Hvernig er þessi vél? [Linkur á Ódýrið]

Svara
Skjámynd

Höfundur
HalistaX
Vaktari
Póstar: 2455
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Hvernig er þessi vél? [Linkur á Ódýrið]

Póstur af HalistaX »

Sælir kæru Vaktarar,

Svo er mál með vexti að bróðir minn sem er Epla-faggi ákvað það að fá sér nýja tölvu, þar að segja tölvu sem ræður við eitthvað meira en Counter Strike Global Offensive í lægstu gæðum í 20-30fps. S.s. eitthvað annað en 2013 Mac Bookið sem hann á nú þegar. Ætlar hann nú að halda Makkanum enda fín skólavél, en langaði í meiri leikja og vinnslutölvu.

Án þess að spyrja mig um álit mitt, ekki það að ég viði eitthvern helling um þetta, meira en hann og mamma amk, ákváðu þau mamma að versla sér þessa vél og þetta skjákort í staðin fyrir 'leikjaskjákortið' sem var í turninum fyrir.

http://odyrid.is/vara/gigabyte-3d-monster-tolvutilbod-1

http://odyrid.is/vara/gigabyte-gtx-960- ... -4gb-gddr5

Svo ég spyr, eruði sammála mér um að þetta hafi ekki verið bestu kaupin?

On the grounds að það eru til betri örgjörvar og að ég þekki ekki þetta SSD merki það vel. Svo hefði ég, persónulega, farið frekar í Geforce GTX 970 eða AMD Radeon R9-380.

Hafiði eitthvað að segja um þessi kaup?

Ef hann ákveður svo að uppfæra í framtíðinni þá þarf hann að öllum líkindum að skipta um móðurborð ef farið er í betri örgjörva, helst Intel. En góðu fréttirnar eru að móðurborðið sem er nú þegar í vélini styður SLI, svo ef það verður eitthvað vandamál í framtíðinni, þá gæti hann uppfært sig í Dual SLI setup.

Er það rangt af mér að lýtast ekkert á þennan örgjörva? Er það bara AMD's bad rep in the processor game sem er að skýja dómgreind mína?

Tilgangur þessa þráðs er alls ekki til þess að minna þau á það neitt að þetta hefðu ekki verið bestu kaupin, erum við lil-bro búnir að ræða þetta, og lífið er til þess að læra af því, ekki satt? Langar aðallega bara svona að heyra ykkar álit á þessu öllu, hvort þið hafið eitthvað útá þetta að setja.

Hann myndi líklegast nota vélina í hljóð og myndvinnslu, einhverja tölvuleiki, s.s. CSGO eins og ég nefndi áðan, svo er hann mikið í Indie leikjunum og eins og við vitum ráða allar vélar við The Binding of Isaac, en svo voru þessar pælingar á bakvið nýja vél líklegast í þeim tilgangi að geta breitt aðeins úr sér hvað varðar tölvuleikina, prufa eitthvað meira en að spila bara CSGO, prufa Battlefield, kannski Witcher 3, Dragon Age Inquisition, eitthvað í þá áttina.

Endilega láta í ykkur heyra, öll álít eru góð álit. :)
Loksins edrú og aldrei í mínu fullorðins lífi liðið betur né liðið jafn mikið eins og manneskju. Nú byrjar restin af lífinu.
Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1104
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig er þessi vél? [Linkur á Ódýrið]

Póstur af Njall_L »

Þetta er alls ekki slæm vél fyrir peninginn, sérstaklega ekki þar sem að hann fór í GTX960 skjákort. Ég veit síðan ekki annað en að Plextor diskarnir hafi verið að koma vel út.
Hvað örgjörvann varðar þá er hann alls ekki slæmur. Er að skora 7454 stig hjá PassMark og i5 6600k skorar 7797 og er töluvert dýrari.
https://www.cpubenchmark.net/cpu.php?cp ... Eight-Core
https://www.cpubenchmark.net/cpu.php?cp ... Hz&id=2570

