Síða 1 af 1
Aflgjafar, sober edition
Sent: Þri 04. Okt 2016 21:53
af linenoise
Jæja, þökk sé einum steiktasta þræði sem ég hef lesið er Guðjón búinn að endurbæta aflgjafavaktina allsvakalega.
Það sem maður sér svart á hvítu er hvað það eru ógeðslega fáir aflgjafar til sölu hérna sem eru ekki ALGJÖRT DRASL! Og kannski sérstaklega hvað eru margir aflgjafar þar sem maður er að borga gífurlega álagningu fyrir stuff sem er bara notað í budget build úti.
Markaðurinn hérna heima er frábær fyrir örgjörva og mjög sanngjarn í skjákortum, en aflgjafamarkaðurinn er hörmulegur.
Re: Aflgjafar, sober edition
Sent: Þri 04. Okt 2016 21:59
af worghal
það má líka segja að kassa markaðurinn sé í henglum
Re: Aflgjafar, sober edition
Sent: Þri 04. Okt 2016 22:49
af svanur08
Minn gamli 1200W Thermaltake stendur enn fyrir sínu.

Re: Aflgjafar, sober edition
Sent: Þri 04. Okt 2016 22:56
af HalistaX
Eru Íslendingar ekkert í BeQuiet vörunum? Minn 1000w dugar og slær ekki feil púls. Hefur ekki gert það ennþá allavegana. og hann hefur setið í vélinni í heilt ár!

Re: Aflgjafar, sober edition
Sent: Þri 04. Okt 2016 23:05
af brain
Af hverju sjást engin verð á kössum frá Tölvutækni ?
Re: Aflgjafar, sober edition
Sent: Þri 04. Okt 2016 23:09
af HalistaX
brain skrifaði:Af hverju sjást engin verð á kössum frá Tölvutækni ?
Eða Computer.is og Tölvutek...
Annars hélt ég að kassarnir væru næst á listanum ásamt aflgjöfunum @Guðjón

Re: Aflgjafar, sober edition
Sent: Þri 04. Okt 2016 23:15
af agnarkb
Hva....vill fólk ekki 5000 króna 450W PSU frá König.....hvað væri það versta sem gæti gerst?

Re: Aflgjafar, sober edition
Sent: Þri 04. Okt 2016 23:37
af HalistaX
agnarkb skrifaði:Hva....vill fólk ekki 5000 króna 450W PSU frá König.....hvað væri það versta sem gæti gerst?

Bara það að hann gæti grillað alla íhlutina mína... En smá kælikrem og rapetape á draslið og allt er í góðum höndum, right?

Re: Aflgjafar, sober edition
Sent: Mið 05. Okt 2016 09:20
af Urri
Það er nú ekki langt síðan ég flutti frá Noregi og holy shit hversu slæmur markaðurinn er hérna á íslandi fyrir tölvubúnað >.< fór í tölvutek/tölvulistann og þegar ég spurði um áhveðinn búnað urðu starfsmenn bara að spurningarmerki og höfðu ekki hugmynd hvort það fengist á íslandi (var þá að tala um server grade hardware t.d. ecc ram).
Re: Aflgjafar, sober edition
Sent: Mið 05. Okt 2016 09:33
af linenoise
Urri skrifaði:Það er nú ekki langt síðan ég flutti frá Noregi og holy shit hversu slæmur markaðurinn er hérna á íslandi fyrir tölvubúnað >.< fór í tölvutek/tölvulistann og þegar ég spurði um áhveðinn búnað urðu starfsmenn bara að spurningarmerki og höfðu ekki hugmynd hvort það fengist á íslandi (var þá að tala um server grade hardware t.d. ecc ram).
Þessar tvær búðir eru samt örugglega verstar upp á þekkingu. Stundum svona bónuskrakki-á-kassa-fílingur. 'Eh, heitir þetta ekki örugglega melóna?'
Re: Aflgjafar, sober edition
Sent: Mið 05. Okt 2016 09:35
af Urri
linenoise skrifaði:Urri skrifaði:Það er nú ekki langt síðan ég flutti frá Noregi og holy shit hversu slæmur markaðurinn er hérna á íslandi fyrir tölvubúnað >.< fór í tölvutek/tölvulistann og þegar ég spurði um áhveðinn búnað urðu starfsmenn bara að spurningarmerki og höfðu ekki hugmynd hvort það fengist á íslandi (var þá að tala um server grade hardware t.d. ecc ram).
Þessar tvær búðir eru samt örugglega verstar upp á þekkingu. Stundum svona bónuskrakki-á-kassa-fílingur. 'Eh, heitir þetta ekki örugglega melóna?'
Satt er það en úrvalið hérna á akureyri er nú ekkert allllltof mikið og þessar blessuðu vefsíður fyrirtækjanna eru hrillingur að leita í og eru líka með mjööög takmarkað úrval.
Re: Aflgjafar, sober edition
Sent: Fös 07. Okt 2016 22:08
af jonsig
1kW energon aflgjafinn minn er orðinn 8 ára bráðum, besti aflgjafi sem ég hef átt. (smá mod)
Hvort hann haldi réttum spennum á öllum DC útgöngum á fullu álagi er annað mál, vonandi þarf maður ekkert að pæla í því þar sem orkuþörfin er bara að minnka. Ekkert gtx 290 í gangi að éta 300W eða hvað það nú var.
Svo sér maður flott merki af aflgjöfum drulla vel á sig í vinnuni. Það er bad business að smíða aflgjafa sem verða 30ára.