Síða 1 af 1

Ráð varðandi router kaup (Ljósleiðari)

Sent: Mán 31. Okt 2016 11:56
af smiletopic
Daginn,

Þar sem ég er ekki mest savy þegar kemur að router málefnum, vildi ég athuga hvort einhver hér gæti veit mér ráð.

Ég er að fara færa mig yfir í Ljósleiðara (verð hjá Vodafone) en langar helst að versla mér router sjálfur, í stað að borga þetta leigu gjald.
Getur einhver mælt með router, sem er helst á sæmilegu verði (í kringum 20-25þús og undir væri gott)

Fyrirfram mange tak :)

Re: Ráð varðandi router kaup (Ljósleiðari)

Sent: Mán 31. Okt 2016 12:15
af GullMoli
Ég verslaði mér þennan fyrir um það bil 2 mánuðum og hefur hann reynst mér vel, einni hægt að flasha á hann mjög skemmtilegt custom ROM ef áhugi er fyrir því.

https://kisildalur.is/?p=2&id=2698

Re: Ráð varðandi router kaup (Ljósleiðari)

Sent: Mán 31. Okt 2016 16:27
af asgeirbjarnason
Ég kom með frekar ítarlegt svar við akkurat þessarri spurningu í sumar, í staðinn fyrir að þylja það allt upp aftur ætla ég bara að setja hlekk á gamla svarið mitt: http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f ... 42#p626867

En niðurstaðan í svarinu er einmitt að mæla með nákvæmlega sama router og GullMoli er að mæla með.