Síða 1 af 1

Vegfestingar fyrir Yamaha hátalara

Sent: Lau 02. Júl 2016 21:32
af PepsiMaxIsti
Góðan daginn, mig langar til að athuga hvort að þið vitið um veggfestingar fyrir Yamaha NS-PA40 5.1 kerfi, vantar vegg festingar á fram hátalarana, það er ekki neinn skrúfgangur aftan á né göt til að hengja upp á skrúfu. Set með link á þetta.
http://www.bhphotovideo.com/c/product/9 ... ckage.html

Kv. Karl Víðir

Re: Vegfestingar fyrir Yamaha hátalara

Sent: Sun 03. Júl 2016 00:27
af Minuz1
Doubletape?

Re: Vegfestingar fyrir Yamaha hátalara

Sent: Sun 03. Júl 2016 00:28
af jonsig
Getur keypt svona "skrúfstykki" style hátalara festingar.

Mynd

Re: Vegfestingar fyrir Yamaha hátalara

Sent: Sun 03. Júl 2016 16:01
af Haffi
Hvar fást svona?

Re: Vegfestingar fyrir Yamaha hátalara

Sent: Sun 03. Júl 2016 22:24
af PepsiMaxIsti
Væri allveg til að vita hver þessar fást

Re: Vegfestingar fyrir Yamaha hátalara

Sent: Mán 04. Júl 2016 07:24
af asgeirbjarnason
Ég mæli með þrívíddarprentun! Bjó til þrívíddarprentaðar festingar fyrir bakhátalarana í surround hljóðkerfinu mínu.

Mynd
Mynd

Re: Vegfestingar fyrir Yamaha hátalara

Sent: Mið 06. Júl 2016 21:19
af PepsiMaxIsti
asgeirbjarnason skrifaði:Ég mæli með þrívíddarprentun! Bjó til þrívíddarprentaðar festingar fyrir bakhátalarana í surround hljóðkerfinu mínu.

Mynd
Mynd
Og hvar er best að gera það, og hvað myndi það sirka kosta?

Re: Vegfestingar fyrir Yamaha hátalara

Sent: Mið 06. Júl 2016 23:01
af asgeirbjarnason
Ég hannaði reyndar statívin sjálfur, svo verðið væri líklega frekar hátt ef ég tæki tímakaupið fyrir hönnunarvinnuna með. Það að senda þrívíddarskjalið til shapeways.com, láta þá prenta það og senda mér hingað á klakann kostaði síðan rétt um 5000 kall fyrir tvö statív.

Annars er líka hægt að fara í fablab uppi í Breiðholti og fá hjálp við DIY þrívíddarprentun og svoleiðis. Það eru starfsmenn þar á fimmtudagskvöldum sem hjálpa manni að fikta í þrívíddarforritum, hjálpa manni að nota þrívíddarprentarann eða eitthvað af hinum tækjunum á staðnum. Maður borgar bara efniskostnað í tækin. Ég borgaði hundraðkall sléttann fyrir að hanga þarna í nokkra klukkutíma að læra á þrívíddarforrit og prófa að prenta eitthvað sem ég hannaði út.