Síða 1 af 1

Brotnaði skjárinn minn.

Sent: Mið 23. Nóv 2016 00:21
af Garri
Sælir

Fyrir um ári brotnaði Apple 27" Widescreen skjárinn minn. Mjög líklega þessi gerð en sirka 3ja til 4ja ára.

Mynd

Það beyglaðist smá undir honum en hann virðist virka.. hefur gert það fram á þennan dag. Var að semja við Tryggingarnar og þeir greiddu mér hann út, svo nú get ég reynt að laga kvikyndið. Ætla ekki skipta um rammann en glerið framan á.

Svo, einhverjar hugmyndir hvar ég nálgast gler framan á hann. Þetta er gler, ekki plast. Jafnvel eitthvað litað svo venjulegt gler kemur væntanlega ekki til greina þótt einhver gæti slípað það ávalt í hornum.

En endilega.. komið með hugmyndir eins ef einhver veit um svona bilaðan skjá, þá væri ég til í að kaupa í það minnsta glerið af þeim skjá.

kv. Garrinn

Re: Brotnaði skjárinn minn.

Sent: Mið 23. Nóv 2016 00:31
af Hjaltiatla
Ebay , tel að það sé líklegasti vettvangurinn. Annars spurning með að tékka á
ifixit.com

Re: Brotnaði skjárinn minn.

Sent: Mið 23. Nóv 2016 00:43
af rbe
ég spyr nú bara hvernig fórstu að því að brjóta 27tommu skjá ?
er með svipaðan á borðinu , þetta er nú engin léttavara jafnvel þótt ég togaði í snúrurnar af öllu afli.

Re: Brotnaði skjárinn minn.

Sent: Mið 23. Nóv 2016 00:52
af Garri
Voða einfalt.. var að færa skrifborðið fyrir ljósleiðara gaura sem vildu tengja inn á bak við skrifborðið.. snúrurnar í Makkaskjáinn voru bara styttri en mig minnti enda tölvan tengd í gegnum vegg yfir í lítið tölvuherbergi. Þegar skrifborðið fjarlægðist vegginn þá togaði snúran í og hann valt eða togast fram af.. brotnaði samt neðan frá!

Re: Brotnaði skjárinn minn.

Sent: Mið 23. Nóv 2016 00:54
af rbe
ahh ég skil. var bara að velta þessu fyrir mér í huganum.

Re: Brotnaði skjárinn minn.

Sent: Mið 23. Nóv 2016 11:01
af Garri
Sýnist það vera hægt að panta þetta frá Ebay. Væri samt einfaldast ef einhver ætti bilaða/ónýta týpu af svona skjá hér heima.

Svona lítur hornið út.
Thunderbolt_skjar.jpg
Thunderbolt_skjar.jpg (1.43 MiB) Skoðað 593 sinnum

Re: Brotnaði skjárinn minn.

Sent: Mið 23. Nóv 2016 11:21
af GuðjónR
Þú prófað að hringja í epli, macland, isímann og eldhaf og tékkað á því hvort þeir eigi svona gler á lager og þá borið það saman við verð með flutningskostnaði og gjöldum áður en þú ferð að kaupa að utan.