Síða 1 af 1
Etihvað sem væri þess virði að upgradea i þessari?
Sent: Mið 22. Jún 2016 12:39
af Urri
Bjó mér til þessa fyrir tæpu ári síðan.
Hef verið að gæla við að selja 980 kortið og kaupa mér 1080 í staðin.
En hvað finnst fólki að væri best að upgradea ef ég myndi nú fara í það.
CPU : Intel Core I7-5930K
Motherboard: Asus X99-A
RAM: HyperX Predator 2400MHz 32GB (4x8GB)
GPU: Asus GeForce STRIC GTX 980 Ti 6GB
Case: Fractal Design Define R5 Titanium
Storage:HyperX Predator SSD 480GB M.2 PCIe
PSU: EVGA SuperNOVA 1000G2
Cooling: Corsair Hydro H100i GTX
Re: Etihvað sem væri þess virði að upgradea i þessari?
Sent: Mið 22. Jún 2016 12:42
af worghal
þetta er nú bara helvíti solid og ekkert út á þetta að segja.
980ti er alveg að fara að duga þér í dágóðann tíma áfram en ef þú villt fara í 1080, þá hví ekki?
Re: Etihvað sem væri þess virði að upgradea i þessari?
Sent: Mið 22. Jún 2016 12:56
af Njall_L
Frekar takmarkað hvað hægt er að uppfæra. En örrinn þinn er orðinn last gen, gætir viljað uppfæra hann XD
https://tolvutek.is/vara/intel-core-i7- ... rvi-retail
Re: Etihvað sem væri þess virði að upgradea i þessari?
Sent: Mið 22. Jún 2016 21:11
af Urri
Haha bara 330k... held ég láti það vera. er samt orðinn nett pirraður á þessu "sérpöntun" á öllu sem ég hef áhuga á ... þ.e.a.s. high end dóti.

Re: Etihvað sem væri þess virði að upgradea i þessari?
Sent: Mið 22. Jún 2016 21:15
af Hnykill
hehe heyrðu gamli :Þ .. I7-5930K er ekkert "last gen" græja.. þetta er "Extreme" útgáfan af því besta sem Intel var að hanna fyrir 2 árum eða svo.. og þetta á eftir að keyra hvað sem er næstu 4-5 árin eða svo án takmarkana.. væri betur að huga að skjákortinu og öðru eins en ekki örgjörvans.
Er sjálfur með Core i7 5820K á 4.4 Ghz og i7 línan er bara búin að sanna það síðustu ár að það verður aldrei neinn flöskuháls í neinum vélum.. ég myndi sætta mig við i7 920 núna og væri betur en sáttur. þetta eru í alvörunni margfalt öflugri örgjörvar en nokkuð annað í tölvunni getur skilað á móti .
Re: Etihvað sem væri þess virði að upgradea i þessari?
Sent: Mið 22. Jún 2016 22:23
af Njall_L
Hnykill skrifaði:
hehe heyrðu gamli :Þ .. I7-5930K er ekkert "last gen" græja.. þetta er "Extreme" útgáfan af því besta sem Intel var að hanna fyrir 2 árum eða svo.. og þetta á eftir að keyra hvað sem er næstu 4-5 árin eða svo án takmarkana.. væri betur að huga að skjákortinu og öðru eins en ekki örgjörvans.
Er sjálfur með Core i7 5820K á 4.4 Ghz og i7 línan er bara búin að sanna það síðustu ár að það verður aldrei neinn flöskuháls í neinum vélum.. ég myndi sætta mig við i7 920 núna og væri betur en sáttur. þetta eru í alvörunni margfalt öflugri örgjörvar en nokkuð annað í tölvunni getur skilað á móti .
Haha þetta var nú meira meint í djóki hjá mér heldur en nokkurri alvöru

