Á einhver Philips HTL6145c 2.1 soundbar heimabíókerfi?

Svara

Höfundur
k0fuz
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Sun 05. Jún 2005 20:06
Staðsetning: RVK
Staða: Ótengdur

Á einhver Philips HTL6145c 2.1 soundbar heimabíókerfi?

Póstur af k0fuz »

Kvöldið vaktarar,

Mig langaði bara að forvitnast um hvort einhver ætti Philips HTL6145c 2.1 soundbar heimabíókerfi? Ég hef nefnilega verið að lenda í því frá því ég fékk kerfið í janúar að bassinn dettur út oft í svona 1-2 sekúndur sem er eins og gefur að skilja mjög pirrandi :evil: en ég sendi þetta til baka aftur í elko og bíð núna eftir staðfestingu á þessum galla. Þegar ég reyni að googla þetta vandamál þá virðist það ekki vera þekkt þannig að ég vildi athuga hvort einhver ætti svona kerfi og væri annaðhvort líka að lenda í þessu eða bara alls ekki :? ?
Last edited by k0fuz on Lau 20. Ágú 2016 12:36, edited 1 time in total.
ASRock Z390 Phantom Gaming 4S | Intel i5 9600KF @ 4.6GHz | Noctua NH-D14 | ASUS ROG STRIX GeForce GTX1070 8GB OC | 2x8GB Corsair Vengeance LPX 3200MHz | 240GB Corsair MP510 NVMe & 250GB Samsung 850 EVO SSD | 2TB & 3TB Seagate | Philips 24" 242G 144Hz | 650W Corsair RM650x PSU.
Skjámynd

svanur08
Vaktari
Póstar: 2398
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Staða: Ótengdur

Re: Á einhver Philips HTL6145c 2.1 soundbar heimabíókerfi?

Póstur af svanur08 »

Er ákkurat eins með sound-ið í philips sjónvarpi sem ég á, kemur ekkert á óvart philips er drasl merki að mínu mati.
Sjónvarp: Samsung UE49KS8005TXXE Blu-ray spilari: Samsung UBD-K8500XE Magnari: Onkyo TX-NR515 Hátalarar: Jamo S 626 HCS Bassabox: Jamo J 12 SUB Hljóðkerfi: 5.1

Sjónvarp: Samsung UE32K5105AKXXE Blu-ray spilari: Samsung BD-J4500RXE

Höfundur
k0fuz
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Sun 05. Jún 2005 20:06
Staðsetning: RVK
Staða: Ótengdur

Re: Á einhver Philips HTL6145c 2.1 soundbar heimabíókerfi?

Póstur af k0fuz »

Er enginn sem á svona hljóðstöng? :O
ASRock Z390 Phantom Gaming 4S | Intel i5 9600KF @ 4.6GHz | Noctua NH-D14 | ASUS ROG STRIX GeForce GTX1070 8GB OC | 2x8GB Corsair Vengeance LPX 3200MHz | 240GB Corsair MP510 NVMe & 250GB Samsung 850 EVO SSD | 2TB & 3TB Seagate | Philips 24" 242G 144Hz | 650W Corsair RM650x PSU.
Skjámynd

methylman
vélbúnaðarpervert
Póstar: 901
Skráði sig: Fim 13. Mar 2008 00:39
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Á einhver Philips HTL6145c 2.1 soundbar heimabíókerfi?

Póstur af methylman »

Éger með minni gerð HTL3140B[ og er hundfúll yfir því þetta átti að "vakna" á HDMI tenginu en gerir það ekki og er alveg uþb 30 sec að ræsa sig upp, hef ekki góða reynslu af þessu. Þó hljómgæðin séu ágæt viðað við verð kannski
http://www.usa.philips.com/c-p/HTL3140B ... ar-speaker
Ekki treysta því að fólk skilji þig þó að það setji upp gáfulegan svip og segji já.
Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2082
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Á einhver Philips HTL6145c 2.1 soundbar heimabíókerfi?

Póstur af DJOli »

Lausnin er mjög einföld. Ekki versla Philips raftæki.
Árið 2011 keypti ég 40" Philips sjónvarp, en ég notaði alltaf "svæfistillingu" á því, sem virkaði þannig að það slökkti á sér ef hvorki var hækkað né lækkað í sirka 4 tíma. Eftir tæpt ár festist niðurtalningaglugginn í bakgrunninum, en ég varð hans lítið var við almenna notkun. Ég hefði skilað tækinu inn vegna ábyrgðar ef það hefði ekki verið eyðilagt fyrir mér.

