímabundið

Sent: Fös 02. Des 2016 00:07
af arons4
jonsig skrifaði:
KermitTheFrog skrifaði:Daginn, ég setti jólaseríu í forstofugluggann hjá mér. Ekki í frásögur færandi svosem, en það er djöfuls snúra sem liggur inn í geymslu þar sem rafmagnstengillinn er.

Er einhver góð leið til að festa hana niður meðfram þröskuldinum, án þess að fara í einhverjar framkvæmdir? Þetta er leiguíbúð, plús það að ég nenni ekki að hafa of mikið fyrir þessu :-"

Mynd segir meira en þúsund orð:

https://drive.google.com/file/d/1LjmtX_ ... OkJkw/view
hef keypt bad-ass límlista í s guðjónsson sem ég lagði svona "tímabundið" fyrir mörgum árum í eldhúsinu sem það er verið að traðka á þessu reglulega,, þetta er búið að endast í 3 ár+.

Að kítta þetta eru bara rafeindavirkja vinnubrögð :)
Hef heyrt securitas kallana kallaða límbyssuliðið.

Re: Ganga frá snúru meðfram þröskuldi tímabundið

Sent: Fös 02. Des 2016 00:57
af russi
Að kítta í þetta er overkill

Límbyssur í allt, ef það virkar ekki, þá er það bara hamarinn. :D

Re: Ganga frá snúru meðfram þröskuldi tímabundið

Sent: Fös 02. Des 2016 08:51
af Black
Límbyssa! mæli líka með að nota hana til að festa seríuna í gluggan

Re: Ganga frá snúru meðfram þröskuldi tímabundið

Sent: Fös 02. Des 2016 08:58
af Hizzman
málingarteip - amk 3 cm breidd

Re: Ganga frá snúru meðfram þröskuldi tímabundið

Sent: Fös 02. Des 2016 09:05
af Urri
eða setja bara svona
Mynd

bara minni tegund

Re: Ganga frá snúru meðfram þröskuldi tímabundið

Sent: Fös 02. Des 2016 09:49
af dori
Ef þetta er raunverulega tímabundið verkefni þá myndi ég nota gaffer tape. Það er reyndar asnalega dýrt en þú getur fengið pro gaff t.d. í HljóðX á Grensásvegi og alveg örugglega í Exton líka.

Re: Ganga frá snúru meðfram þröskuldi tímabundið

Sent: Fös 02. Des 2016 09:56
af Goodmann
Venjulegt Duct-tape er snild í svona, heldur eins og Mofo og svo er bara að pússa það upp með Ajax þegar fjarlægt er.

Re: Ganga frá snúru meðfram þröskuldi tímabundið

Sent: Fös 02. Des 2016 10:39
af dori
Goodmann skrifaði:Venjulegt Duct-tape er snild í svona, heldur eins og Mofo og svo er bara að pússa það upp með Ajax þegar fjarlægt er.
Duct tape getur rifið upp málningu og vesen þegar það er tekið af (fyrir utan hvernig það gerir snúrurnar ógeð þó svo það sé hægt að ná af með Ajax eða öðru). Gaff tape er hannað í nákvæmlega þetta og það sem er notað t.d. á tónleikum í að halda niðri snúrum þar sem fólk er að ganga. Ég myndi alltaf fara í það.

Bætt við: Það er reyndar einn galli að gaff tape er sirka 3x dýrara en duct tape. Kostaði ~3000 kall rúllan síðast þegar ég keypti þannig.

Re: Ganga frá snúru meðfram þröskuldi tímabundið

Sent: Fös 02. Des 2016 19:40
af KermitTheFrog
Ég var búinn að láta mér detta í hug að teipa þetta niður en fannst það eitthvað svo sjoppulegt. Ætli ég endi ekki á einhverju svoleiðis samt.

Takk allir!