Síða 1 af 1

Router fyrir ljósnet hjá Vodafone

Sent: Mán 23. Maí 2016 22:57
af JohnnyX
Sælir Vaktarar.

Ég er að leita mér að router fyrir ljósnet vodafone sem gefur mér stöðuga tengingu svo ég þurfi ekki að endurræsa hann að meðaltali 2-3svar á kvöldin.
Helstu eiginleikar sem hann þarf að hafa er góð drægni á WiFi, stöðugt net, sé með þægilegt notendaviðmót og styðji tvo myndlykla.

Var búinn að renna í gegnum þó nokkra þræði hérna en þeir voru allir fyrir ljósleiðara.
Ég fann þó þessa grein í þráðunum sem benti á þennan router. Mér lýst mjög vel á hann en hann er hvergi til hérna heima, Start geta þó pantað hann og tekur það 5-10 daga.

Ég er í smá tímaþröng og þarf helst að vera kominn með router fyrir helgi.
Var búinn að sjá þennan og svo þennan en ég er ekki fróður um þessi mál og vantar því hjálp.

Eruði með einhverjar hugmyndir fyrir mig?

kv.

Re: Router fyrir ljósnet hjá Vodafone

Sent: Þri 24. Maí 2016 10:57
af FreyrGauti

Re: Router fyrir ljósnet hjá Vodafone

Sent: Þri 24. Maí 2016 14:20
af JohnnyX
FreyrGauti skrifaði:http://tl.is/product/dsl-ac68u-adsl-vds ... -dual-band

Til á lager samkvæmt síðunni.
Þetta fór alveg framhjá mér. Þakka þér fyrir!

Re: Router fyrir ljósnet hjá Vodafone

Sent: Þri 24. Maí 2016 15:43
af Dben
Ég er með Asus DSL-AC68U sem ég er til í að selja fyrir 30.000kr eða svo.

Re: Router fyrir ljósnet hjá Vodafone

Sent: Þri 24. Maí 2016 21:36
af JohnnyX
Dben skrifaði:Ég er með Asus DSL-AC68U sem ég er til í að selja fyrir 30.000kr eða svo.
Ég var bara að sjá þetta núna, er búinn að kaupa mér græjuna. Takk samt fyrir gott boð :)

Re: Router fyrir ljósnet hjá Vodafone

Sent: Fim 22. Sep 2016 10:25
af Cvureti
ætla mér að endurvekja þennan þráð, þar sem netið hjá mér er svipað dettur reglulega út og ég þarf að endurræsa.
ég er með ljósnet frá vodafone, og ætla að mér að kaupa nýjan router(er með router frá vodafone) enn svo hef ég verið að pæla er með
trendnet access point og hefuru það áhrif á hvernig router ég á að kaupa mér?

Það er 1 tölva beinteingd við routerinn og 2 þráðlausar 1 á neðrihæð og önnur á efrihæð(þessvegnatrendnet)

einhverjar ráðleggingar?
\:D/ \:D/ \:D/

Re: Router fyrir ljósnet hjá Vodafone

Sent: Sun 08. Jan 2017 11:52
af JohnnyX
Ég keypti þennan Asus router og gæti ekki verið ánægðari. Netið hefur ekki einu sinni dottið út síðan ég setti hann upp.
Er með 2 sjónvarpslykla frá Vodafone tengda og 2 TrendNet access punkta.