Í rauninni sé ég enga ástæðu til þess að hann ætti að vera að efast nokkuð um þessi kaup sín.
Aðaltölva: Dell Latitude 7480 | i7-7600u | 32GB DDR4 | 1TB SSD | 14"IPS
In-house streaming tölva: Ryzen 5600X | Gigabyte B550I Aorus Pro AX | 32GB 3600MHz | 1TB Samsung 980 Pro PCIe 4.0 | GTX960
Löglegt WinRAR leyfi
Skjámynd

Höfundur
HalistaX
Vaktari
Póstar: 2455
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig er þessi vél? [Linkur á Ódýrið]

Póstur af HalistaX »

Njall_L skrifaði:Þetta er alls ekki slæm vél fyrir peninginn, sérstaklega ekki þar sem að hann fór í GTX960 skjákort. Ég veit síðan ekki annað en að Plextor diskarnir hafi verið að koma vel út.
Hvað örgjörvann varðar þá er hann alls ekki slæmur. Er að skora 7454 stig hjá PassMark og i5 6600k skorar 7797 og er töluvert dýrari.
https://www.cpubenchmark.net/cpu.php?cp ... Eight-Core
https://www.cpubenchmark.net/cpu.php?cp ... Hz&id=2570

Í rauninni sé ég enga ástæðu til þess að hann ætti að vera að efast nokkuð um þessi kaup sín.
Ókei, frábært. Maður hefur ætíð alist upp við svo mikinn Intel elítisma hvað varðar örgjörvana; "Þessi er ómögulegur því hann er AMD" "Intel eru bara bestu örgjörvarnir, allt annað er drasl" og þess háttar...

Þannig að það var bara þetta slæma rep sem AMD hefur fengið á sig í örgjörva leiknum sem var að skýja mig svona.

Svo er ég svo lítill örgjörva kall að ég veit bara ekki neitt um það dót, annað en ég les svona elítisma.

Gott að heyra þetta, að ég hafi haft rangt fyrir mér í þessum málum. Því þessi 150-170k sem fóru í þessa vél vaxa bara eiginlega alls ekki á trjám, hvað þá í kringum mánaðarmótin.

Annars finnst mér hann hafa enþá átt að fara skrefinu hærra með skjákortið, þar að segja í 970 í stað 960. En ætli 960 og 970 sé ekki eins og hægri og vinstri hendin á mér, aðra nota ég í að rúnka mér en hina á stýrið í bílnum, annars er þetta basically sami líkamsparturinn.

Svo er ég svoddan grafík hóra að ég vil hafa allt í fullum gæðum í 1080p í amk 60fps, annars er ekki hægt að spila það.

En með SSD diskinn, þá er maður alltaf hræddur við svona ný merki sem poppa upp hér og þar, kannski maður skoði þessa Plextor aðeins betur, kannskimaður geti loksins uppfært SSD'inn í minni eigin vél, næst þegar hún fer í tune up.
Last edited by HalistaX on Fös 24. Jún 2016 22:25, edited 1 time in total.
Loksins edrú og aldrei í mínu fullorðins lífi liðið betur né liðið jafn mikið eins og manneskju. Nú byrjar restin af lífinu.
Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1104
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig er þessi vél? [Linkur á Ódýrið]

Póstur af Njall_L »

HalistaX skrifaði:
Njall_L skrifaði:Þetta er alls ekki slæm vél fyrir peninginn, sérstaklega ekki þar sem að hann fór í GTX960 skjákort. Ég veit síðan ekki annað en að Plextor diskarnir hafi verið að koma vel út.
Hvað örgjörvann varðar þá er hann alls ekki slæmur. Er að skora 7454 stig hjá PassMark og i5 6600k skorar 7797 og er töluvert dýrari.
https://www.cpubenchmark.net/cpu.php?cp ... Eight-Core
https://www.cpubenchmark.net/cpu.php?cp ... Hz&id=2570

Í rauninni sé ég enga ástæðu til þess að hann ætti að vera að efast nokkuð um þessi kaup sín.
Ókei, frábært. Maður hefur ætíð alist upp við svo mikinn Intel elítisma hvað varðar örgjörvana; "Þessi er ómögulegur því hann er AMD" "Intel eru bara bestu örgjörvarnir, allt annað er drasl" og þess háttar...

Þannig að það var bara þetta slæma rep sem AMD hefur fengið á sig í örgjörva leiknum sem var að skýja mig svona.

