Síða 1 af 1

Heyrnatól í ræktina

Sent: Mið 13. Júl 2016 17:42
af stefhauk
Hvaða heyrnatól eru menn að nota í ræktinni?

Er búinn að takast að skemma tvö Beats in ear heyrnatól með því að nota þau í ræktinni svo ég er farinn að pæla í bluetooth heyrnatólum sem enginn snúra er að flækjast fyrir manni. En hvernig eru þau að virka svona almennt er maður að ná góðu soundi og er sambandið milli símans og heyrnatólanna stöðugt eða er maður að lenda í sambandsleysi?

Farinn að hallast að in ear heyrnatól séu ekki alveg málið en er ekki að fýla að hafa einhver huge heyrnatól á mér í gyminu.

Svo hvað eru menn að nota og mæla með?

Re: Heyrnatól í ræktina

Sent: Mið 13. Júl 2016 18:17
af AntiTrust
http://www.elko.is/elko/is/vorur/thradl ... etail=true

Búinn að nota þessi í ræktinni, úti að hlaupa, fjallgöngur með hundana í snjóstormum - you name it. Mjög sáttur, góð batterýsending, rakaheld og mjög gott hljóð.

Kærastan á þráðlaus Beats og þau eru alveg án vafa með betra hljóði, dýpri bassa etc .. en ég get bara ekki með nokkru móti æft með svona hlunk á höfðinu.

Re: Heyrnatól í ræktina

Sent: Mið 13. Júl 2016 18:23
af stefhauk
AntiTrust skrifaði:http://www.elko.is/elko/is/vorur/thradl ... etail=true

Búinn að nota þessi í ræktinni, úti að hlaupa, fjallgöngur með hundana í snjóstormum - you name it. Mjög sáttur, góð batterýsending, rakaheld og mjög gott hljóð.

Kærastan á þráðlaus Beats og þau eru alveg án vafa með betra hljóði, dýpri bassa etc .. en ég get bara ekki með nokkru móti æft með svona hlunk á höfðinu.
Kíkji á þessi en já samnála ert eflaust að fá miklu betra sound með þessi stóru en bara alltof fyrirferða mikið.

Re: Heyrnatól í ræktina

Sent: Mið 13. Júl 2016 18:25
af vesi
Ekki fá þér svona, þetta er að mínu mati rusl fyrir tónlist

https://www.advania.is/vefverslun/vara/ ... rtol-hvit/

Re: Heyrnatól í ræktina

Sent: Mið 13. Júl 2016 18:44
af nidur
Það eru til margar týpur af þessum hérna, á sjálfur 4 pör, elsta er orðið 5 ára virkar enn.
https://www.amazon.co.uk/TaoTronics-Wir ... headphones

Passa að taka með 20klst batterý endingunni. Það eru til mörg útlit með alskonar nöfnum en basic er hátalarinn, bt connectivity og battery eins.

Re: Heyrnatól í ræktina

Sent: Fim 14. Júl 2016 01:47
af snaeji
AntiTrust skrifaði:http://www.elko.is/elko/is/vorur/thradl ... etail=true

Búinn að nota þessi í ræktinni, úti að hlaupa, fjallgöngur með hundana í snjóstormum - you name it. Mjög sáttur, góð batterýsending, rakaheld og mjög gott hljóð.

Kærastan á þráðlaus Beats og þau eru alveg án vafa með betra hljóði, dýpri bassa etc .. en ég get bara ekki með nokkru móti æft með svona hlunk á höfðinu.
Sammála, átti x1 og núna x2. Þau eru algjör snilld fyrir alla hreyfingu.

Myndi svo fá mér Comply T-500 tappa af amazon, þvílíkur munur.

Re: Heyrnatól í ræktina

Sent: Fim 14. Júl 2016 13:26
af Carragher23

Re: Heyrnatól í ræktina

Sent: Fös 15. Júl 2016 12:48
af stefhauk
stefhauk skrifaði:
AntiTrust skrifaði:http://www.elko.is/elko/is/vorur/thradl ... etail=true

Búinn að nota þessi í ræktinni, úti að hlaupa, fjallgöngur með hundana í snjóstormum - you name it. Mjög sáttur, góð batterýsending, rakaheld og mjög gott hljóð.

Kærastan á þráðlaus Beats og þau eru alveg án vafa með betra hljóði, dýpri bassa etc .. en ég get bara ekki með nokkru móti æft með svona hlunk á höfðinu.
Kíkji á þessi en já samnála ert eflaust að fá miklu betra sound með þessi stóru en bara alltof fyrirferða mikið.
Ég splæsti í þessi looka mjög vönduð og flott og first impression er ég nokkuð sáttur :)