Síða 1 af 1

Hvaða leikjalyklaborð

Sent: Fim 25. Ágú 2016 22:41
af OddBall
Ég er að spá í mús og lyklaborði fyrir leiki. Leyst vel á Steelseries Sensei Raw músina vegna þrálátrar örvhentu en var að pæla í lyklaborðum fyrir ekki mikið meira en 10 þúsund í þessari umferð. Væri líka til í að vita hvort það borgar sig að panta þetta dót að utan og fá þá eitthvað aðeins betra.... hugmyndir?

Re: Hvaða leikjalyklaborð

Sent: Fim 25. Ágú 2016 23:13
af SkinkiJ
Ef þú pantar af Aliexpress skaltu lesa info fyrst til að vera viss. Ég veit um einn sem pantaði lyklaborð af Aliexpress og það var á rússnesku.

Re: Hvaða leikjalyklaborð

Sent: Fös 26. Ágú 2016 08:09
af EOS
http://att.is/product/asus-cerberus-leikjalyklabord

Tæki þetta fyrir þetta budget. Finnst þetta mjög fínt.

Re: Hvaða leikjalyklaborð

Sent: Fös 26. Ágú 2016 09:20
af Urri
EOS skrifaði:http://att.is/product/asus-cerberus-leikjalyklabord

Tæki þetta fyrir þetta budget. Finnst þetta mjög fínt.
Keypti svona handa systur syni mínum og þetta er fínt... bara update firmware á því ef það er eithvað með stæla.

Re: Hvaða leikjalyklaborð

Sent: Fös 26. Ágú 2016 10:28
af Moldvarpan
Hef verið að velta fyrir mér,, hvað er það við leikjalyklaborð sem þið eruð að sækjast eftir?
Flott ljós og útlit?

Eða er eh function sem þið eruð að leitast eftir?

Re: Hvaða leikjalyklaborð

Sent: Fös 26. Ágú 2016 10:41
af Toad
Force k7 frá gigabyte klárlega. Það er þæginlegt og er með baklysingu. Kostar 10k í tölvutek

Re: Hvaða leikjalyklaborð

Sent: Fös 26. Ágú 2016 10:49
af Jonssi89
Mæli líka með Asus Cerberus

Re: Hvaða leikjalyklaborð

Sent: Fös 26. Ágú 2016 11:09
af brynjarbergs
CoolerMaster Rapid-i er að gera góða hluti hjá mér.

Re: Hvaða leikjalyklaborð

Sent: Fös 26. Ágú 2016 21:59
af OddBall
brynjarbergs skrifaði:CoolerMaster Rapid-i er að gera góða hluti hjá mér.
Er það ekki 20 þúsund + verðflokkur?

Re: Hvaða leikjalyklaborð

Sent: Fös 26. Ágú 2016 22:10
af Njall_L
Moldvarpan skrifaði:Hef verið að velta fyrir mér,, hvað er það við leikjalyklaborð sem þið eruð að sækjast eftir?
Flott ljós og útlit?

Eða er eh function sem þið eruð að leitast eftir?
Ég persónulega mest að sækjast eftir mekanískum tökkum þar sem mér fynnst þæginlegast að skrifa á þau en er ekki mikið í leikjum. Á nokkur mekanísk lyklaborð sem að hafa öll mismunandi karakter og gefa mismunandi feedback.

Re: Hvaða leikjalyklaborð

Sent: Fös 26. Ágú 2016 23:25
af OddBall
Hefur einhver prófað Genius Manticore lyklaborðið?