Svo er mál með vexti að bróðir minn sem er Epla-faggi ákvað það að fá sér nýja tölvu, þar að segja tölvu sem ræður við eitthvað meira en Counter Strike Global Offensive í lægstu gæðum í 20-30fps. S.s. eitthvað annað en 2013 Mac Bookið sem hann á nú þegar. Ætlar hann nú að halda Makkanum enda fín skólavél, en langaði í meiri leikja og vinnslutölvu.
Án þess að spyrja mig um álit mitt, ekki það að ég viði eitthvern helling um þetta, meira en hann og mamma amk, ákváðu þau mamma að versla sér þessa vél og þetta skjákort í staðin fyrir 'leikjaskjákortið' sem var í turninum fyrir.
http://odyrid.is/vara/gigabyte-3d-monster-tolvutilbod-1
http://odyrid.is/vara/gigabyte-gtx-960- ... -4gb-gddr5
Svo ég spyr, eruði sammála mér um að þetta hafi ekki verið bestu kaupin?
On the grounds að það eru til betri örgjörvar og að ég þekki ekki þetta SSD merki það vel. Svo hefði ég, persónulega, farið frekar í Geforce GTX 970 eða AMD Radeon R9-380.
Hafiði eitthvað að segja um þessi kaup?
Ef hann ákveður svo að uppfæra í framtíðinni þá þarf hann að öllum líkindum að skipta um móðurborð ef farið er í betri örgjörva, helst Intel. En góðu fréttirnar eru að móðurborðið sem er nú þegar í vélini styður SLI, svo ef það verður eitthvað vandamál í framtíðinni, þá gæti hann uppfært sig í Dual SLI setup.
Er það rangt af mér að lýtast ekkert á þennan örgjörva? Er það bara AMD's bad rep in the processor game sem er að skýja dómgreind mína?
Tilgangur þessa þráðs er alls ekki til þess að minna þau á það neitt að þetta hefðu ekki verið bestu kaupin, erum við lil-bro búnir að ræða þetta, og lífið er til þess að læra af því, ekki satt? Langar aðallega bara svona að heyra ykkar álit á þessu öllu, hvort þið hafið eitthvað útá þetta að setja.
Hann myndi líklegast nota vélina í hljóð og myndvinnslu, einhverja tölvuleiki, s.s. CSGO eins og ég nefndi áðan, svo er hann mikið í Indie leikjunum og eins og við vitum ráða allar vélar við The Binding of Isaac, en svo voru þessar pælingar á bakvið nýja vél líklegast í þeim tilgangi að geta breitt aðeins úr sér hvað varðar tölvuleikina, prufa eitthvað meira en að spila bara CSGO, prufa Battlefield, kannski Witcher 3, Dragon Age Inquisition, eitthvað í þá áttina.
Endilega láta í ykkur heyra, öll álít eru góð álit.
