Síða 1 af 1

Vesen með skjá - ASUS VG248QE 144hz

Sent: Fös 30. Sep 2016 23:47
af ZiRiuS
Ég lenti í afar skrítnu dæmi núna áðan. Skjárinn byrjaði allt í einu að skipta um picture mode (þú veist þetta í menu í skjánum eins og movie, game, normal og eitthvað) fyrst bara randomly en síðan byrjaði hann að fríka út og skipta um á fullu. Það skrítna við þetta var að ég gat ekki slökkt á honum á meðan hann var að þessu svo ég tók power kapalinn úr sambandi sem drap á honum en það var ennþá ljós á power takkanum (gæti það verið útaf hann var enn tengdur í skjákortið?). Allavega ég prófaði að skipta um power snúru sem lét hann vera til friðs í smá stund en svo byrjaði þetta aftur.

Hefur einhver lent í svona áður? Skjárinn er bara rétt rúmlega eins árs og ég hef bara tvisvar farið með hann úr húsi og alltaf farið með hann eins og lítið barn. Ég skil ekkert í þessu.

Re: Vesen með skjá - ASUS VG248QE 144hz

Sent: Lau 01. Okt 2016 11:23
af Hnykill
Ég myndi bara fara með hann aftur í tölvuverslunina ef hann er enn í ábyrgð. útskýra þetta fyrir þeim og sjá hvernig málin standa. ef eitthvað er að slá saman og gefa sig í skjánum núna þá eru bara meiri líkur á að þetta verði meira og verra síðar.