Síða 1 af 1

Vodafone - kvabb.

Sent: Þri 26. Júl 2016 12:15
af valdij
Varð að henda í póst þar sem ég hef sennilega aldrei lent í annari eins þjónustu er varðar nokkurn hlut.

Ég uppfærði hjá mér tenginguna hjá Vodafone fyrir 2+ mánuðum í 500/500. Þegar ég gerði það ákvað ég í í leiðinni að færa mig úr 250gb pakkanum sem ég var í (sem þeir bjóða ekki lengur upp á) og í 300gb pakkann sem kostar það sama. Fyrst myndi maður kannski halda þeir myndu uppfæra sjálfkrafa þá sem væru í 250gb pakkanum í nýja 300gb pakkann en svo er ekki

Sá sem ég tala við í símann hjá Vodafone þegar allt er klappað og klárt Gagnveitu meginn uppfærir tenginguna mína í 500/500 og segist breyta áskriftinni minni í 300gb pakkann og það taki gildi strax. Frábært, þetta gekk vel fyrir sig.

Mánuði seinna fæ ég tölvupóst frá Vodafone:
Við viljum góðfúslega benda á að nú styttist í að erlenda niðurhalið (250 GB á mánuði) sem innifalið er í þinni netáskrift klárist."

Ég endaði á að fara yfir gagnamagnið og borga aukalega fyrir 40gb sem bætist sjálfkrafa við.

Skrýtið hugsa ég - greinilega gleymst að uppfæra hjá mér gagnamagnspakkann. Ég hringi því og læt vita af þessu og óska í 2. skipti eftir uppfærslu á tengingunni í 300gb pakkann. Nennti ekki að þrasa um endurgreiðslu eða álíka yfir að hafa verið enn í 250gb pakkanum og farið yfir það og hugsa bara þetta sé klappað og klárt núna.

Allt kemur fyrir ekki, ég fæ tölvupóst núna fyrir nokkrum dögum:
"Við viljum góðfúslega benda á að nú styttist í að erlenda niðurhalið (250 GB á mánuði) sem innifalið er í þinni netáskrift klárist."

Nei. Hættu nú alveg.. Tvígang búinn að óska eftir breytingu á pakkanum og þeir eru ekki enn búnir að ganga frá þessu?

Í staðinn fyrir að hringja í 3. skiptið og óska eftir sama hlutnum og leiðréttingu á mistökum þeirra ákveð ég núna að senda tölvupóst til þeirra (frá því póstfangi sem skráð er fyrir tengingunni) til að fá þetta núna skriflegt að ég væri að óska eftir breytingu, og fá staðfestingu frá þeim þetta væri frágengið.

Ég hef oft áður notað tölvupóstinn til að hafa samband við þá er varðar breytingar á þjónustuleið og hefur það verið ekkert mál - enda eins og ég segi er þetta það tölvupóstfang sem skráð er fyrir þjónustuleiðinni.
Þessar upplýsingar, þ.e. að það sé hægt að senda þeim tölvupóst með breytingar á þjónustleið hef ég beint frá Vodafone sem sagði mér fyrir löngu síðan að það væri hægt að senda þeim póst ef pósturinn kæmi frá því netfangi sem þjónustuleiði væri skráð á.

Engin svör berast, og ég fæ tölvupóst um að ég sé kominn yfir 250gb pakkann og borgi því aukalega fyrir 40gb sem bætist sjálfkrafa við. Andskotinn hugsa ég. Aftur verið að rukka mig fyrir auka gagnamagn v/ mistaka þeirra að verða ekki við beiðnum á uppfærslu á þjónustuleið.

Loksins fæ ég svar frá Vodafone sem er ein setning:
"Vinsamlegast fáðu þann sem er skráður fyrir tengingunni til að hafa samband við okkur"

Ég svara því strax og læt vita að þetta sé það tölvupóstfang sem skráð er fyrir tengingunni, búið sé að hafa samband við þá í tvígang símleiðis að óska eftir þessari leiðréttingu sem ekki enn hafi verið gert og er það því gert núna í gegnum tölvupóst, frá netfangi sem skráð er fyrir þjónustuleið. Til þess að hafa þetta skriflegt svo það þurfi ekki að hafa samband við þá í fjórða skiptið yfir sama hlutnum og leiðréttingu á mistökum þeirra. Sem og fyrirspurn er varðar þá endurgreiðslu á amk þessari seinni rukkun á umframgagnamagni sem er verið að rukka fyrir þar sem ekki enn er búið að breyta þjónustuleiðinni hja okkur.

