Síða 1 af 1

Ábyrgð á síma??

Sent: Mið 08. Jún 2016 13:36
af dogalicius
Sælir mig langar að spyrja. Þannig er að ég var með lumia 1520.
Keyptur hjá nova. Lenti í að hann bilaði og fór hann í viðgerð þurfti að bíða í um tæpan mánuð. Svo bilaði hann fljótlega aftur og auðvitað í viðgerð fór hann. Nú náði Mágur minn í hann fyrir mig en þegar ég sæki hann þá sé ég að ég hef fengið 950xl í staðin. Hægt ástæður með það. En car að furða mig á að hann kæmi ekki í kassa og hringi því í nova. Fæ þau svör að það sé eðlilegt að þeir komi ekki í kassa. En já þá er ég loks kominn að spurningunni. Og hún er varðandi ábyrgð. Ég spurði hvort þetta væri þá ekki ný tveggja ára ábyrgð á nýjum síma. Ekki vildi starfsmaður nova meina. Bara að hann væri í ábyrgð eins og gamli hefði verið. Getur þetta passað?

Re: Ábyrgð á síma??

Sent: Mið 08. Jún 2016 14:01
af gutti
mæla með tala við ns.is lögin eru að má gera við hluti 2 skipti 3 sinn áttu rétt á nýja síma !!

Re: Ábyrgð á síma??

Sent: Mið 08. Jún 2016 14:04
af dogalicius
Ég fékk nýjan, og hefði þá haldið að það væri ný tveggja ára ábyrgð, en starfsmaður nova vildi meina að það væri bara í ábyrgð eins og eldri síminn sem myndimyndi þá þýðaþýða þangað til í ágúst á þessu ári

Re: Ábyrgð á síma??

Sent: Mið 08. Jún 2016 14:07
af AntiTrust
Framleiðsluábyrgðin gæti vel verið í gildi á 950XL í hvaða tíma sem Nokia gefur upp, en ég er nokk viss um að lögin kveði bara á um 2 ára ábyrgð frá söludagsetningu.

Re: Ábyrgð á síma??

Sent: Mið 08. Jún 2016 16:18
af frappsi
Nýtt tæki nýtt ábyrgðartímabil.

Væri líka gaman að vita hvort kvörtunarfrestur á farsímum sé 2 eða 5 ár. Ég sé í fljótu bragði engan úrskurð um það hjá kærunefnd lausafjár- og þjónustukaupa...

Re: Ábyrgð á síma??

Sent: Mið 08. Jún 2016 16:24
af gutti

Re: Ábyrgð á síma??

Sent: Mið 08. Jún 2016 16:42
af Klemmi
Rétt hjá frappsi, ef þeir skipta vörunni út, þá miðast nýr 2 ára ábyrgðartími við þá dagsetningu sem honum er skipt út, ekki við söludagsetningu upprunalega símans.

Þetta heitir í lögunum "ný afhending", og 2 ára "kvörtunartími" miðast við afhendingartímann, sem er sá tími sem neytandi veitir hlutnum viðtöku.

http://www.althingi.is/lagas/137/2003048.html

Re: Ábyrgð á síma??

Sent: Mið 08. Jún 2016 18:59
af ljoskar
Nýr sími, ný ábyrgð. Hvort sem hann kemur í stað annars síma sem er bilaður.

Mjög gott væri fyrir þig að fá eitthvað skjal frá nova eða kvittun um að þú hafir fengið þennan síma þar sem dagsetning kemur fram.

Þú gætir lent í veseni seinna með að fá hlutinn viðgerðinni ef þú átt ekki neina pappíra yfir þessi skipti þótt það sé mjög líklega skráð eitthverstaðar hjá þeim.

Re: Ábyrgð á síma??

Sent: Mið 08. Jún 2016 22:26
af dogalicius
þar sem þeir höfðu ekki samband. Bað starfsmanninn hjá Nova að skoða þetta fyrir mig og hann sagðist ætla að tala við einhvern þarna sem þekkti þetta betur. Þá bjalla ég í þá aftur á morgunn.

En takk kærlega fyrir öll svörun. Ég læt vita hvað þeir segja.

Re: Ábyrgð á síma??

Sent: Mið 08. Jún 2016 22:38
af Dúlli
dogalicius skrifaði:þar sem þeir höfðu ekki samband. Bað starfsmanninn hjá Nova að skoða þetta fyrir mig og hann sagðist ætla að tala við einhvern þarna sem þekkti þetta betur. Þá bjalla ég í þá aftur á morgunn.

En takk kærlega fyrir öll svörun. Ég læt vita hvað þeir segja.
Þetta snýst ekki um hvað þeir segja. Þetta eru lög og þeim ber að fylgja þau, ef þú hefur þolimæði og nennir því myndi ég fylgja því hart og heimta þessi að fá kvittun eða eithvers konar pappír sem sýnir að þú varst með síma sem bilað og þeir skiptu símanum út fyrir annan síma, annað módel.

Ábyrgð er háð tæki og þar sem þetta er nýtt tæki þá er tveggja ára lögbundinn ábyrgð.

Ég lenti í þessu veseni sjálfur einu sinni en ef þú hefur samband við neytendasamtökin þá er þetta sagt.

Væri allt önnur saga ef síminn hefði farið í viðgerð og það hefði verið skipt um skjá út af galla og svo þegar ábyrgðin er búin fer móðurborðið þá er samt skjárin en í ábyrgð frá því það var skipt um hann.

Re: Ábyrgð á síma??

Sent: Mið 08. Jún 2016 22:48
af dogalicius
Já Já ég ætla ekkert að gefa eftir. En ætla að anda allavega fram á morgundag og sjá hvaða svör þeir vilja gefa mér. Ég deili þessu svo með ykkur hérna á morgunn hvort þeir vilji fara í hart eða leysa þetta á réttan máta. Sem ég hef trú á og von. En við sjáum hvað setur.

Re: Ábyrgð á síma??

Sent: Fim 09. Jún 2016 17:16
af dogalicius
Jæja þeir höfðu samband og ætla að virða ábyrgðina. Þannig allt erer gott :)

Re: Ábyrgð á síma??

Sent: Fim 09. Jún 2016 20:18
af BjarniTS
frappsi skrifaði:Nýtt tæki nýtt ábyrgðartímabil.

Væri líka gaman að vita hvort kvörtunarfrestur á farsímum sé 2 eða 5 ár. Ég sé í fljótu bragði engan úrskurð um það hjá kærunefnd lausafjár- og þjónustukaupa...
Sími er nú tæki sem ætti að hafa minnst 5 ára ábyrgð og framleiðendur ættu ekki að fá að sleppa við það.

Frændi minn átti gamlan Nokia síma sem dugaði í 10 ár.
Tæki eins og þvottavélar , ísskápar , símar , þurrkarar , þetta ætti nú allt að hafa 5 ára ábyrgðina.