Vandræði með usb hdd.
Sent: Lau 09. Júl 2016 18:06
Ég er með dáldið furðulegt vandamál með usb flakkarann minn. Málið er að hann er allveg hættur að koma upp í tölvunni og Rasberry. Enn hann virkar þegar ég skelli honum í usb media player á sjónvarpinu. Er búinn að útiloka að diskurinn sjálfur sé ónýtur því hann virkar fínt þegar ég skelli honum í tölvuna og hann kemur vel út úr öllum prófum sem ég set hann í gegn. Gæti verið að sjálft usb box sé bilað, eða sé ekki að fá nógan straum, Þetta er 9 ára Inoi media flakkari. Allar ábendingar vel þegnar.