Svo er ég svo lítill örgjörva kall að ég veit bara ekki neitt um það dót, annað en ég les svona elítisma.

Gott að heyra þetta, að ég hafi haft rangt fyrir mér í þessum málum. Því þessi 150-170k sem fóru í þessa vél vaxa bara eiginlega alls ekki á trjám, hvað þá í kringum mánaðarmótin.

Annars finnst mér hann hafa enþá átt að fara skrefinu hærra með skjákortið, þar að segja í 970 í stað 960. En ætli 960 og 970 sé ekki eins og hægri og vinstri hendin á mér, aðra nota ég í að rúnka mér en hina á stýrið í bílnum, annars er þetta basically sami líkamsparturinn.

En með SSD diskinn, þá er maður alltaf hræddur við svona ný merki sem poppa upp hér og þar, kannski maður skoði þessa Plextor aðeins betur, kannskimaður geti loksins uppfært SSD'inn í minni eigin vél, næst þegar hún fer í tune up.
Ég myndi persónuleg ekki vera ósáttur við GTX960, það er á fínu verði og gott performance. Núna er mikið að gerast í skjákortsheiminum og nýjar kynslóðir að koma fram þannig að þetta býður frekar upp á uppfærslur í framtíðinni.
Aðaltölva: Dell Latitude 7480 | i7-7600u | 32GB DDR4 | 1TB SSD | 14"IPS
In-house streaming tölva: Ryzen 5600X | Gigabyte B550I Aorus Pro AX | 32GB 3600MHz | 1TB Samsung 980 Pro PCIe 4.0 | GTX960
Löglegt WinRAR leyfi
Skjámynd

Höfundur
HalistaX
Vaktari
Póstar: 2455
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig er þessi vél? [Linkur á Ódýrið]

Póstur af HalistaX »

Njall_L skrifaði:
HalistaX skrifaði:
Njall_L skrifaði:Þetta er alls ekki slæm vél fyrir peninginn, sérstaklega ekki þar sem að hann fór í GTX960 skjákort. Ég veit síðan ekki annað en að Plextor diskarnir hafi verið að koma vel út.
Hvað örgjörvann varðar þá er hann alls ekki slæmur. Er að skora 7454 stig hjá PassMark og i5 6600k skorar 7797 og er töluvert dýrari.
https://www.cpubenchmark.net/cpu.php?cp ... Eight-Core
https://www.cpubenchmark.net/cpu.php?cp ... Hz&id=2570

Í rauninni sé ég enga ástæðu til þess að hann ætti að vera að efast nokkuð um þessi kaup sín.
Ókei, frábært. Maður hefur ætíð alist upp við svo mikinn Intel elítisma hvað varðar örgjörvana; "Þessi er ómögulegur því hann er AMD" "Intel eru bara bestu örgjörvarnir, allt annað er drasl" og þess háttar...

Þannig að það var bara þetta slæma rep sem AMD hefur fengið á sig í örgjörva leiknum sem var að skýja mig svona.

Svo er ég svo lítill örgjörva kall að ég veit bara ekki neitt um það dót, annað en ég les svona elítisma.

Gott að heyra þetta, að ég hafi haft rangt fyrir mér í þessum málum. Því þessi 150-170k sem fóru í þessa vél vaxa bara eiginlega alls ekki á trjám, hvað þá í kringum mánaðarmótin.

Annars finnst mér hann hafa enþá átt að fara skrefinu hærra með skjákortið, þar að segja í 970 í stað 960. En ætli 960 og 970 sé ekki eins og hægri og vinstri hendin á mér, aðra nota ég í að rúnka mér en hina á stýrið í bílnum, annars er þetta basically sami líkamsparturinn.

En með SSD diskinn, þá er maður alltaf hræddur við svona ný merki sem poppa upp hér og þar, kannski maður skoði þessa Plextor aðeins betur, kannskimaður geti loksins uppfært SSD'inn í minni eigin vél, næst þegar hún fer í tune up.
Ég myndi persónuleg ekki vera ósáttur við GTX960, það er á fínu verði og gott performance. Núna er mikið að gerast í skjákortsheiminum og nýjar kynslóðir að koma fram þannig að þetta býður frekar upp á uppfærslur í framtíðinni.
Það er dagsatt, þakka þér innilega fyrir þessar ráðleggingar, ég met þær mikils, trúðu mér.

