Síða 1 af 1

Bilað skjákort?

Sent: Mán 17. Okt 2016 14:03
af tomasandri
Sælir,
ég keypti mér skjákort fyrir ca. 2 árum, MSI Geforce GTX 760. Er að lenda í smá vandræðum með það.
Ég ætla að reyna að útskýra þetta eins og ég get, get samt mögulega tekið myndband af þessu seinna í dag. Semsagt, skjárinn sem er tengdur í skjákortið(einn er tengur í skjákortið og annar í móðurborðið) byrjar semsagt að blikka á fullu ef maður reynir að opna leiki(bara ef maður reynir að opna leiki, ég get gert mest allt annað) og hann heldur því áfram í smá stund(ca. 10 sek) og svo slekkur tölvan bara á sér, og kveikir strax aftur á sér sjálf. Eg veit að þetta er skjákortið því ég prófaði að tengja skjáinn við móðurborðið eins og hinn skjáinn og þeir virkuðu báðir fínt, ekkert crash, gat spilað leiki, allt fínt bara.
Ég er búinn að reyna ýmsa hluti, á borð við að uppfæra drivera, færa skjákortið í annan PCI-E slot og tenga það aftur við aflgjafann, un-overclocka skjáinn og svoleiðis. Hef aldrei lent í þessu áður og skil ekkert hvað ég get gert.
Mest gúgl hefur sagt mér að það sé einfaldlega að deyja, sem ég skil ekki miðað við að það eru aðeins liðin ca 2 ár síðan ég keypti það og tölvan er alls ekki alltaf í gangi.
Endilega látið vita ef þið þurfið meiri upplýsingar.

Re: Bilað skjákort?

Sent: Mán 17. Okt 2016 14:33
af steiniofur
Ertu búinn að prufa að nota bara skjákortið og vera ekki með innbygða kortið á móðurborðinu í notkunn?

Re: Bilað skjákort?

Sent: Mán 17. Okt 2016 15:31
af GuðjónR
Ég hef lent í svona, í venjulegri vinnslu þá var allt í lagi en um leið og það reyndi á kortið þá byrjaði skjárinn að blikka og varð röndóttur og tölvan restartaði sér, kortið var farið.Til að vera alveg viss þá geturðu prófað kortið í annari tölvu.
En hvað meinarðu með að "un-overclocka skjáinn" ?
Hefurðu yfirklukkað kortið?

Re: Bilað skjákort?

Sent: Mán 17. Okt 2016 15:56
af tomasandri
GuðjónR skrifaði:Ég hef lent í svona, í venjulegri vinnslu þá var allt í lagi en um leið og það reyndi á kortið þá byrjaði skjárinn að blikka og varð röndóttur og tölvan restartaði sér, kortið var farið.Til að vera alveg viss þá geturðu prófað kortið í annari tölvu.
En hvað meinarðu með að "un-overclocka skjáinn" ?
Hefurðu yfirklukkað kortið?
Ég var búinn að overclocka skjáinn úr 60hz í 75hz. Prófaði að reverta það til að sjá hvort það virkaði. Engin breyting.
Og nei, ég hef aldrei overclockað skjákortið.

Re: Bilað skjákort?

Sent: Mán 17. Okt 2016 16:05
af vesley
tomasandri skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Ég hef lent í svona, í venjulegri vinnslu þá var allt í lagi en um leið og það reyndi á kortið þá byrjaði skjárinn að blikka og varð röndóttur og tölvan restartaði sér, kortið var farið.Til að vera alveg viss þá geturðu prófað kortið í annari tölvu.
En hvað meinarðu með að "un-overclocka skjáinn" ?
Hefurðu yfirklukkað kortið?
Ég var búinn að overclocka skjáinn úr 60hz í 75hz. Prófaði að reverta það til að sjá hvort það virkaði. Engin breyting.
Og nei, ég hef aldrei overclockað skjákortið.

Skjárinn ekki bara bilaður eftir þessa yfirklukkun ?

Maður tekur alltaf áhættu með því að yfirklukka, sama hvað það er.

Re: Bilað skjákort?

Sent: Mán 17. Okt 2016 16:12
af tomasandri
vesley skrifaði:
tomasandri skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Ég hef lent í svona, í venjulegri vinnslu þá var allt í lagi en um leið og það reyndi á kortið þá byrjaði skjárinn að blikka og varð röndóttur og tölvan restartaði sér, kortið var farið.Til að vera alveg viss þá geturðu prófað kortið í annari tölvu.
En hvað meinarðu með að "un-overclocka skjáinn" ?
Hefurðu yfirklukkað kortið?
Ég var búinn að overclocka skjáinn úr 60hz í 75hz. Prófaði að reverta það til að sjá hvort það virkaði. Engin breyting.
Og nei, ég hef aldrei overclockað skjákortið.

Skjárinn ekki bara bilaður eftir þessa yfirklukkun ?

Maður tekur alltaf áhættu með því að yfirklukka, sama hvað það er.
Skjárinn virkar fínt ef hann er tengur beint í móðurborðið, í staðinn fyrir skjákortið. Það er bara þegar hann er tengur við skjákortið sem eitthvað gerist.