Degi seinna fæ ég loksins svar;
"Í þessum tölvupósti er viðhengi fyrir umboð vegna fjarskipta þjónustu - láttu þann sem er skráður fyrir tenginguna fylla þetta út og komdu því til okkar"

Og ekkert meir. Engin svör um afhverju það dugi allt í einu ekki lengur að senda beiðnir um breytingu á þjónustuleiðum í gegnum skráð tölvupóstfang eða neitt. Ekkert um hvort/hvernig þau ætla laga þetta eða hvort þau taki rukkunina um umframgagnamagn til baka.

Þannig fyrir mistök þeirra sit ég núna uppi með að:
- Tvígang ofrukkaður þrátt fyrir tvær símhringingar og núna þrjá tölvupósta að óska yfir að láta breyta þjónustuleið. Fara úr gagnamagnspakka sem þeir bjóða ekki lengur upp á og í nýja pakkann þeirra.
- Fylgja ekki lengur sínum eigin verkreglum með að þú getir óskað eftir breytingum á þjónustuleiðum í gegnum tölvupóst ef beiðnin kemur frá því póstfangi sem skráð er á tenginguna
- Enga afsökunarbeiðni, ekkert gert til að laga þetta, ekkert nema eins setninga svör að reyna flækja þetta eins og um getur.
- Ef þeir ætla halda fast við að þeir hafi breytt þessu hjá sér með tölvupóst og breytingu á þjónustuleið að þurfa að senda beiðnina út til föður míns (skráður rétthafi tengingar) sem ég sé um fjarskipta málin fyrir og hef gert árum saman. Hann að kvitta undir undir, láta tvo votta umboðið, skanna það og senda mér í sumarfríi og ég að koma því til Vodafone.

Allt til að láta leiðrétta þeirra mistök sem hefur nú í þrígang óskað eftir breytingu á. Hvers á maður að gjalda peningalega, tímalega og andlega fyrir mistök hjá þeim sem er verið að reyna fá leiðrétt trekk, í trekk og í trekk.

Starfandi í þjónustustarfi til fjölda margra ára veit ég að mistök gerast og er ekkert við því að gera - en það sem skiptir öllu máli er hvernig leyst er úr mistökunum og ég held ég hafi bara aldrei séð verri úrlausn mistaka en þetta í nokkru.

Afsaka wall of text - þurfti bara að pústa þessu frá mér og segja frá minni reynslu við Vodafone.

/End of rant.

Re: Vodafone - kvabb.

Sent: Þri 26. Júl 2016 12:28
af urban
Það sem að þú átt að gera er að segja upp áskriftinni.

Það er það sem að þeir fatta, ekki það að kvarta í þeim.

Um leið og þú segir upp áksriftinni þá vilja þeir allt fyrir þig gera. (ef að þeir gera eitthvað á annað borð það er að segja)

Re: Vodafone - kvabb.

Sent: Þri 26. Júl 2016 12:29
af arons4
Lennti einusinni í því þegar ég fékk ljósleiðarann þegar ég var í bænum að það gleymdist að klára dæmið, þó ég hafi verið kominn með nettengingu. Fékk engann reikning í rúmt hálft ár þegar ég hringi og ætla að breyta áskriftaleiðinni þegar þau tóku eftir þessu, endaði ekki á að þurfa borga neitt aftur í tímann.

Re: Vodafone - kvabb.