Og svo þegar ljósleiðarinn lætur ljós sitt skína, hvenar sem það verður svo, þá getur maður kannski bara spilað með litla bróður eins og í gamla daga. Loksins, loksins þarf hann ekki endalaust að hlusta á lýsingarnar í mér hvað hinn og þessi leikur er $wagalegur og getur prufað þá fyrir sjálfann sig. Á ég Steam Account með 370 leikjum sem hann mætti nota að vild og svo auðvitað Origin og UPlay líka sem eru með circa 20-30 leikjum hvor, sem hann gæti notað líka.

Ahh, loksins er hann bróðir minn að stíga fyrstu skrefin inní tölvuleikja heim tuttugustu og fyrstu aldarinnar.

En hann má samt ekki gleyma því að skólinn er 1, 2 og 3, enda var full mikið Counter Strike og djamm á síðustu önn, það mikið að karlgreyjið féll í nánast öllu.

En já, ástæðan fyrir því að ég hefði farið dýrara hvað varðar skjákortið er einfaldlega sú að ég vil getað spila leiki í sem hæstu gæðum í 1080p með ágætt fps, ekki það að 960 geti það ekki, ég ímynda mér bara að það nái 50-60fps í Battlefield 4 í stað talnanna sem ég er að fá hjá mér, og vil ég að litli bróðir fái að njóta all the good looking smoothness sem Battlefield hefur uppá að bjóða.

So what hann nái kannski ekki leik eins og Witcher 3 í Ultra 50fps í 1080p, hann nær honum þá allavegana í flottu fps í medium-high og er sá leikur varla ljótur í þeim gæðum. Svo má deila um það að leikir séu meira en bara glans og glimmer.

Enn og aftur, takk kærlega fyrir þessar ráðleggingar og reassurances, hvernig sem maður segir það á Íslensku... :D :megasmile
Loksins edrú og aldrei í mínu fullorðins lífi liðið betur né liðið jafn mikið eins og manneskju. Nú byrjar restin af lífinu.
Skjámynd

vesley
Kóngur
Póstar: 4139
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig er þessi vél? [Linkur á Ódýrið]

Póstur af vesley »

Njall_L skrifaði:Þetta er alls ekki slæm vél fyrir peninginn, sérstaklega ekki þar sem að hann fór í GTX960 skjákort. Ég veit síðan ekki annað en að Plextor diskarnir hafi verið að koma vel út.
Hvað örgjörvann varðar þá er hann alls ekki slæmur. Er að skora 7454 stig hjá PassMark og i5 6600k skorar 7797 og er töluvert dýrari.
https://www.cpubenchmark.net/cpu.php?cp ... Eight-Core
https://www.cpubenchmark.net/cpu.php?cp ... Hz&id=2570

Í rauninni sé ég enga ástæðu til þess að hann ætti að vera að efast nokkuð um þessi kaup sín.
cpubenchmark getur því miður verið rosalega gallað í svona samanburði á milli AMD og Intel.

http://www.anandtech.com/show/8864/amd- ... -vishera/3

Ef við skoðum anandtech sem er með benchmark á þeim tíma sem FX-8320E kom út þá sést að t.d. Intel Core i5-4690K tekur hann í flestum prófunum.

6600K var ekki kominn út þá.

Að bera saman örgjörva saman við annan örgjörva getur oft verið nokkuð erfitt þar sem þeir eru alltaf settir í verklegar reikniaðgerðir og "rendera" skrár og álíka hluti sem oft er ekki hægt að taka gott mark á þegar kemur að "performance" í tölvuleikjum.
Það að Intel er dóminerandi í CPU markaðnum í dag er engin tilviljun, því miður.

8 kjarna consumer örgjörvarnir hjá AMD hafa einfaldlega ekki náð að hitta í mark þegar kemur að leikjabransanum, oft há orkuþorf og lélegt compatibility í leikjum til að nýta þá að fullu.
massabon.is
Svara