Síða 1 af 1

Halda sig við 7 eða uppfæra í 10?

Sent: Þri 05. Júl 2016 05:42
af semper
"If it aint broken, dont fix it"

Er með Dell Vostro 3450 (6 ára gömul?)
8 gb rom
250 gb SD
i5 2410M @ 2.30

Þarf að enduruppsetja Windows (7?) Hefur virkað fínt, engar kvartanir. Ætti ég samt að fara uppí 10?

Re: Halda sig við 7 eða uppfæra í 10?

Sent: Þri 05. Júl 2016 08:10
af Njall_L
Ef það eru til driverar fyrir þessa vél í W10 þá myndi ég persónulega ekki hika við það þar sem að þú ert að fara að enduruppsetja stýrikerfi

Re: Halda sig við 7 eða uppfæra í 10?

Sent: Þri 05. Júl 2016 08:13
af hagur
Driverar fyrir WIN10 eru í lagi m.v. þetta: http://en.community.dell.com/support-fo ... t/19660989

Þá myndi ég uppfæra, ekki spurning.

Re: Halda sig við 7 eða uppfæra í 10?

Sent: Þri 05. Júl 2016 09:34
af Moldvarpan
http://www.trustedreviews.com/opinions/ ... -windows-7

Þetta er bara lookið basicly. Ég ætla halda mig við sjöuna á PC tölvunni. Hentar kannski betur fyrir laptops/spjaldtölvur.

Re: Halda sig við 7 eða uppfæra í 10?

Sent: Þri 05. Júl 2016 10:22
af Hjaltiatla
Fer eftir því hvort allur hugbúnaður sem þú ert að nota virki á Windows 10 ( ef svo er þá ekki spurning).

Annars er líka lítið mál að henda upp Windows 7 stýrikerfinu í sýndarumhverfi á Windows 10 vélinni , ég er t.d með eina Windows 7 vél uppsetta í Virtualbox (fyrir ákveðinn hugbúnað).

Svona stilli ég Virtualbox til að allt virki smooth samhliða Windows 10.

Enable-a Drag and drop
Undir System >> processor settings þá Enable-a ég PAE/NX (virtual vélin verður hraðvirkari fyrir vikið)
System >> Acceleration >> Hardware virtualization - Enable VT-x/AMD-V (ef það er í boði á vélinni)
Display >> video >> Video Memory = gef yfirleitt Maximum memory og enable-a 3d acceleration
og Installa Virtualbox guest tools

Re: Halda sig við 7 eða uppfæra í 10?

Sent: Lau 09. Júl 2016 14:22
af thorn41160
Uppfærði 5 ára Packard Bell laptop sem virkaði ágætlega í upphaflegu Win7, var ágætlega sáttur við Win10 í fyrstu og það var hraðvirkara að boota upp en Win7. Hafði hinsvegar sett SSD drif í hana nokkru áður í staðinn fyrir DVD drifið og þá varð upphaflega drifið að data drive sem Win10 virtist ekki þekkja né skynja, setti allskyns fix og trix inn sem engu skiluðu en kannski er komið "update" frá Microsoft sem lagar þetta núna.

Endaði hinsvegar í Linux Mint, Cinnamon sem mér finnst algjör snilld og hef keyrt lappann á því í tæpt ár. Margir hafa gagnrýnt Microsoft og Win10 fyrir "data mining" sem er þó hægt að fixa með nokkrum aðgerðum, en finnst Linux umhverfið bjóða uppá gott öryggi og stöðugleika. Var að fikta í linux fyrir 2010 þá voru drivers oft hausverkurinn við stýrikerfið, núna er það gjörbreytt og helst að Windows sé með leiðindi í dræverum, öll linux distróinn gera það síðan að veislu til að fikta með.

Re: Halda sig við 7 eða uppfæra í 10?

Sent: Lau 09. Júl 2016 14:58
af Hjaltiatla
thorn41160 skrifaði:Uppfærði 5 ára Packard Bell laptop sem virkaði ágætlega í upphaflegu Win7, var ágætlega sáttur við Win10 í fyrstu og það var hraðvirkara að boota upp en Win7. Hafði hinsvegar sett SSD drif í hana nokkru áður í staðinn fyrir DVD drifið og þá varð upphaflega drifið að data drive sem Win10 virtist ekki þekkja né skynja, setti allskyns fix og trix inn sem engu skiluðu en kannski er komið "update" frá Microsoft sem lagar þetta núna.

