Síða 1 af 1

Vesen með PCI-E M.2 SSD

Sent: Fös 23. Sep 2016 20:05
af playman
Ég er að setja upp NAS vél sem er með 6 diskum, móðurborðið bíður uppá 6 SATA tengi og M.2 Socket, en
ef ég nota M.2 socket þá missi ég SATA5 pluggið og get bara notað 5 diska þá.
Þannig að mér var bent á að fá mér PCI-E M.2 spjald og losa þannig M.2 socketið svo að SATA5 haldist inni.
En nú er það svo að UEFI er ekki að finna spjaldið þannig að ég get ekki Bootað af því.
Var búinn að prófa það í annari vél til þess að sjá hvort að það kæmi ekki örugglega fram í Device manager, sem það gerði ekki.
Er farin að hallast af því að spjaldið sé gallað, en er ekki að tíma að láta skoða það og þurfa
síðan kanski að borga verð spjaldsins í skoðunargjald, þess vegna langar mér að sjá hvort að einhver hérna hafi lent í þessu. [-o<

Móðurborð: GA-B150M-D3H DDR3 (rev. 1.0)
SSD: Premier Pro SP900 M.2 2280 Solid State Drive
PCI-E spjald: Delock PCI Express Card > 1 x internal M.2 NVMel

Re: Vesen með PCI-E M.2 SSD

Sent: Fös 23. Sep 2016 20:11
af Njall_L
Búinn að prófa að aftengja alla diskana í NAS tölvunni, setja ADATA diskinn beint i M.2 raufina á móðurborðinu og sja hvort að hann komi fram í UEFI? Ef hann kemur fram þá myndi ég halda að PCI-E spjaldið sé í ólagi en annars diskurinn sjálfur. Passaður líka að UEFI Bios sé í nýjustu útfærslu við þetta.

Re: Vesen með PCI-E M.2 SSD

Sent: Fös 23. Sep 2016 20:29
af playman
Njall_L skrifaði:Búinn að prófa að aftengja alla diskana í NAS tölvunni, setja ADATA diskinn beint i M.2 raufina á móðurborðinu og sja hvort að hann komi fram í UEFI? Ef hann kemur fram þá myndi ég halda að PCI-E spjaldið sé í ólagi en annars diskurinn sjálfur. Passaður líka að UEFI Bios sé í nýjustu útfærslu við þetta.
Er búin að tengja hann í M.2 raufina og virkar fínt þar, það er ekki fyrr en að ég set hann í PCI-E raufina sem að hann fynst ekki.
Ég er að vísu með F5 BIOS og F6 er kominn út, en hann virðist bara hafa lagað DDR combability.
http://www.gigabyte.com/products/produc ... =5516#bios

Re: Vesen með PCI-E M.2 SSD

Sent: Fös 23. Sep 2016 20:35
af Hannesinn
playman skrifaði:Ég er að setja upp NAS vél sem er með 6 diskum, móðurborðið bíður uppá 6 SATA tengi og M.2 Socket, en
ef ég nota M.2 socket þá missi ég SATA5 pluggið og get bara notað 5 diska þá.
Þannig að mér var bent á að fá mér PCI-E M.2 spjald og losa þannig M.2 socketið svo að SATA5 haldist inni.
En nú er það svo að UEFI er ekki að finna spjaldið þannig að ég get ekki Bootað af því.
Var búinn að prófa það í annari vél til þess að sjá hvort að það kæmi ekki örugglega fram í Device manager, sem það gerði ekki.
Er farin að hallast af því að spjaldið sé gallað, en er ekki að tíma að láta skoða það og þurfa
síðan kanski að borga verð spjaldsins í skoðunargjald, þess vegna langar mér að sjá hvort að einhver hérna hafi lent í þessu. [-o<

Móðurborð: GA-B150M-D3H DDR3 (rev. 1.0)
SSD: Premier Pro SP900 M.2 2280 Solid State Drive
PCI-E spjald: Delock PCI Express Card > 1 x internal M.2 NVMel
Hvað segir event loggerinn um þetta kort? Ekkert?

Re: Vesen með PCI-E M.2 SSD

Sent: Fös 23. Sep 2016 20:42
af playman
Hannesinn skrifaði:Hvað segir event loggerinn um þetta kort? Ekkert?
hvaða partur af honum þá?