Sent: Þri 26. Júl 2016 12:38
af Televisionary
Ég lenti í þessu sama, stækkaði í ótakmarkað niðurhal í byrjun maí og einhverra hluta vegna hafði ég verið uppfærður en svo færður til baka. Kíkti svo á mínar síður þegar netið var orðið ógurlega hægt hérna og þá hafði ég ekki verið fluttur rétt á milli áskriftarleiða. Þetta var á föstudaginn sem ég hringdi í þá. Þeir björguðu þessu hratt og örugglega en hvað olli því að "provisioning" á aðgangnum mínum feilaði svona illilega veit ég ekki.

Re: Vodafone - kvabb.

Sent: Þri 26. Júl 2016 13:36
af worghal
Ég væri löngu farinn eitthvað annað. Er hæst ánægður með þá þjónustu sem ég hef fengið hjá hringdu.

Re: Vodafone - kvabb.

Sent: Þri 26. Júl 2016 14:39
af Heliowin
valdij skrifaði: Afsaka wall of text - þurfti bara að pústa þessu frá mér og segja frá minni reynslu við Vodafone.

/End of rant.
Það kemur ekki fram fyrr en frekar seint í innlegginu að þú sjálfur sért ekki rétthafi tengingarinnar sem þú virðist hafa afnot af, heldur faðir þinn. Það hefði ef til vill verið betra að þetta atriði hefði komið ofarlega fram í innlegginu, þannig að það væri hægt að ganga líka út frá þessu atriði til að byrja með.

En þetta er sjálfsagt bara ég, frekar langur texti og ég farinn að gera mér hugmyndir þangað til þú segir þetta.

Ég er ekki að segja með þessu að þetta atriði afsaki þessa afgreiðslu á málinu og biðst ég annars velvirðingar.

Re: Vodafone - kvabb.

Sent: Þri 26. Júl 2016 14:44
af valdij
Ég er ekki rétthafin, en samskiptin við Vodafone (sérstaklega í gegnum tölvupóst) er tölvupósturinn minn sem er skráður undir kt. rétthafa.

Ákvað að grafa upp eldri tölvupóst til Vodafone varðandi breytingu á þjónustuleið og fann þetta svar frá þeim

"Sé að þetta netfang er skráð undir kennitöluna hjá rétthafa svo ég get pantað þetta fyrir þig."

Nema núna, þegar ég er að óska eftir í 3. sinn að mistök þeirra eru leiðrétt (frá sama tölvupóstfangi og er enn skráð undir kt. rétthafa) þá allt í einu er ekkert hægt að gera nema verða mér úti um umboð til fá einhver svör frá þeim. Þeir eru á skjön við sjálfa sig og sínar eigin reglur.

Re: Vodafone - kvabb.

Sent: Þri 26. Júl 2016 14:55
af Heliowin
Mér finnst mjög mikilvægt að fyrirtæki hafi þetta á hreinu frammi fyrir þeim sem þau veita þjónustu svo þetta verði ekki einhver hringavitleysa ef það er ekki rétt staðið að málum og viðskiptavinurinn verði látin líða fyrir það.

Re: Vodafone - kvabb.

Sent: Þri 26. Júl 2016 16:20
af brain
Fyrir nokkrum árum lenti sonur minn í spipuðu máli, hjá Símanum. Móðir hans var skráð fyrir tenginguni.
Hann býr á Siglufirði, og sá að Síminn bauð betri pakka fyrir eiginlega sama verð, sendi tölvupóst og fékk sama svar,
að rétthafi verði að biðja um breytingar á áskrift.
Þegar hann spurði af hverju, hann væri að senda frá skráðu tölvuóstfangi, þá var svarið að ef rétthafi sé ekki sá sem biðji um breytinguna, þá seinna geti fyrirtækið verið krafið um endurgreiðslu vegan þess að annar gerði breytinguna.
Þetta hafi komið fyrir og þess vegna sé þetta svona.

Re: Vodafone - kvabb.

Sent: Þri 26. Júl 2016 20:04
af valdij
Já góð og gild skýring - fékk hinsvegar enga útskýringu frá þeim. Sérstaklega þar sem ég hef áður getað notað tölvupóstinn.

En þetta ætlar bara að verða verra og verra. Veit ekki hvort ég eigi að hlæja eða gráta.

