Síða 1 af 1
Aktiva.is
Sent: Fim 29. Sep 2016 20:05
af rimor
sælir, var að sjá auglýsingu fyrir þetta á stöð 2 áðan. Hefur einhver hugmynd um hvað þetta er ? Skil basic prinsippið en ekki fjárfestinga hlutan.
Re: Aktiva.is
Sent: Fim 29. Sep 2016 20:16
af hagur
Ef þú átt pening sem þig langar að ávaxta, á aðeins betri vöxtum en basic innistæðureikningi í banka þá geturðu notað aktiva sem millilið, og í raun lánað öðrum einstaklingum fé.
Re: Aktiva.is
Sent: Fim 29. Sep 2016 20:19
af ZiRiuS
Þetta eru peer2peer lán. Þú í raun getur gefið lán (færð svo greiðslur til baka) og svo fengið lán. Allt frá einstaklingum. Síðan tekur Aktiva einhverja x háa upphæð líka.
Hef samt heyrt að þetta sé algjört okur miða við sambærileg fyrirtæki í útlöndum, en ég hef samt ekki kynnt mér það vel.
Re: Aktiva.is
Sent: Fim 29. Sep 2016 20:34
af rimor
það eru samt mismunandi vextir eftir "áhættu" láns sýndist vera frá 8%-15%, er semsagt basically verið að gera venjulega einstaklinga að smálánafyrirtækjum ? Sé samt að lánin geta verið hærri en hjá þeim og í lengri tíma á betri vöxtum. Hvernig er þessi áhætta þá metin ?