Síða 1 af 1

Verðsetning á tölvunni minni

Sent: Lau 25. Jún 2016 22:46
af Tonikallinn
Mig langar að vita fyrir sirka hvað mikið ég gæti selt tölvuna mína á (u.þ.b. 2 ára gömul)

Gigabyte S1150 G.1 Sniper B5 Móðurborð
Lite-On IHAS124-03 DVD+/- skrifari, svartur, SATA
1TB SATA3 Seagate Barracuda harður diskur (ST1000DM0003)
120GB Sata3 Mushkin SSD 2.5'' Chronos Low Profile
ADATA 8GB DDR3 1600MHz (2x4GB) XPG V1.0 vinnsluminni
Intel Core i5-4460 Quad Core örgjörvi, Retail
Inter-Tech SL Series 700W aflgjafi
Thermaltake V3 BlacX ATX turnkassi, svartur
Gigabyte GTX 750 Ti WF OC PCI-E3.0 skjákort 2GB GDDR5
Trendnet TEW-726EC, þráðlaust Dual Band N600 PCI-E Netkort

Re: Verðsetning á tölvunni minni

Sent: Sun 26. Jún 2016 05:30
af tobbi11
nývirði í dag er ca. 120.000-130.000

Það eru nokkrir hlutir sem dragast slatta niður í endursölu

gtx 750 ti er betra skjákort en flestir gefa því credit en fer líklegast ekki á meira en 5000-8000 í endursölu vegna þess að það er ekki alveg nógu öflugt í nýustu leikina.

i5- 4460 er ágætur örgjörfi og hann ætti að geta haldið í við frekar öflug skjákort td. 980 gtx en ódýrið er búinn að lækka verðið á honum niður í 19.900 sem er frábært verð en skemmir aðeins fyrir þér. Mér finnst 15.000 alveg eiga rétt á sér vegna þess að örgjörvar eru pretty much ódrepandi þessa dagana og svakalega öruggt að kaupa notaðann.

þú færð því miður líklegast ekkert fyrir DVD skrifarann, fáir sem nota það í dag og margir eiga 1 eða 2 uppí hillu

móðurborðið er gott en basic. B85 chipsettið gerir allt sem maður þarf en ekkert hægt að fikta í því. ca. 10.000

ég myndi selja þráðlausa netkortið sér nema einhver biður sérstaklega um að hafa það með. Flestir sem bjóða í vélina eru ekki tilbúnir að borga aukalega fyrir það til að fá vélina. Ef þú selur það sér gæturu sellt vélina á sama verði en fengið kannski nokkra þúsundkalla fyrir netkortið líka.


þannig ef þú ert ekki að drífa þig að selja hana geturu sett á hana ca. 80.000 og athugað áhugan. Ef þú ert að reyna losna við hana fljótlega þá þarftu að setja hana á ca. 65.000


Endilega fáðu second opinion á þetta og gangi þér vel ef þú ætlar að selja

Re: Verðsetning á tölvunni minni

Sent: Sun 26. Jún 2016 13:22
af Tonikallinn
tobbi11 skrifaði:nývirði í dag er ca. 120.000-130.000

Það eru nokkrir hlutir sem dragast slatta niður í endursölu

gtx 750 ti er betra skjákort en flestir gefa því credit en fer líklegast ekki á meira en 5000-8000 í endursölu vegna þess að það er ekki alveg nógu öflugt í nýustu leikina.

i5- 4460 er ágætur örgjörfi og hann ætti að geta haldið í við frekar öflug skjákort td. 980 gtx en ódýrið er búinn að lækka verðið á honum niður í 19.900 sem er frábært verð en skemmir aðeins fyrir þér. Mér finnst 15.000 alveg eiga rétt á sér vegna þess að örgjörvar eru pretty much ódrepandi þessa dagana og svakalega öruggt að kaupa notaðann.

þú færð því miður líklegast ekkert fyrir DVD skrifarann, fáir sem nota það í dag og margir eiga 1 eða 2 uppí hillu

móðurborðið er gott en basic. B85 chipsettið gerir allt sem maður þarf en ekkert hægt að fikta í því. ca. 10.000

ég myndi selja þráðlausa netkortið sér nema einhver biður sérstaklega um að hafa það með. Flestir sem bjóða í vélina eru ekki tilbúnir að borga aukalega fyrir það til að fá vélina. Ef þú selur það sér gæturu sellt vélina á sama verði en fengið kannski nokkra þúsundkalla fyrir netkortið líka.


þannig ef þú ert ekki að drífa þig að selja hana geturu sett á hana ca. 80.000 og athugað áhugan. Ef þú ert að reyna losna við hana fljótlega þá þarftu að setja hana á ca. 65.000


Endilega fáðu second opinion á þetta og gangi þér vel ef þú ætlar að selja
Takk kærlegar fyrir þetta! :)
Ég var ekki viss hvort ég myndi fá alvöru svar. Meira svona:Pfft, afh gerir þú þetta bara ekki sjálfur?
Ég bara kann ekki mikið á svona tækni, hvaða síður ég ætti að líta á fyrir verðin og svoleiðis. Takk aftur!!