Núna nota ég Plex mjög mikið og leyfi góðum vinum að fá aðgang.
Svo virðist sem þú getur bara selt server tölvuna þína og keyrt þetta eingöngu í cloud og það hjá Amazon Drive.
Ég er að bíða eftir og vona að fá invite í beta testið.
Hvernig fer þetta í ykkur ?
Re: Plex Cloud: No hardware, no problem!
Sent: Mán 26. Sep 2016 20:53
af AntiTrust
Þetta er rosalega sniðugt.. Þangað til þú kemst að því að þú getur ekki auðveldlega encryptað efnið þitt yfir á ACD, og ACD hefur lokað á stórnotendur með vísan í DMCA. Ég veit ekki með ykkur en það er ekki séns sem ég tæki með tugaTB'a safn af vel völdu og flokkuðu efni.
Ég skil ekki heldur með nokkru móti hvernig mánaðar/ársgjaldið/lifetime Plexpass gjaldið á svo að covera allt þetta computing power, þar sem PMSinn sjálfur verður líka hýstur hjá AWS.
Re: Plex Cloud: No hardware, no problem!
Sent: Mán 26. Sep 2016 21:03
af Andri Þór H.
Þetta er nkl það sem ég hef verið að lesa að ACD lokar á notendur.
En ætti það ekki að vera öðruvísi ef Plex sjálfir eru búnir að gera samning við Amazon ?
PMS rukkar bara Plex Pass og svo sér ACD um að rukka um cloudið sjálft. 60$ fyrir árið er ekki neitt neitt fyrir ótakmarkað pláss.
Verður allavega forvitnilegt að fylgjast með þessu