Síða 1 af 1
Samsung 4K tölvuskjár
Sent: Fim 25. Ágú 2016 12:53
af svanur08
Er þessi skjár ekki málið í dag ef maður ætlar í 4K tölvuskjá?
--->
http://www.elkodutyfree.is/elko/is/voru ... etail=true
Re: Samsung 4K tölvuskjár
Sent: Fim 25. Ágú 2016 13:00
af AntiTrust
Ég átti svona í nokkra mánuði - en endaði með að fara aftur í triple monitor setup. Þessi skjár er æðislegur, en 4K upplausn á 28" þýðir að maður þarf að sitja frekar nálægt skjánum til að geta nýtt hann almennilega - og þegar maður situr það nálægt skjánum þá fann ég að ég var farinn að hreyfa hausinn of mikið.
Ég fer alveg örugglega aftur í 4K skjá en þá í bæði stærri/breiðari og curved. Mér finnst curved frekar pointless in general, nema í þessu tilfelli.
Dæmi um skjá sem ég tæki mikið frekar:
http://www.elko.is/elko/is/vorur/utsala ... E790CN.ecp
Re: Samsung 4K tölvuskjár
Sent: Fim 25. Ágú 2016 16:20
af svanur08
AntiTrust skrifaði:Ég átti svona í nokkra mánuði - en endaði með að fara aftur í triple monitor setup. Þessi skjár er æðislegur, en 4K upplausn á 28" þýðir að maður þarf að sitja frekar nálægt skjánum til að geta nýtt hann almennilega - og þegar maður situr það nálægt skjánum þá fann ég að ég var farinn að hreyfa hausinn of mikið.
Ég fer alveg örugglega aftur í 4K skjá en þá í bæði stærri/breiðari og curved. Mér finnst curved frekar pointless in general, nema í þessu tilfelli.
Dæmi um skjá sem ég tæki mikið frekar:
http://www.elko.is/elko/is/vorur/utsala ... E790CN.ecp
Er það ekki bara þannig með allt 4K, maður er kominn alltof nálægt.

Re: Samsung 4K tölvuskjár
Sent: Fim 25. Ágú 2016 16:30
af flottur
Faðu þér einn svona, ég mæli með honum.
Ég á einn sem er reyndar núna í geymslunni en ég mæli vel með þessum. Þegar ða ég spilaði GTA 5 á þessum í 4k og fór síðan í krakkatölvuna og spilaði sama leik í 1366 X 786 þá sá ég alveg gríðarlegan mun á leikjunum
Re: Samsung 4K tölvuskjár
Sent: Lau 27. Ágú 2016 07:32
af HalistaX
http://www.computer.is/is/product/skjar ... -3840x2160
Þessi frekar, verð ég að segja.
IPS vs. TN.... Það dettur allt niður á hvað þér þykir betra

Re: Samsung 4K tölvuskjár
Sent: Lau 27. Ágú 2016 13:44
af jonsig
Fyrsti og síðasti ASUS skjár sem ég eyddi í var með dauðum pixlum. Aldrei lent í því áður.
Allavegana keypti ég sjáinn af anti-trust og get ekki verið sáttari með skjá fyrir teikningar og annað slíkt. En 4k er ekki að gera sig með windows7 það veðrur allt fáránlega lítið eins og td icons þó maður hafi þau "extra" large. Þannig að maður hefur hann stilltann á 2k upplausn.
samsung bara klikkar ekki.