Ákvað að prófa hringja í þjónustuverið þeirra upp á að reyna fá samband við yfirmann þjónustversins eða tölvupóst hjá honum en það er hvorugt hægt að gera. Sá sem ég talaði við (og var reyndar mjög almennilegur) tók niður upplýsingar um málið og gerir "yfirmannabeiðni" sem hann kemur svo áfram og maður bíður þá spakur eftir símtali sem vonandi kemur þá á morgun.

Toppurinn er hinsvegar þegar ég opna heimabankann minn rétt í þessu og sé þeir eru búnir að breyta um greiðanda á þjónustuleiðinni. Faðir minn er og hefur alltaf verið greiðandinn (búin að vera hjá Vodafone í þó nokkuð mörg ár) en ég opna heimabankann minn núna, og sé þeir eru búnir að setja inn kröfu á heimabankann hjá mér fyrir þjónustuleiðinni. Bara til að gera þetta skemmtilegra þá er eindaginn að sjálfsögðu í dag líka.

Þannig þetta fer úr því að ég sé að hafa samband við þá í 3. sinn til að láta leiðrétta sömu mistök í að það er búið að skipta um greiðanda upp úr þurru, kominn greiðsluseðill inn á heimabankann minn með eindaga í dag, og ekki enn búið að leiðrétta mistökin.

Gott þeir höfðu samt tíma til að skipta um greiðanda og útbúa til greiðsluseðil uppúr þurru (með eindaga samdægurs) - en ekki lagfæra mistökin þeirra (sem er verið að ýta á eftir í 3. sinn) sem þetta snérist allt um.

Ég hef aldrei séð eða vitað af öðru eins.

Re: Vodafone - kvabb.

Sent: Þri 26. Júl 2016 21:32
af GuðjónR
Ekki láta bjóða þér svona rugl, það hefur komið fram svona skrílljón sinnum gegnum tíðina að stóru fjarskiptafyrirtækjunum er skítsama um viðskiptavini sína.
Snúðu þér að þeim minni, þau eru þau einu sem stunda alvöru semkeppni og þar færðu alvöru og persónulega þjónustu.
Sjálfur hef ég góða reynslu af Hringdu.is
Eitt símtal og málið er dautt.

Re: Vodafone - kvabb.

Sent: Mið 27. Júl 2016 07:50
af Urri
Eitt það besta fyrirtæki sem ég hef haft í viðskiptum við er hringiðjan á sínum tíma. en þetta blessaða crappofone er hrillingur.

Re: Vodafone - kvabb.

Sent: Fim 28. Júl 2016 07:16
af Dagur
Ég mæli með netspjallinu. Allt skriflegt og þú getur fengið afrit af samskiptunum í tölvupósti

Re: Vodafone - kvabb.

Sent: Fim 28. Júl 2016 09:45
af einarhr
Televisionary skrifaði:Ég lenti í þessu sama, stækkaði í ótakmarkað niðurhal í byrjun maí og einhverra hluta vegna hafði ég verið uppfærður en svo færður til baka. Kíkti svo á mínar síður þegar netið var orðið ógurlega hægt hérna og þá hafði ég ekki verið fluttur rétt á milli áskriftarleiða. Þetta var á föstudaginn sem ég hringdi í þá. Þeir björguðu þessu hratt og örugglega en hvað olli því að "provisioning" á aðgangnum mínum feilaði svona illilega veit ég ekki.

Ég var að uppfæra úr 100/100 í 500/500 ótakmarkað. Ég lagði inn pöntun 1 júní 2016 en skv reglum Vodafone þá þarf að breyta gagnamagni fyrir mánaðarmót. Þar sem ég gerði þetta 1 degi of seint þá átti ekki að uppfæra gagnamagn fyrir en 1 júlí.

Ég hrindi inn og sagðist ekki vera sáttur en daman í þjónustuverinu sagðist ekkert geta gert, ég bað hana þá um að draga til baka breytingar á áskriftinni hjá mér ásamt því að segja upp þjónustinni. Eftir 15 sek umhugsunarfrest sagði þessi ágæta dama að það væri búið að redda þessu :happy

Af gefni reynslu með Vodafona þá er númer 1 að gefast ekki upp og ýta endalaust á eftir þeim.

