Moldvarpan skrifaði:Já, ég tók þessu nú ekkert nærri mér.
En fyrir mann, bara með eina tölvu og hún er biluð, ef hann ætlar að bilanagreina hana sjálfur, þá þarf viðkomandi að vera duglegur að reyna útiloka allt.
Það fyrsta sem maður gerir er að taka allt overclock af, útiloka að það sé að hafa áhrif.
Athuga hvort hitinn sé réttur á íhlutum með forriti, eins og Speedfan.
Ef tölvan er með fleira en eitt skjákort, og fleira en einn minniskubb, að þá purfa allt.
Prófa að taka eitt skjákortið úr, ef það er ekki það, þá setja það aftur í og taka hitt úr.
Prófa að keyra þetta á einum minniskubb.
Svo veit ég ekki hvort þú hafir útilokað allt software tengt með nýju installi af windows, fer eftir því hvernig þú gerðir það.
Annars, ef þér finnst þetta of snúið að standa í svona, þá er bara um að gera að setja hana á verkstæði. Það er ekki fyrir alla að standa í þessu.
Fjúff, það var nú gott. Leið ekkert sérlega vel með þetta svar mitt. Fullt af skætingi og viðbjóði.
En já, útilokunar aðferðin bara. Er annars í henni núna og hún er til friðs. Það gæti náttúrulega verið að yfirklukkið hafi bara verið of hátt. Það var í 4,59GHz sem er eiginlega 4,6GHz. Hef ekki heyrt um að 3570k fari svo hátt nema við mikinn og leiðinlegann hita.
Það skrítna er að ég valdi bara 45 í BIOS þegar ég var að fikta eitthvað og það fór bara í 4,59GHz. Voltage var minnir mig 1,420. Þetta yfirklukk er ekki fyrir neina nýgræðinga held ég. Ekki mig allavegana. Þá allavegana ekki farandi svona hátt. Ég reyni á þetta síðar bara.
Í stress testinu með IntelBurnTest forritinu, því ég nenni ekki að bíða í marga klukkutíma með Prime 95, þá var hitinn að fara yfir 100°C.
Það er víst aldrei gott að sjá svoleiðis tölur.
Annars, ef hún heldur þessu áfram, þá ætla ég bara með hana á verkstæði eftir mánaðarmót. Á engann pening eins og er, allavegana ekki til þess að spreða í eitthvað svona.
Ég held að ég sé búinn að reyna allt í mínu valdi. Allt sem ég hef tök á að gera. Og fyrst það tók mig marga mánuði að vinna upp sjálfstraustið til þess að snerta skjákortin, þá held ég að það sé langur tími þangað til ég fer að fikta í einhverju öðru tengdu tölvuni minni.
Annars setti ég bara upp fyrst þessi helstu forrit, á meðan Windows'ið var fresh. CPU-Z, Speccy, Intel Processor Identification Utility,
CCleaner, Fraps og svo ExpressVPN.
Það var svo ekki fyrr en um leið og ég ætlaði að leika mér í einhverjum leikjum þegar ég komst að því að Just Cause 3 styður ekki Steam Cloud sem ég var að treysta á í sambandi við tölvuleikja save-games og krassaði hún svo um leið og ég hætti í Just Cause 3 í þriðja skiptið því ég nennti ekki að vinna allt helvítis draslið uppá nýtt. Þetta var s.s. allt í lagi þangað til ég instalaði driver'unum fyrir skjákortin.
Þannig að krassið þegar ég var með bæði kortin í gæti hafa verið útaf því að annað kortið er einfaldlega bilað/ónýtt á meðan krassið þegar ég ætlaði í Fallout 4 með einungis Gigabyte kortinu gæti hafa verið annað hvort það að það sé kortið sem er bilað eða örgjörvinn hafi bara ofhitnað, klukkaður svona líka hátt.
Finnst einhvern veginn eins og þessi fancy vökvakæling sé ekki alveg að vinna fyrir kaupinu sínu. En það er önnur saga. Ég læt þá bara skipta um kælikrem og svona á verkstæðinu eftir 20 daga.
Takk kærlega fyrir þessa ábendingu, elsku Moldvarpa, og afsakaðu aftur skætinginn.