Re: Etihvað sem væri þess virði að upgradea i þessari?
Sent: Mið 22. Jún 2016 23:26
af kiddi
Ef maður bakkar aðeins og horfir á hraðaaukningu síðustu ára, þá er hún fáránlega lítil t.d. hjá örgjörvum. Við gleymum okkur oft þegar við erum að skoða benchmarking charts þar sem skalanum á línuritum er hagrætt á þann hátt að munurinn er miklu meiri en hann raunverulega er, t.d. er munur á i7 2600K sem ég átti fyrir ~5 árum, ekki nema í vesta falli 20% hægvirkari en i7 4790K sem ég keypti í lok síðasta árs, ekki beint munur milli lífs og dauða þegar allt er talið. Svo er spurning hvort 1080 GTX sé eitthvað að fara að sýna þér mun á móti 980 Ti, kannski ef þú ættir 4K 144hz skjá? Ég er sjálfur með 3440x1440 34" skjá sem er 60hz max, og ég finn varla mun á 1x 980 eða 2x í SLI - jú, SLI benchmarkar hærra - en real life upplifunin er nánast ósýnileg. Ég myndi segja að miðað við þær græjur sem þú hefur í dag, þá er ekkert sem þú getur gert til að upplifa áþreifanlegan hraðamun - þú ert á toppnum og verður bara að sitja þar rólegur í bili

Jú þú gætir farið í 2.5GB/sec NVMe drif en ég tel mjög ólíklegt að þú getir séð muninn á því vs. 1GB/sec drifið sem þú hefur í dag öðruvísi en með benchmarking forritum. Bruðla kannski bara í HTC Vive eða eitthvað?
tl;dr: Hér á hugmyndin um "
law of diminishing returns" vel við, þeas. þú ert það ofarlega á tæknitrénu að þú þarft að borga hlutfallslega mjög mikið fyrir hlutfallslega litlar framfarir.
Re: Etihvað sem væri þess virði að upgradea i þessari?
Sent: Fim 23. Jún 2016 07:44
af Urri
Ætla að leyfa þessu VR dóti að vera í notkun í dágóðan tíma áður en maður blæðir í svoleiðis búnað.
En ætli það verði ekki frekar nýjir skjáir þar sem ég er einungis með 24" BenQ.
Re: Etihvað sem væri þess virði að upgradea i þessari?
Sent: Fim 23. Jún 2016 10:09
af kiddi
Góð hugmynd
Hér er einn skjár sem verður erfitt að toppa í bráð, 34" ultrawide 21:9 með IPS panel og samt 100hz refresh hraða:
http://www.tl.is/product/34-rog-pg348q- ... g-sync-ips
Ég er með 34" Ultrawide bæði heima og curved 34" á skrifstofunni og get ekki hugsað mér venjulegan 16:9 skjá framar. Ekki svo flottur að eiga 100hz útgáfuna þó.
Re: Etihvað sem væri þess virði að upgradea i þessari?
Sent: Fim 23. Jún 2016 10:19
af Njall_L
Tek undir þetta með Kidda. Er sjálfur með 34" Curved Ultrawide og það er æðislegt.
Þessi hérna er líka flottur, t.d. uppáhalds skjárinn hjá Linus Tech Tips um þessar mundir
https://tolvutek.is/vara/acer-x34a-34-i ... ar-svartur
Re: Etihvað sem væri þess virði að upgradea i þessari?
Sent: Fim 23. Jún 2016 17:40
af Urri
Helvítis sérpantanir á öllu svona >.< en já hef verið að skoða þessa curved skjái... en hvernig er að vera með fleiri skjái við hliðiná ? t.d. 24" sinnhvoru megin
Re: Etihvað sem væri þess virði að upgradea i þessari?
Sent: Fim 23. Jún 2016 17:56
af Njall_L
Urri skrifaði:Helvítis sérpantanir á öllu svona >.< en já hef verið að skoða þessa curved skjái... en hvernig er að vera með fleiri skjái við hliðiná ? t.d. 24" sinnhvoru megin
Ætlaði persónulega að gera það en hef því miður ekki plássið en ég ímynda mér að það myndi koma mjög vel út. Í þannig setupi myndi ég samt hafa 34" Ultrawide í upplausninni 3440x1440 og síðan 27" venjulegan í upplausninni 2160x1440. Það er vegna þess að 34" 21:9 skjár er jafn hár og 27" 16:9 skjár og því myndu þeir vera jafn háir. Einnig mæli ég ekki með því að skoða skjái í minni upplausn þegar að þú ert kominn í þessa stærð.