Árið 2012 keypti ég 1stk 23,6" Philips Blade IPS skjá sem var í nákvæmlega sama stíl og sjónvarpið. Eftir tæpt ár kom græn lína sirka 5cm frá hægri endanum, en það voru s.s. ónýtir pixlar. Skjánum var skipt út fyrir annan nákvæmlega eins skv. ábyrgð.
Árið 2014 uppfærði ég tölvuna mína og keypti mér annann *identical* 23,6" Philips Blade IPS skjá. Hann hefur verið til vandræða á þann hátt að power ljósið blikkar óreglulega í tíma og ótíma, en þó ekki stöðugt. Ég hef sent hann í viðgerð skv. ábyrgð, en vandamálið var ekki leyst.
Í September/Október 2015 keypti ég mér 58" Philips 4k sjónvarp. Ég er búinn að vera óánægður með tækið síðan ég byrjaði að nota það vegna þess að það skiptir ekki máli hvað source-ið er, það er 50ms lagg á sjónvarpinu í 1920x1080, og 400ms í 4k. Ég á eftir að skila því nú í ár þegar ég loksins nenni að pakka og skila þessu flykki.
i7-10700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|
Skjámynd

HalistaX
Vaktari
Póstar: 2455
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Á einhver Philips HTL6145c 2.1 soundbar heimabíókerfi?

Póstur af HalistaX »

Maður segir alltaf að Philips sé eina merkið sem eitthvað sé varið í en í dag er það bara einfalslega rangt. Þeir áttu þennan titil kannski skilið þegar túbusjónvörpin voru hvað hæsti punktur afþreyingar tækninnar, en ekki í dag.

Mamma keypti einhvern random flatskjá, HD Ready flatskjá, 32", fyrir hátt í 10 árum síðan. Það fyrsta sem hann gerði, kominn uppúr kassanum, var að drepa pixil.

Núna get ég bara ekki horft á sjónvarpið hérna heima því þessi litli dauði pixill lítur út eins og heill örbylgjuofn sé fyrir myndinni á sjónvarpinu í mínum augum. Viðbjóður. Svona lagað ætti að vera inní ábyrgðinni.

Maður þarf að hætta þessum Philips elítisma og sætta sig við það að flatskjáirnir og restin af stöffinu sem þeir búa til eru bara ekki eins gott stöff og túburnar voru í gamla daga.

Hef heyrt sem og lesið góða hluti um Sharp, LG, Sony og Definitive Technology í Soundbar leiknum. En þá erum við aldrei í sama verðflokknum, nota bene.
Loksins edrú og aldrei í mínu fullorðins lífi liðið betur né liðið jafn mikið eins og manneskju. Nú byrjar restin af lífinu.

Höfundur
k0fuz
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Sun 05. Jún 2005 20:06
Staðsetning: RVK
Staða: Ótengdur

Re: Á einhver Philips HTL6145c 2.1 soundbar heimabíókerfi?

Póstur af k0fuz »

Ég einmitt keypti þetta hljóðkerfi því ég á 42" sjónvarp sem hefur reynst mér vel í fjölda ára og einnig á ég 24" 144hz skjá frá þeim sem ég fýla vel og svo á ég philips blandara sem hefur lifað í óra langan tíma, 10 ár eða meira. Þannig að mín reynsla hingað til af philips var bara góð. En við skulum vinsamlegast halda okkur on topic á upprunalega málefninu í stað þess að telja upp öll þau skipti sem philips hefur failað :D

Ég vildi bara vita hvort þetta ákveðna módel af heimabíó hafi verið að klikka hjá fleirum eða ekki.
ASRock Z390 Phantom Gaming 4S | Intel i5 9600KF @ 4.6GHz | Noctua NH-D14 | ASUS ROG STRIX GeForce GTX1070 8GB OC | 2x8GB Corsair Vengeance LPX 3200MHz | 240GB Corsair MP510 NVMe & 250GB Samsung 850 EVO SSD | 2TB & 3TB Seagate | Philips 24" 242G 144Hz | 650W Corsair RM650x PSU.
Svara