Síða 1 af 1

Moore's law no moore??

Sent: Sun 24. Júl 2016 02:27
af appel
Er að pæla í að endurnýja tölvuna og ákvað að bera saman núverandi örgjörva við þennan sem ég er að pæla í:
http://cpu.userbenchmark.com/Compare/In ... /3513vs620

Hraðaaukningin er aðeins 12% frá gamla örgjörvanum, sem er 4,5 ára gamall.
Í raun skv. Moore's law ætti nýji örgjörvinn að vera 400% hraðari.

Intel segir að Moore's law sé dautt.

Til hvers er maður að uppfæra þá?

Re: Moore's law no moore??

Sent: Sun 24. Júl 2016 03:10
af DaRKSTaR
bara peningasóun :)

Re: Moore's law no moore??

Sent: Sun 24. Júl 2016 06:33
af slapi
Var ekki Moore's law meira útá tvöföldun af transistorum í örgjörva á tveggja ára fresti?


Annars er ekki svolítið ósanngjarnt að bera 4/4 örgjörva á móti 4/8.
Ef það ætti að velja örgjörva sem kemur beint í staðinn fyrir i7 2600 ætti það að vera i7 6700
http://cpu.userbenchmark.com/Compare/In ... /3515vs620

Síðan að færa sig yfir á nýrra platform er ekkert alltaf bara örgjörva uppfærslan sjálf þó það spili inní.
Hitinn er miklu minni frá þýja kubbnum , 65W-95W, DDR4, PCIe 2.0-3.0 (risa stökk), NVME stuðningur, og maður gæti talið bara endalaust áfram í raun.

Re: Moore's law no moore??

Sent: Sun 24. Júl 2016 06:45
af appel
slapi skrifaði:Var ekki Moore's law meira útá tvöföldun af transistorum í örgjörva á tveggja ára fresti?


Annars er ekki svolítið ósanngjarnt að bera 4/4 örgjörva á móti 4/8.
Ef það ætti að velja örgjörva sem kemur beint í staðinn fyrir i7 2600 ætti það að vera i7 6700
http://cpu.userbenchmark.com/Compare/In ... /3515vs620

Síðan að færa sig yfir á nýrra platform er ekkert alltaf bara örgjörva uppfærslan sjálf þó það spili inní.
Hitinn er miklu minni frá þýja kubbnum , 65W-95W, DDR4, PCIe 2.0-3.0 (risa stökk), NVME stuðningur, og maður gæti talið bara endalaust áfram í raun.
skv. userbenchmark er bara 25% munur á þessum örgjörvum, þótt það séu 4 ár þarna á milli og 4 kynslóðir.

PCIe 2.0 er ekki bottleneck fyrir gtx 970. Allt annað er bara features og betri power-notkun, sem skiptir mann ekki rassgat á Íslandi :)

Re: Moore's law no moore??

Sent: Sun 24. Júl 2016 09:33
af Hjaltiatla
Það er bara svo margt í boði í tæknigeiranum í dag sem vekur meiri áhuga en að þurfa að keppast við að uppfæra örgjörva (um 12-25%) að maður nenni að vera eltast við það. IOT verkefni, 3d prentarar ,drónar , uppfæra netbúnað etc..... Maður færir bara budgetið sem maður hefur yfir í eitthvað annað :)

Re: Moore's law no moore??

Sent: Sun 24. Júl 2016 13:09
af GullMoli
Gamli i7-920 örgjörvinn minn er alveg þrusufínn ennþá í dag, að vísu búinn að skrúfa hann upp í 3.6GHz úr 2.6 en ég sé svosum engann mun í tölvuleikjunum.

Það eina sem er eitthvað vit í að uppfæra í dag er skjákortið! Fór úr GTX480 SLI í eitt 970 og vélin er nánast orðin mulningsvél aftur :D (amk í 1080p gaming).

Re: Moore's law no moore??

Sent: Sun 24. Júl 2016 19:52
af Hjaltiatla

Re: Moore's law no moore??

Sent: Sun 24. Júl 2016 20:37
af appel
Kannski það versta er að ef maður vill nýjustu features í PC tölvunni, þá eru þeir bundnir við móðurborðið, sem aftur krefst örgjörva af ákveðinni tegund. Maður hefði bara viljað fá að nota gamla góða örgjörvann áfram, en er tilneyddur til að endurnýja hann líka þó það sé engin þörf á því.

Re: Moore's law no moore??

Sent: Mið 27. Júl 2016 22:44
af vesi
Hérna er talað um að lögmálið "deyji" 2021

http://futurism.com/an-end-to-moores-la ... e-by-2021/

Re: Moore's law no moore??

Sent: Mið 27. Júl 2016 22:50
af appel
vesi skrifaði:Hérna er talað um að lögmálið "deyji" 2021

http://futurism.com/an-end-to-moores-la ... e-by-2021/
Já, ég var búinn að sjá þetta. En menn vísa til þess að nú verði örgjörvar "3D". En ég held að ég sé sammála upphafskonu ARM um endalok Moore's. Þetta er eðlisfræðileg endalok. Það sem tekur við eru specialized hlutverk tölvunnar og ýmislegir örgjörvar sem eru hannaðir til að gera ákveðna hluti vel í ákveðinn tíma.

Re: Moore's law no moore??