Re: Vesen með PCI-E M.2 SSD

Sent: Lau 24. Sep 2016 01:14
af playman
Búinn að uppfæra BIOSin í F6 og hann fynst ekki eftir það heldur.

Re: Vesen með PCI-E M.2 SSD

Sent: Lau 24. Sep 2016 02:53
af asgeirbjarnason
Gætir skipt um SSDinn, fengið NVMe disk í staðinn fyrir SATA. Á mínu móðurborði er hægt að nota öll 6 sata portin ef maður er með NVMe disk í M.2 raufinni.

Update: Var að tékka á leiðbeiningarbæklingnum fyrir móðurborðið þitt: nákvæmlega eins og á mínu móðurborði. Ef maður setur SSD í M.2 raufina sem talar SATA þá stelur það SATA stuðningnum frá SATA tengi 5. Ef maður hinsvegar setur SSD sem talar NVMe þá er hægt að nota öll 6 SATA tengin.

Re: Vesen með PCI-E M.2 SSD

Sent: Lau 24. Sep 2016 13:21
af kizi86
Veit ekki hvort þetta skiptir máli en i gögnum um þetta pcie spjald, þá stendur bara nvme supported, ekkert um sata. Það GÆTI verið ástæðan fyrir því að gagnageymslan sjáist ekki

Re: Vesen með PCI-E M.2 SSD

Sent: Sun 25. Sep 2016 00:04
af asgeirbjarnason
Japp, það lítur frekar mikið út fyrir að PCIe adapterinn þurfi NVMe drif. En ef þú færð þér NVMe drif þá þyrftirðu hvort sem er ekki þetta PCIe kort (því þá geturðu notað öll 6 sata portin á móðurborðinu).

Re: Vesen með PCI-E M.2 SSD

Sent: Fim 29. Sep 2016 09:23
af playman
kizi86 skrifaði:Veit ekki hvort þetta skiptir máli en i gögnum um þetta pcie spjald, þá stendur bara nvme supported, ekkert um sata. Það GÆTI verið ástæðan fyrir því að gagnageymslan sjáist ekki
NVMe er bara Non-Volatile Memory eða með öðrum orðum SSD.
https://en.wikipedia.org/wiki/NVM_Express
http://www.delock.com/produkt/89370/pdf.html?sprache=en skrifaði:The PCI Express card by Delock expands your PC by one
M.2 slot. You can connect one M.2 SSD in format 2280, 2260 and 2242.
Minn diskur er 2280 og ætti því ekki að vera vandamál, mér best vitandi.

asgeirbjarnason skrifaði:Japp, það lítur frekar mikið út fyrir að PCIe adapterinn þurfi NVMe drif. En ef þú færð þér NVMe drif þá þyrftirðu hvort sem er ekki þetta PCIe kort (því þá geturðu notað öll 6 sata portin á móðurborðinu).
Já það lítur út fyrir að vera eina og rétta leiðin, ætla að skoða það mál betur.

Re: Vesen með PCI-E M.2 SSD

Sent: Fim 29. Sep 2016 10:12
af Moldvarpan
Nú þekki ég ekki mikið inná M.2 , en eftir stutt google, þá virðist þetta vera aðeins flóknara en að stinga venjulegum SSD í samband.

Þarna er rætt aðeins um þetta, og 3 aðferðir við að setja upp stýrikerfi á þessa diska.
http://www.dell.com/support/Article/is/ ... N300820/EN

Kannski að þetta hjálpi þér eh.

Re: Vesen með PCI-E M.2 SSD

Sent: Fim 29. Sep 2016 11:04
af asgeirbjarnason
playman skrifaði:
kizi86 skrifaði:Veit ekki hvort þetta skiptir máli en i gögnum um þetta pcie spjald, þá stendur bara nvme supported, ekkert um sata. Það GÆTI verið ástæðan fyrir því að gagnageymslan sjáist ekki
NVMe er bara Non-Volatile Memory eða með öðrum orðum SSD.
https://en.wikipedia.org/wiki/NVM_Express
NVMe er ekki bara annað orð yfir SSD. NVMe er interface staðall sem segir til um hvernig tala eigi við diskinn, kemur í staðinn fyrir SATA staðalinn.