Síða 1 af 1

RMA til útlanda?

Sent: Mið 22. Jún 2016 17:45
af Njall_L
Sælir Vaktarar

Þekkir einhver það hvernig maður fer að því að senda búnað í RMA til útlanda til að þurfa ekki að borga vsk af nýja hlutnum þegar að hann kemur til baka og slíkt? Finn ekkert um þetta og veit í raun ekki hvar ég ætti að leyta.

Re: RMA til útlanda?

Sent: Mið 22. Jún 2016 18:17
af brain
Ég þurfti að fara upp í Tollmiðstöð á Höfða, fylla þar út pappíra, þar pakkarðu vöruni og þeir taka svo við henni.

btw, þeir skráðu serial númer af vöruni, lenti í mesta basli þegar ný vara kom með öðru serial númeri.

Re: RMA til útlanda?

Sent: Mið 22. Jún 2016 18:21
af Njall_L
brain skrifaði:Ég þurfti að fara upp í Tollmiðstöð á Höfða, fylla þar út pappíra, þar pakkarðu vöruni og þeir taka svo við henni.

btw, þeir skráðu serial númer af vöruni, lenti í mesta basli þegar ný vara kom með öðru serial númeri.
Ahh ég geri ráð fyrir því að fá nýja vöru. Sjá þeir svo um að senda búnaðinn út og sækirðu nýja búnaðinn til þeirra?

Re: RMA til útlanda?

Sent: Mið 22. Jún 2016 23:26
af brain
Þeir senda, svo kemur pakkinn einsog venjulega í pósti, og þá ertu með útflutningsskýrsluna til að sleppa við gjöld.