Sent: Mið 27. Júl 2016 23:12
af kiddi
Ég finn einmitt frekar lítinn mun á gömlu i7 2600K vélinni minni á móti i7 4790K sem ég er með í dag. Þetta eru fyrst og fremst skjákortin sem skipta máli fyrir leikina og svo SSD tæknin, nú vill ég t.d. helst uppfæra í Skylake eingöngu til að fá USB 3.1/USB-C support native á móðurborð og svo jafnvel m.2 slot til að geta sett einhver 1.5GB/sec monster drif í, en örgjörvauppfærsla er einmitt aftast á óskalistanum :)

Það er auðvitað alltaf hægt að finna einhver benchmarking skrímsli sem plata mann í að halda að það sé mikill munur á hafi og himni, en gallinn við þau oft á tíðum, allavega fyrir okkur sem vinnum við hluti sem þarfnast örgjörvakrafts, að það er ekkert sjálfgefið að hugbúnaðurinn okkar geti t.d. nýtt 12 kjarna XEON skrímsli eitthvað betur en 4 kjarna desktop örgjörva. M.ö.o. það er engan veginn sjálfgefið að uppfærsla úr 2600K örgjörva skili sér í áþreifanlegum mun á tölvuupplifuninni. Stundum upplifi ég hraðaboost við það eitt að fá mér betri tölvumús :-O Allt til að minnka input lag, eins og að fá sér carbon hjól 8-)

Re: Moore's law no moore??

Sent: Mið 27. Júl 2016 23:31
af appel
Ég var einmitt að átta mig á því í dag í vinnunni að ég var með kynslóð á eftir Intel örgjörva heldur en heima, 2600 vs. 3700. Ég var búinn að vera fullviss í 4 ár að tölvan mín heima væri mun öflugri. En spekkarnir á vinnutölvunni voru enn betri. Sem er doldið fyndið því mér finnst hún miklu hægari.

Og svo jafnvel í dag eftir allan þennan tíma eru þessir örgjörvar "still kicking ass" þannig að nýjustu örgjörvarnir eru rétt svo 15-20% hraðari.

Hvað er að gerast?

Þetta er orðið svo furðulegt með spekka á tölvuhlutum. Í gamla daga þýddi uppfærsla það að maður fékk miklu meiri hraða. Svona einsog að fara úr 486 í Pentium 90 var bara allsvakalegt stökk að maður bara gapti.
Fyrir þá sem reyndu að spila Quake 1 á 486 og svo spila Quake 1 á Pentium 75 (586), hvað á 90, þá er þetta bara himinn og haf. Við erum að tala um 5 fps og 25 fps.

Í dag er þetta orðið verðlaust. Ég skil þessa hluti ekki lengur, ég er svo gamaldags. Ég held að mér höndum því Moore's law er farið út um gluggan og hver veit nema hvaða gull maður hefur nú þegar í höndunum í sínum gamla góða gjörva.

Re: Moore's law no moore??

Sent: Fim 28. Júl 2016 01:00
af vesley
appel skrifaði:Ég var einmitt að átta mig á því í dag í vinnunni að ég var með kynslóð á eftir Intel örgjörva heldur en heima, 2600 vs. 3700. Ég var búinn að vera fullviss í 4 ár að tölvan mín heima væri mun öflugri. En spekkarnir á vinnutölvunni voru enn betri. Sem er doldið fyndið því mér finnst hún miklu hægari.

Og svo jafnvel í dag eftir allan þennan tíma eru þessir örgjörvar "still kicking ass" þannig að nýjustu örgjörvarnir eru rétt svo 15-20% hraðari.

Hvað er að gerast?

Þetta er orðið svo furðulegt með spekka á tölvuhlutum. Í gamla daga þýddi uppfærsla það að maður fékk miklu meiri hraða. Svona einsog að fara úr 486 í Pentium 90 var bara allsvakalegt stökk að maður bara gapti.
Fyrir þá sem reyndu að spila Quake 1 á 486 og svo spila Quake 1 á Pentium 75 (586), hvað á 90, þá er þetta bara himinn og haf. Við erum að tala um 5 fps og 25 fps.

Í dag er þetta orðið verðlaust. Ég skil þessa hluti ekki lengur, ég er svo gamaldags. Ég held að mér höndum því Moore's law er farið út um gluggan og hver veit nema hvaða gull maður hefur nú þegar í höndunum í sínum gamla góða gjörva.
Ég hugsa oft til ársins 2007. Þegar Intel Q6600 kom út og Nvidia 8800 serían var í nánast öllum tölvum. Ef maður bar saman fimm ára tölvu þá (2002) þá var það pentium 4 og Geforce 4 serían, munurinn þar á milli í tölvuleikjum var himinn og haf.

Og ef við miðum við I7-2600 sem kom út við I7-6700 þá í mörgum leikjum myndi maður ekki taka eftir miklum mun, ekki neitt sem hægt væri að bera saman við stökkið sem var áður fyrr í "performance"

Skjákortin hafa verið önnur saga og hefur þróunin á þeim eiginlega skipt meira máli í dag heldur en á örgjörvunum ef miðað er við tölvuleikina.

Maður sækist í dag mestmegnis í uppfærslu á örgjörva eins og þú segir fyrir alla þá auka fítusa sem móðurborðin eru farin að bjóða uppá. USB Type C. M.2 Sata og fleira.

Ég t.d. var að uppfæra í I5-6600K frá I5-3570K. Munurinn er ágætur í ýmsum "benchmark" keyrslum en finn ekki fyrir einum einasta mun í tölvuleikjum.