Síða 1 af 1

Frýs ennþá! :'( And now getting very pissed.

Sent: Mán 17. Jan 2005 23:21
af Sveinn
Fyrri pósturinn: http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?t ... ght=fr%FDs

Jæja! þið hafið kanski séð frægu póstana mína um að tölvan frýs alltaf í leikjum! jæja hér er einn annar, þetta er þriðji pósturinn sem ég er búinn að gera. Ég er búinn að berjast við þetta helvítis óþolandi vandamál síðan í Apríl á síðasta ári! Hreint hrikalegt ekki satt? og síðan þá hef ég ekki getað spilað neinn einasta helvítis leik! þetta er ömurlegt og á ekki að geta skeð.

Jæja nú er ég búinn að gera rannsóknir og svona. Lýsing á þessu er að ég er í leikjum, stundum eftir smá tíma, stundum eftir langann tíma, þá frýs alltaf helvítis leikurinn! jæja ef ég er með VPU Recovery á. Þá bara kemur svona svartur skjár, aftur svartur skjár og kemst inn í leikinn aftur, en þegar það er búið að ske svona 3 sinnum frýs bara leikurinn endanlega og ég þarf að restarta tölvunni minni! hreint óþolandi, sérstaklega því ég spila World of Warcraft.

Ég veit að þetta hefur skeð fyrir annann hérna á vaktinni, hann er líka með ABIT AI7 móðurborð og ATi Radeon 9600XT skjákort, en eina sem þessi blessaði drengur þurfti að gera var að stilla í 4x AGP þá var þetta allt klappað og klárt, en virkar það hjá mér?! nei held nú ekki. Ég er búinn að prófa að stilla á 4x AGP, Fastwrite "OFF", VPU Recovery af, Seta nýjasta BIOS inn, nýjasta DNA driverinn, nýjasta Omega driverinn og nýjasta Catalyst-inn. Ekkert af þessu virkar.

Einhvernstaðar hef ég heyrt að þetta sé bara bull, en ég hef heyrt hérna af vaktinni að ABIT AI7 og PowerColor, sem skjákortið er, vinna ekki saman og þessvegna skapast þessi vandræði. Jæja ég hringdi í algerann tölvusnilling sem gjörsamlega getur reddað öllu - nema þessu :twisted: , hann sagði að það væri bara rugl, sagði að PowerColor væri alveg eins og ASUS og allt hitt bara með öðruvísi límmiða, en auðvitað var hann bara að ýkja en hann sagði þetta.

En ég ákvað að taka Screenshot af skiltinu sem kemur þegar ég restarta tölvunni eftir að hún er búin að frjósa og endurræsast alveg. En hérna er það:

Sent: Þri 18. Jan 2005 12:17
af Pandemic
vinur minn lenti í þessu með vin minn hann er með abit ai7 og radeon 9600pro ég uppfærði bios og setti inn nýjustu uguru driverana ásamt nýjustu chipset og allt hefur virkar núna eins og ekkert sé.

Sent: Þri 18. Jan 2005 15:31
af Sveinn
Hvar finn ég nýjustu chipset? og uguru driverana? hvað meinaru með því?

Sent: Þri 18. Jan 2005 15:56
af Mysingur
Hvar finn ég nýjustu chipset? og uguru driverana? hvað meinaru með því?,
hér

Sent: Þri 18. Jan 2005 21:43
af Sveinn
Ég er með chipset driver 6.2.1.1001 sem ég held ég sé nýjasti, og svo er ég með BIOS driver 1.9 (uGuru driver = bjóst við því að þú værir að meina móðurborðs driver þar sem uGuru tengist móðurborði, eða ég þekki það þannig).

Samkvæmt http://www.abit.com.tw eru þetta nýjustu drivernarnir :]

Sent: Þri 18. Jan 2005 22:32
af ErectuZ
Þessi error hefur einu sinni komið upp hjá mér. En aldrei aftur. ég er að giska á að þetta hjá mér hafi verið ofhitnun eða eitthvað í þá áttina. En ég veit, við höfum farið yfir þetta áður, hitinn á kortinu þínu er fínn :wink:

En ég get ekki hjálpað þér með þetta. Ertu búinn að prufa að setja kortið í aðra vél á aðra gerð af móbói?

Sent: Þri 18. Jan 2005 22:36
af Ice master
þegar mar er að uppfæra bios og svona instlar mar bara driverin og vola eða ? ég hef aldrei gert það ádur :oops:

Sent: Mið 19. Jan 2005 07:56
af gnarr
Sveinn, ertu búinn að setja inn nýjasta biosinn?

Sent: Mið 19. Jan 2005 15:46
af Sveinn
gnarr skrifaði:Sveinn, ertu búinn að setja inn nýjasta biosinn?
Lestu póstinn og þér munið fá svar ;] ef þú lest þá stendur að ég sé búinn að því ;]

Sent: Mið 19. Jan 2005 17:13
af Sveinn
Mysingur plz check PM :]