Síða 1 af 1

Leggja Cat5 og Hátalarasnúrur.

Sent: Mán 03. Okt 2016 13:02
af Snorrmund
Góðan daginn.

Ætla að skipta út coax fyrir cat5 hjá mér til að sleppa við að vera með snúruna fyrir myndlykilinn á gólfinu sem er í sjálfu sér minnsta vandamálið. En hinsvegar langaði mér að taka hátalarasnúru líka svo að ég geti staðsett hátalarana hinum megin í stofunni án þess að vera með snúru út um allt.

Var að spá hvort það væri ekki ábyggilega í lagi að leggja hátalarasnúruna með Cat5 í rörið eða hvort að það gætu verið einhver vandamál? og annað sem ég var að spá myndi það ganga upp að leggja bara cat5 fyrir hátalarann líka og vera með tengla á sitt hvorum enda og vera með sérgræjaða cat5 snúru þar sem maður myndi nota 4 þætti fyrir plús og hina fyrir mínus. taka þá frá tenglum að magnara annarsvegar og hátalara hinsvegar?

Re: Leggja Cat5 og Hátalarasnúrur.

Sent: Mán 03. Okt 2016 19:05
af Urri
Ég myndi nú ekki nota cat 5 fyrir hátalaraleiðslu þarsem cat 5 er reiknað fyrir signal og getur alveg veriðdágóð amper í hátalara leiðslum. þó svo að þú setjir 2 pör á + og 2 pör á - þá myndi ég ekki treysta á það (fer auðvitað eftir stærð hátalara).

Ef þú setur cat5/6 með skjermingu þá ættu hátalara leiðslur ekki að hafa áhrif á netkapalinn.

Er nú bara að hugsa þetta frá rafvirkja sjónarsviði og hef ekkert alltof mikkla reynslu af hátalara köpplum né mikið vit.

Re: Leggja Cat5 og Hátalarasnúrur.

Sent: Mán 03. Okt 2016 19:54
af jonsig
Ég hefði ekki áhyggjur af ethernet kaplinum, en hátalaravír sogar í síg EMI drullu úr umhverfinu. Ólíklegt að tíðnir sem smitast útfrá ethernetinu smitist í audio,sérstaklega þar sem þú heyrir þær ekki, ekki nema ethernet kapallinn færi að haga sér eins og dípóll loftnet :lol:
(allt getur nú gerst :lol:)

Leiðararnir í ethernet kapli haga sér eins og hver annar kopar vír á tíðnum undir 70khz jafnvel betur þar sem þeir eru hannaðir fyrir háa tíðni. Getur alveg eins notað lampasnúru vír 0.75q en fer auðvitað eftir stærð hátalranna og lengdina sem þú leggur vírinn.

Ef vírinn er of grannur þá heyriru það í fret hljóði þegar þú býst við einhverjum drunum.

Re: Leggja Cat5 og Hátalarasnúrur.

Sent: Mán 03. Okt 2016 21:51
af roadwarrior

Re: Leggja Cat5 og Hátalarasnúrur.

Sent: Mán 03. Okt 2016 22:02
af jonsig
Held að hann sé að pæla í power fyrir hátalarana ekki signal í einhverja græju.

Re: Leggja Cat5 og Hátalarasnúrur.

Sent: Mán 03. Okt 2016 23:32
af Snorrmund
Takk kærlega fyrir öll svörin! Ég endaði á að taka bara sér hátalarasnúru og svo cat5 fyrir netið. Ætla að reyna að klára að draga þetta á morgun. :)

Re: Leggja Cat5 og Hátalarasnúrur.

Sent: Þri 04. Okt 2016 00:18
af russi
Snorrmund skrifaði:Takk kærlega fyrir öll svörin! Ég endaði á að taka bara sér hátalarasnúru og svo cat5 fyrir netið. Ætla að reyna að klára að draga þetta á morgun. :)
Mundu bara að hafa snúrurnar í hátalara svipaðar á lengt

Re: Leggja Cat5 og Hátalarasnúrur.

Sent: Þri 04. Okt 2016 19:47
af jonsig
russi skrifaði:
Snorrmund skrifaði:Takk kærlega fyrir öll svörin! Ég endaði á að taka bara sér hátalarasnúru og svo cat5 fyrir netið. Ætla að reyna að klára að draga þetta á morgun. :)
Mundu bara að hafa snúrurnar í hátalara svipaðar á lengt
Skiptir oftast nákvæmlega engu máli.

Re: Leggja Cat5 og Hátalarasnúrur.

Sent: Þri 04. Okt 2016 23:10
af roadwarrior
jonsig skrifaði:
Held að hann sé að pæla í power fyrir hátalarana ekki signal í einhverja græju.
Nú ég skildi hann þannig að hann væri að spá í að nota Cat5 snúru til að flytja hljóðmerki frá magnara að hátalara og þetta sem ég setti inn sem link gerir það. :baby

Re: Leggja Cat5 og Hátalarasnúrur.

Sent: Þri 04. Okt 2016 23:24
af jonsig
RCA tengi er fyrir pre-amp signal. Ekki driver-stage merki.

Re: Leggja Cat5 og Hátalarasnúrur.

Sent: Mið 05. Okt 2016 10:18
af Snorrmund
Þar sem að lagnaleiðin sem ég ætlaði að nota í þetta var greinilega ekki til staðar þá fresta ég því um óakveðinn tíma að leggja þetta þvert yfir stofuna. Græja þetta betur seinna þegar að ég hef betri tíma. En að öðru, vantar optical, powersnúru fyrir sjónvarpið og HDMI snúru í 5m lengdum. Hvar mælið þið með að kaupa þetta uppá besta verðið?

Re: Leggja Cat5 og Hátalarasnúrur.

Sent: Mið 05. Okt 2016 20:44
af jonsig
HDMI kaplar eru eða amk voru nánast ókeypis í símabæ fyrir ekki svol löngu. Held að ég hafi fengið 5m á 1490kr. Skárra en 14990kr í elko