Síða 1 af 1
Hvaða skjá?
Sent: Lau 13. Ágú 2016 14:19
af agnarkb
Er mikið að pæla að skipta aftur yfir í borðtölvu eftir 10 ár með lappa. Komnir aftur svo margir leikir sem mig langar að prófa þannig að ég stenst eiginlega ekki mátið. Er að pæla mikið í i5+1060 (kannski 1070) combo í tölvuna fyrir leiki eins og GTA, Tomb Raider, CoD (gömlu), The Witcher og svo Civ og tengda leiki. Hvað er svona það vinsælasta í svona leiki í dag? Eitthvað á bilinu 30-50k sem passar vel við fyrrnefnda specca í leiki og svo í almenna vinnslu.
Re: Hvaða skjá?
Sent: Lau 13. Ágú 2016 15:18
af mercury
Ef menn ætla i fps leiki þa auðvitað benq 144hz skja fyrir þetta budget
Re: Hvaða skjá?
Sent: Lau 13. Ágú 2016 16:49
af agnarkb
Hef skoðað þá pínu og er freistandi. Tek samt eftir að þeir eru ekki með display port sem er pínu suck.
Re: Hvaða skjá?
Sent: Lau 13. Ágú 2016 17:54
af Hnykill
Til að nota 144Hz þarf að nota Dual-link DVI kapal.
Re: Hvaða skjá?
Sent: Lau 13. Ágú 2016 19:10
af Emarki
Display port styður 1080p 144hz.
Benq 2420z er með displayport.
Eftir að hafa keypt flottan 24" 60 hz (benq rl2455) leikjaskjá og skipt svo yfir í 144hz (benq 2411z) þá mun ég aldrei fara aftur yfir í 60 hz þetta er svo miklu betra.
Re: Hvaða skjá?
Sent: Sun 14. Ágú 2016 01:04
af HalistaX
Myndi mæla með 1440p skjá fyrir þetta kort. 1070 er einmitt tilvalið í 1440p gaming.
Að mínu mati þarftu ekki 144hz nema þú sért hardcore Counter-Strike maður eða sért að spila álíka competitive leiki.
Mér finnst 60hz alveg nóg, dugar mér allavegana, þannig að ég væri ekki að eyða auka pening í eitthvað svoleiðis hz/fps klám

Re: Hvaða skjá?
Sent: Sun 14. Ágú 2016 12:02
af agnarkb
HalistaX skrifaði:Myndi mæla með 1440p skjá fyrir þetta kort. 1070 er einmitt tilvalið í 1440p gaming.
Að mínu mati þarftu ekki 144hz nema þú sért hardcore Counter-Strike maður eða sért að spila álíka competitive leiki.
Mér finnst 60hz alveg nóg, dugar mér allavegana, þannig að ég væri ekki að eyða auka pening í eitthvað svoleiðis hz/fps klám

1440 eru bara of dýrir og ekkert víst að ég fari í 1070 heldur, nema að ég taki kannski i7 með í staðinn fyrir i5.
Hef engann áhuga á CS eða þess háttar keppnis leikjum en ég er að skoða 144hz til þess að sleppa við screen tear og annað þess háttar, leiðinlegt að vera með high end búnað og hafa skjáin sem bottleneck.
Re: Hvaða skjá?
Sent: Sun 14. Ágú 2016 12:35
af Emarki
Benq 2411z er ódýrasti 144hz skjárinn, fyrir 1080p, kostar 49.990kr.. Enn hann er ekki með displayport, heldur dvi-d.
Snúran ætti samt ekkert að skipta máli heldur það sem þú ætlar að nota hann í.
Ég mældi með þessum skjá fyrir kunningja, enn hann endaði að kaupa dýrari skjá "bara af því hann var með displayport" ég skil ekki hvaða snúrudæmi þetta er fyrir sama notagildi. Þá er ég að meina 1080p 144hz.
Ef menn vilja hærri upplausn, þá þarftu displayport.
Svo er displayport ekki "bara" displayport heldur kynslóðabundið líka, t.d. Displayport 1.1 Displayport 1.2(ídag) Displayport 1.3(væntanlegt)
Re: Hvaða skjá?
Sent: Sun 14. Ágú 2016 13:57
af Viggi
Kóreuskjáirnir líka í boði. Er sjálfur á leiðinni að fá mér crossover
http://m.ebay.co.uk/itm/CrossOver-2795Q ... Ciid%253A2
Hægt að tjúna hann upp í 100-110 hz sem er meira en nóg í non keppnis fps leikina
Re: Hvaða skjá?
Sent: Sun 14. Ágú 2016 21:18
af agnarkb
Einhver reynsla með þessa AOC skjái sem Elko er að selja?
Re: Hvaða skjá?
Sent: Sun 14. Ágú 2016 21:21
af EOS
Re: Hvaða skjá?
Sent: Sun 14. Ágú 2016 23:36
af agnarkb
Er Freesync að virka með nVidia korti? Hef ekki kynnt mér það að ráði
Re: Hvaða skjá?
Sent: Mán 15. Ágú 2016 07:46
af I-JohnMatrix-I
agnarkb skrifaði:
Er Freesync að virka með nVidia korti? Hef ekki kynnt mér það að ráði
Nei Freesync virkar bara með AMD, Nvidia notar G-sync.

Re: Hvaða skjá?
Sent: Mán 15. Ágú 2016 07:50
af EOS
^það sem hann sagði
