Síða 1 af 1

ANSI 60% lyklaborð (Pok3r)

Sent: Mið 25. Maí 2016 19:11
af bjornvil
Sælir

Er einhver hérna að nota 60% mechanical lyklaborð með US ANSI layout hérna? Hvernig er að nota þetta með Íslenskum stöfum á Windows t.d. og komast t.d í special characters?

S.s. svona lyklaborð.

Mynd

Re: ANSI 60% lyklaborð (Pok3r)

Sent: Mið 25. Maí 2016 19:27
af DJOli
Ætti að virka. Prufa bara og sjá hvað gerist.
Ef ætlunin er að nota lyklaborðið með qwerty layouti þá held ég að þetta ætti að virka vandræðalaust.

Re: ANSI 60% lyklaborð (Pok3r)

Sent: Mið 25. Maí 2016 22:30
af arons4
Ekkert vandamál með íslenska stafi á ansi lyklaborðum, vertu bara tilbúinn til að hitta ekki á enter.

Re: ANSI 60% lyklaborð (Pok3r)

Sent: Mið 25. Maí 2016 22:40
af capteinninn
Er einmitt í sömu pælingum, skil líka ekki hvar menn eru að kaupa alla þessa gullfallegu keycaps

Re: ANSI 60% lyklaborð (Pok3r)

Sent: Mið 25. Maí 2016 23:03
af Frost
https://www.reddit.com/r/mechanicalkeyboards

Hættuleg fikn. Hef ekki notað 60% ANSI en mér þykir ANSI vera mikið betra layout en ISO.

Re: ANSI 60% lyklaborð (Pok3r)

Sent: Fim 26. Maí 2016 08:44
af Baldurmar
capteinninn skrifaði:Er einmitt í sömu pælingum, skil líka ekki hvar menn eru að kaupa alla þessa gullfallegu keycaps
Settu kælipoka á visa kortið :
http://www.massdrop.com