Endaði hinsvegar í Linux Mint, Cinnamon sem mér finnst algjör snilld og hef keyrt lappann á því í tæpt ár. Margir hafa gagnrýnt Microsoft og Win10 fyrir "data mining" sem er þó hægt að fixa með nokkrum aðgerðum, en finnst Linux umhverfið bjóða uppá gott öryggi og stöðugleika. Var að fikta í linux fyrir 2010 þá voru drivers oft hausverkurinn við stýrikerfið, núna er það gjörbreytt og helst að Windows sé með leiðindi í dræverum, öll linux distróinn gera það síðan að veislu til að fikta með.
Get tekið undir að Linux drivera mál hafa skánað með tímanum , hins vegar er happ og glapp hvort þráðlaus búnaður virki almennilega t.d Logitech mús sem ég átti virkaði frekar takmarkað með hugbúnaði sem heitir Solaar (til þess að paira logitech unified receiver) á Ubuntu 16.04. Þráðlaust logitech lyklaborð með sama hugbúnaði á sömu vél virkaði samt sem áður. Ef maður ætlar að nota usb dokku til að tengja fartölvu við auka skjái þá getur verið vesen að redda driver (maður þarf allavegana að vinna ákveðna rannsóknarvinnu). Perónulega fannst mér einfaldara að setja linux upp sem sýndarvél á Windows 10 vél . Gæti hins vegar breyst ef maður setur upp Freenas fileserver og installar VirtualBox JAIL á honum. Þá gæti maður fært sig alfarið úr Windows á desktop vélinni og fartölvunni og haft Windows 7/10 keyrandi á fileservernum og maður myndi VNC tengja sig frá Linux vélunum á Windows 7/10 vélina.

Re: Halda sig við 7 eða uppfæra í 10?

Sent: Lau 09. Júl 2016 15:05
af vesi
Ég er aðeins búinn að vera pæla í þessu undanfarið, og persónulega ætla ég ekki að fara úr win7 fyrr en microsoft hættir að supporta það (þeir supportuðu XP í ca 20ár) en ég á nú ekki von á að það verði svoleiðis með win7.

Ég þoli ekki þetta endalausa "tiles" dæmi og account must have. sem dæmi.

En er að fara henda upp 2Xvélum fyrir aðra í vikunni og þeir munu fá win10 full uppfært að sjálfsögðu, enda ekki jafn tölvulæsir og sumir.

Svo spurningin er hvað þarftu og hvað ertu að gera, Ef þú ert eingönngu í Office,Net rápi, og spila leiki af Steam þá ekki spurning.
Ef þú ert hinnsvegar fiktari og ert að gera hluti út fyrir boxið, þá myndi ég prufa fyrst að henda win10 í virtual vél og prufa og sjá hvort það henti þér.

kv.Vesi

Re: Halda sig við 7 eða uppfæra í 10?

Sent: Lau 09. Júl 2016 15:37
af thorn41160
Í linux mint hef ég aldrei lent í veseni með neina drævera, er með gigabyte þráðlaust lykaborð og mús sem virka mjög vel, öll jaðartæki virka frábærlega. Keyrði win7 í virtual box, (langaði að halda áfram í Itunes sem virkar ekki með linux) Hef líka prufað mismunandi Linux distró í virtual boxinu. Auka forrit í Linux eru fjölmörg og úrvalið svimandi, ekkert krakk vesen með tilheyrandi trjóuhestum og leiðindum.

Microsoft mun án efa reyna að úrelda win7, líkt og XP, en þeir standa á tímamótum, símar og android spjaldtölvur höggva skörð í þeirra kapítalíska kerfi og win10 verður aðal söluvaran ásamt office pakkanum enda user friendly og það er helsti styrkleiki þeirra. En flott hvað open source þróuninn hefur vaxið og stolið vinsældum frá Microsoft sem er fallandi risi enda tekur eitt við af öðru í þessum heimi.

Re: Halda sig við 7 eða uppfæra í 10?

Sent: Lau 09. Júl 2016 16:04
af Hjaltiatla
thorn41160 skrifaði:Í linux mint hef ég aldrei lent í veseni með neina drævera, er með gigabyte þráðlaust lykaborð og mús sem virka mjög vel, öll jaðartæki virka frábærlega. Keyrði win7 í virtual box, (langaði að halda áfram í Itunes sem virkar ekki með linux) Hef líka prufað mismunandi Linux distró í virtual boxinu. Auka forrit í Linux eru fjölmörg og úrvalið svimandi, ekkert krakk vesen með tilheyrandi trjóuhestum og leiðindum.

Microsoft mun án efa reyna að úrelda win7, líkt og XP, en þeir standa á tímamótum, símar og android spjaldtölvur höggva skörð í þeirra kapítalíska kerfi og win10 verður aðal söluvaran ásamt office pakkanum enda user friendly og það er helsti styrkleiki þeirra. En flott hvað open source þróuninn hefur vaxið og stolið vinsældum frá Microsoft sem er fallandi risi enda tekur eitt við af öðru í þessum heimi.

Breyttir tímar hjá Microsoft þannig að eðlilega reyna þeir að breyta áherslunum sínum. Sem aðili sem horfir á þróunina utanfrá þá virðast Canonical (fyrirtækið á bakvið Ubuntu) vera í góðu samstarfi við Microsoft. T.d Ubuntu Bash í boði á Windows 10 og Cannonical að koma með Snappy/Snap packages (gerirr forriturum kleyft að búa til cross distro compatable applications ). Reikna með að þeir sem noti Windows 10 fái á endanum möguleikann á að nota Snap packages í Microsoft landi einn daginn.

Re: Halda sig við 7 eða uppfæra í 10?

Sent: Lau 09. Júl 2016 16:05
af Hizzman
fór með semingi í 10 nýlega. þetta er svosem ok, fann stillingu í registríinu til að minnka hausinn á gluggunum. það eru líka til 3party tvíkerar til að gera það og fleira