Ég er annars mjög sáttur við nettenginguna hjá Vodafone og hefur ekkert vandamál verið síðustu 3 árin sem ég hef verið í þessari íbúð. Annað er hægt að segja um sjónvarpsþjónustu Vodafone ](*,)


Mynd

Re: Vodafone - kvabb.

Sent: Fim 28. Júl 2016 16:03
af valdij
The never ending story.

Ekki enn heyrt frá yfirmanni í gegnum þessa yfirmannabeiðni sem átti að gerast samdægurs eða morguninn eftir (í fyrradag eða í gær) og var ekkert búinn að heyra í dag heldur.

Hringi því aftur núna og byrja þysja upp málið aðeins aftur. Sá sem ég tala við í þjónustuverinu verður virkilega hissa.

"En það er búið að loka beiðninni þinni, xxxx yfirmaður skrifaði að hafa hringt í þig í gær, talaðirðu ekki við xxxx í gær?"

Nei.

"Jú - hún hringdi í númerið xxx-xxx og að málið væri frágengið"

Þetta er farsímanúmer sem ég hef aldrei heyrt áður, og enginn í fjölskyldunni er með þannig ég veit ekki við hvern þið voruð að tala.

.... Held ég gæti ekki einu sinni skáldað svona slæma reynslu af þjónustufyrirtæki.

Núna tvö símtöl í vikunni og 2 áður, fjórir tölvupóstar, tvær rukkanir, alltof mikill tími (og peningur), og orka farið í að reyna leiðrétta í þriðja sinn sömu mistökin hjá þeim. Og hér sit ég enn að bíða eftir einhverjum svörum, hringingum eða úrlausn á þessu.

[Conclusion edit]
Yfirmaðurinn hringdi loksins í rétt númer og heyrði í mér.

Var eiginlega hálf orðlaus yfir hvernig allt sem getur klúðrast hjá þeim, klúðraðist og það af stærstum hluta á nokkrum dögum. Baðst auðvitað ítrekað afsökunar á því.

Varðandi reikningamálin með að ég fékk allt í einu greiðsluseðil fyrir því sem hefði verið á greiðslukorti til margra ára sagði hún þetta hefði gerst fyrir í kringum 30 viðskiptavini sem ekki náðist að bóka greiðslurnar á tíma eða álíka og því sendur óvart greiðsluseðill. Ætlaði að lagfæra það í sambandi við reikningadeild.

Sagði að sá sem tók niður yfirmannabeiðnina hefur sennilega slegið saman númerum þegar var verið að gera tvær yfirmannabeiðnir á sama tíma. Málin hefðu líka verið svipuð og því haldið að það væri verið að tala við réttan aðila þegar það var hringt í vitlaust númer. (Hefði þó samt ekki hún samt átt að hringja í mig varðandi málið hans ef númerunum var slegið saman? Maður spyr sig)

Ætlaði að tala við starfsmanninn sem sendi mér þessu ansi þurru-tölvupósta með engum svörum eða neinu. Hún hefði jafnframt átt að leysa málið þegar er verið að óska eftir leiðréttingu á mistökum og það í þriðja sinn.

Spurði mig hvort/hvernig þau gætu leiðrétt þetta allt saman. Ég sagðist réttilega hafa bara aldrei lent í jafn vondri þjónustu á ævi minni og gæti því ekki gert mér í hugarlund hvað væri hægt að segja eða biðja um. En bauðst amk til að fella niður gjöldin fyrir þennan og næsta mánuð sem ég auðvitað þáði. Lét hana þó vita að það væri ekki líklegt að fjölskyldan eins og hun leggur sig myndi halda áfram að vera með þjónustuna okkar þarna sem hún skildi mæta vel.

Þar með ætti þessu (vonandi) að vera lokið. Ætlaði að heyra í mér aftur á morgun til að staðfesta það væri búið að lagfæra þetta allt. Fella niður greiðsluseðil og uppfæra þjónustuleiðina (sem var upprunalega óskin mín, í þriðja sinn).