Síða 1 af 1

Display port adapters á nýju GTX 970

Sent: Fös 10. Jún 2016 18:21
af benjamin3
Sælt veri fólki. Ég var að fá mér GTX 970 og er í smá vandræðum með display portin. Ég er ekki með neinn skjá sem notar display port svo að mig langaði til að nýta mér breytistykki sem ég keypti hjá att.is : http://att.is/product/manhattan-display ... -m-i-hdmif.
Áður en ég fékk mér 970 var ég með einn skjá tengdann í DVI, annan frá DVI í HDMI og þriðja frá DVI í DVI með mini displayport adapter á endanum.
Ég var hinsvegar að fá mér HTC Vive sem er að taka eina HDMI tengið mitt.

Skjákortið er með 2x DVI, 1x HDMI og 4x DP
Setuppið sem mig langar að nota er þá:

Thing, tengi ----- Skjákort
Skjár 1, DVI ----- DVI
Skjár 2, DVI ----- DVI
Skjár 3, DVI ----- HDMI -> DP (skjárinn sem var í HDMI tenginu á gamla skjákortinu, á enn kapalinn)
Vive, HDMI --- HDMI
TV, HDMI ---- HDMI -> DP

Hef lesið að 970 styðji bara 4 skjái samtímis svo að ég sætti mig við að þurfa að skipta á TV og einum skjá. Ég vil nota Vive og TV á sama tíma þar sem það er skemmtilegra fyrir gesti að sjá hvað gæjinn í Vive er að gera á sjónvarpinu.

Vandamálið er að skjár 3 með DVI í HDMI með breytistykki í DP skilar engu signal og með endalausa breytingu á inputs er það svosem skiljanlegt held ég, gæti þurft að kaupa DVI í DP ef það er til en ég átti kapalinn svo mig langaði að prófa þetta fyrst.

TV notar HDMI og fer í DP breytistykki í skjákortið en skilar heldur ekki neinu signal. Er að nota workaround núna með því að tengja TV í móðurborðið en ég væri til í að nýta skjákortið í það.
Ég hef heyrt eitthvað um active vs. passive breytistykki áður en ég veit lítið sem ekkert um það svo að ég er ekki viss um hvort ég þurfi frekar annað en hitt.

Svo að ég er aðallega að leita til ykkar fyrir hjálp með þetta allt saman - ástæðu fyrir því að þetta virkar ekki og vonandi góð ráð um hvað ég gæti gert til að nýta Display Port tengin á skjákortinu.