Síða 1 af 1

Bilanatíðni á hörðum diskum Q3 2016

Sent: Þri 22. Nóv 2016 10:17
af vesley
Backblaze hafa gefið út skýrslu með þeim diskum sem eru í þeirra umsjá og gefa út tölfræði yfir bilanir á þeim diskum.

Eins og má sjá á töflunni er WD núna með meiri bilanartíðni en Seagate :roll: (flamesuit on)

Mynd

http://www.guru3d.com/news-story/hard-d ... -2016.html

Re: Bilanatíðni á hörðum diskum Q3 2016

Sent: Þri 22. Nóv 2016 11:14
af linenoise
Af hverju selur enginn venjulega 3.5 Hitachi diska á Íslandi? Þeir hafa verið að koma út best í fleiri ár hjá Backblaze.

Re: Bilanatíðni á hörðum diskum Q3 2016

Sent: Þri 22. Nóv 2016 11:18
af GuðjónR
Flott að fá þetta yfirlit, óskiljanlegt af hverju engin selur HGST diska á Íslandi.
Á Bhhoto kosta þeir ekkert meira en aðrir diskar en fá frábæra dóma.

Re: Bilanatíðni á hörðum diskum Q3 2016

Sent: Þri 22. Nóv 2016 11:34
af vesley
GuðjónR skrifaði:Flott að fá þetta yfirlit, óskiljanlegt af hverju engin selur HGST diska á Íslandi.
Á Bhhoto kosta þeir ekkert meira en aðrir diskar en fá frábæra dóma.

HGST tilheyrir Western Digital í dag og er t.d. Backblaze að skipta út mikið af þessum WD og HGST diskum fyrir Seagate
over the last quarter we swapped out more than 3,500 2 terabyte (TB) HGST and WDC hard drives for 2,400 8 TB Seagate drives.
8TB Seagate diskarnir eru að reynast þeim mjög vel í áreiðanleika enn sem komið er.

Re: Bilanatíðni á hörðum diskum Q3 2016

Sent: Þri 22. Nóv 2016 11:49
af Hjaltiatla
Ég væri líka til í að sjá bilanatíðni á SSD :-k T.d er Netflix að skipta út öllum hefðbundnum HDD fyrir SSD/Nvme diska (þeir sjá fyrir sér að það sé hagkvæmara fyrir það sem þeir eru að gera).

Edit: kannski réttara að orða þetta á þennan veg ,Netflix eru byrjaðir að fasa út gömlu HDD diskunum fyrir SSD/Nvme diska

Re: Bilanatíðni á hörðum diskum Q3 2016

Sent: Þri 22. Nóv 2016 15:01
af playman
Hjaltiatla skrifaði:Ég væri líka til í að sjá bilanatíðni á SSD :-k T.d er Netflix að skipta út öllum hefðbundnum HDD fyrir SSD/Nvme diska (þeir sjá fyrir sér að það sé hagkvæmara fyrir það sem þeir eru að gera).

Edit: kannski réttara að orða þetta á þennan veg ,Netflix eru byrjaðir að fasa út gömlu HDD diskunum fyrir SSD/Nvme diska
Er það nú ekki bara vegna þess að það sem að Netflix vantar er hraði en ekki geymslupláss? (þeir þurfa auðvitað geymslupláss)
Stór munur á streimis þjónustu vélbúnaði og geymslu búnaði, en með því að færa sig úr HDD ættu þeir að geta fækkað diskafjölda og
raid samsetningar sem þeir þurfa uppá að geta annað öllu þessu streimi.

Re: Bilanatíðni á hörðum diskum Q3 2016

Sent: Þri 22. Nóv 2016 15:17
af Hjaltiatla
playman skrifaði:
Hjaltiatla skrifaði:Ég væri líka til í að sjá bilanatíðni á SSD :-k T.d er Netflix að skipta út öllum hefðbundnum HDD fyrir SSD/Nvme diska (þeir sjá fyrir sér að það sé hagkvæmara fyrir það sem þeir eru að gera).

Edit: kannski réttara að orða þetta á þennan veg ,Netflix eru byrjaðir að fasa út gömlu HDD diskunum fyrir SSD/Nvme diska
Er það nú ekki bara vegna þess að það sem að Netflix vantar er hraði en ekki geymslupláss? (þeir þurfa auðvitað geymslupláss)
Stór munur á streimis þjónustu vélbúnaði og geymslu búnaði, en með því að færa sig úr HDD ættu þeir að geta fækkað diskafjölda og
raid samsetningar sem þeir þurfa uppá að geta annað öllu þessu streimi.
Alveg klárlega , það meikar sense hjá þeim þar sem þeir þurfa multithreaded Workload og eru að nota 100 Gbit interface-a (Netflix eru byrjaðir að horfa til Terabit networking á næstu 10 árum). Væri önnur pæling ef þú værir t.d bara að keyra gagnagrunn á diskunum.

Re: Bilanatíðni á hörðum diskum Q3 2016

Sent: Þri 22. Nóv 2016 15:31
af Hjaltiatla
Næsti fileserver heima hjá mér verður eingöngu með SSD drifum (nota samt ennþá hefðbundna Sata diska í fiktið).