Síða 1 af 1
Að skipta sjálfkrafa milli hátalara og heyrnartóla
Sent: Fim 01. Des 2016 20:09
af Swooper
Ég keypti mér ný heyrnartól fyrir nokkru þegar þau gömlu biluðu, ákvað að fækka snúrum við tölvuna aðeins og fara í þráðlaus (Corsair Void, ef þið eruð forvitin). Þau virka fínt. Það eina sem böggar mig við þau er hvað það er óþarflega mikið vesen að skipta á milli þeirra og hátalaranna. Ég þarf að opna control panel, fara í sound, velja hitt audio outputtið og setja það sem default. Ég vil að þetta gerist bara sjálfkrafa - ef það er kveikt á heyrnartólunum, þá nota þau, annars hátalarana. Er ekki til einhver hugbúnaðarlausn sem gerir þetta? Ég var að reyna að gúgla eitthvað en fann ekkert nema eitthvað sem fækkar tökkunum sem ég þarf að ýta á til að skipta á milli.
Re: Að skipta sjálfkrafa milli hátalara og heyrnartóla
Sent: Fim 01. Des 2016 20:26
af Manager1
Hægrismella á Volume iconið á taskbar og velja playback devices, setja default playback device og málið dautt
Þetta er a.m.k. aðeins fljótlegra en að fara í gegnum control panel.
Re: Að skipta sjálfkrafa milli hátalara og heyrnartóla
Sent: Fim 01. Des 2016 20:47
af Hannesinn
Ef þú ert með bluetooth heyrnartól, þá ætti hljóðið að skiptast yfir sjálfkrafa. Þú verður þó að stöðva audio streamið fyrst og kveikja á því aftur, til dæmis vafranum ef þú ert að browsa youtube.
Manual switching forrit þekki ég samt ekki.
Re: Að skipta sjálfkrafa milli hátalara og heyrnartóla
Sent: Fim 01. Des 2016 21:06
af Swooper
Manager1 skrifaði:Hægrismella á Volume iconið á taskbar og velja playback devices, setja default playback device og málið dautt
Þetta er a.m.k. aðeins fljótlegra en að fara í gegnum control panel.
Það er ekkert volume icon hjá mér, er með eitthvað Realtek HD Audio Manager apparat sem overridar það, og það er ekkert Playback Devices þar. En það væri hvort eð er engin lausn, bara aðeins færri klikk.
Hannesinn skrifaði:Ef þú ert með bluetooth heyrnartól, þá ætti hljóðið að skiptast yfir sjálfkrafa. Þú verður þó að stöðva audio streamið fyrst og kveikja á því aftur, til dæmis vafranum ef þú ert að browsa youtube.
Það gerir það ekki hjá mér, mögulega af því að það er USB-sendir fyrir heyrnartólin.
Re: Að skipta sjálfkrafa milli hátalara og heyrnartóla
Sent: Fim 01. Des 2016 23:09
af salisali778
audioswitcher
Re: Að skipta sjálfkrafa milli hátalara og heyrnartóla
Sent: Fim 01. Des 2016 23:43
af Swooper
salisali778 skrifaði:audioswitcher
Miðað við það sem ég las þá er hann bara til þess að skipta á milli manually. Getur hann gert þetta sjálfvirkt?
Re: Að skipta sjálfkrafa milli hátalara og heyrnartóla
Sent: Fim 01. Des 2016 23:54
af gutti
ég er með creative sound blaster z kort þar getur velja milli hátalara og heyrnartóla munar svo miklu vera þetta kort
Re: Að skipta sjálfkrafa milli hátalara og heyrnartóla
Sent: Fim 01. Des 2016 23:58
af upg8
Þú verður þá bara að nota audio switcher og skipta manually á milli í hvert skipti. Þú ert tæknilega séð með tvö hljóðkort þar sem þú ert með usb heyrnatól...
Re: Að skipta sjálfkrafa milli hátalara og heyrnartóla
Sent: Fös 02. Des 2016 00:13
af Hnykill
manst bara næst þá að hafa þetta í huga þegar þú kaupir þér betra hljóðkerfi.