Síða 1 af 1
WoW og Hive
Sent: Þri 04. Jan 2005 21:13
af jericho
Nú í gær datt Hive-ið inn hjá mér og ég fór að opna fyrir port, voða ánægður með lífið. Ég fór að lesa mér til um leikinn og á WoW síðunni eru upplýsingar um öll þau port sem ég þarf að nota fyrir leikinn. Ég lét því auðvitað opna fyrir þessi port. Því brá mér þegar ég sá latency í leiknum. Pingið var yfir 1000ms og fór mun ofar (sá jafnvel allt að 10k ms).
Hvernig stendur á þessu? Ég hringdi í Hive en þeir sögðu að álagið á kerfið þeirra væri svo mikið að ég fengi bara ekki betra samband. En er það virkilega málið??? Ég meina, 56k módem hefði gert mig ánægðan í samanburði við þessa tengingu sem ég fékk. Ég get því ekkert gert fyrr en Hive munu "sexfalda" tenginguna sína á næstu dögum.
Er einhver annar þarna úti sem á í erfiðleikum með að spila á erlendum serverum (WoW, Diablo, EQ, CS..... eitthvað annað)? Því hann spurði strax hvort þetta væri erlendir serverar sem ég væri að spila á. Ég er mjög ósáttur við þetta þessa stundina, en svo virðist sem ég geti ekkert gert, nema að þið lumið á einhverju uppi í erminni.
kv,
jericho
Sent: Þri 04. Jan 2005 21:31
af einarsig
held þú verðir bara að tjilla og vona að þegar þeir stækka linkinn að hann verði ekki fullnýttur um leið
Sent: Fim 06. Jan 2005 20:29
af halli4321
ég keypti mér Wow í BT og þá var ég búinn að lesa á gamespot að hann væri kominn út en þá var þetta bara beta...og ég á að fara á
http://www.wow-europe.com og íta á einhvern link til að ná í betuna en ég finn ekki þennan link og svo sagði einhver við mig að betan fyrir evrópu kæmi ekki strax út, hvernig gerðir þú þetta dæmi?
Sent: Fim 06. Jan 2005 20:41
af jericho
US version kom út 23.nóv - u do the math
Sent: Fim 06. Jan 2005 23:06
af halli4321
og eruð þið að spila þetta? hvar fær maður þetta version? og hvenær á hann að koma út í evrópu?
Re: WoW og Hive
Sent: Fös 07. Jan 2005 02:09
af DaRKSTaR
jericho skrifaði:Nú í gær datt Hive-ið inn hjá mér og ég fór að opna fyrir port, voða ánægður með lífið. Ég fór að lesa mér til um leikinn og á WoW síðunni eru upplýsingar um öll þau port sem ég þarf að nota fyrir leikinn. Ég lét því auðvitað opna fyrir þessi port. Því brá mér þegar ég sá latency í leiknum. Pingið var yfir 1000ms og fór mun ofar (sá jafnvel allt að 10k ms).
Hvernig stendur á þessu? Ég hringdi í Hive en þeir sögðu að álagið á kerfið þeirra væri svo mikið að ég fengi bara ekki betra samband. En er það virkilega málið??? Ég meina, 56k módem hefði gert mig ánægðan í samanburði við þessa tengingu sem ég fékk. Ég get því ekkert gert fyrr en Hive munu "sexfalda" tenginguna sína á næstu dögum.
Er einhver annar þarna úti sem á í erfiðleikum með að spila á erlendum serverum (WoW, Diablo, EQ, CS..... eitthvað annað)? Því hann spurði strax hvort þetta væri erlendir serverar sem ég væri að spila á. Ég er mjög ósáttur við þetta þessa stundina, en svo virðist sem ég geti ekkert gert, nema að þið lumið á einhverju uppi í erminni.
kv,
jericho
álag hjá þeim.. wow.. þeir hljóta að vera komnir með fleyri þúsund notendur sem eru downlodandi 24/7..
annars já.. ég hugsa að þú náir aldrei að spila á erlendum serverum með góðu pingi, t.d simnet þá downlodar nánast enginn að utan og þar af leiðandi færðu fínt ping, en þarna munu menn alltaf vera að sækja og sækja sem mun koma niður á pingi í leikjum.
svipað og þegar síminn var með frítt eina helgina,, var ekki fræðilegur möguleiki að spila diablo, var með 2-3k ping.
Re: WoW og Hive
Sent: Fös 07. Jan 2005 09:15
af jericho
DaRKSTaR skrifaði:álag hjá þeim.. wow.. þeir hljóta að vera komnir með fleyri þúsund notendur sem eru downlodandi 24/7..
annars já.. ég hugsa að þú náir aldrei að spila á erlendum serverum með góðu pingi, t.d simnet þá downlodar nánast enginn að utan og þar af leiðandi færðu fínt ping, en þarna munu menn alltaf vera að sækja og sækja sem mun koma niður á pingi í leikjum.
svipað og þegar síminn var með frítt eina helgina,, var ekki fræðilegur möguleiki að spila diablo, var með 2-3k ping.
Helduru að þetta stafi vegna álags á Blizzard serverunum? Það getur ekki verið þegar félagar manns eru spila með ~100-200ms í latency. Vandinn liggur hjá Hive.
Það væri náttúrulega óásættanlegt ef maður næði aldrei að spila á erlendum serverum með góðu ping - þetta er jú 8 mbit tenging! Ef maður nær því ekki á annað borð, þá eiga þeir að stækka utanlandsgáttina sína nægilega mikið til að ALLIR hjá þeim geti spilað með lágu ping.
Einhvernveginn finnst mér eins og ég hafi verið plataður út í að kaupa þetta Hive... ég mun endurskoða afstöðu mína þegar þeir hafa stækkað tenginguna sína við útlönd
kv,
jericho
Re: WoW og Hive
Sent: Fös 07. Jan 2005 14:34
af MezzUp
DaRKSTaR skrifaði:svipað og þegar síminn var með frítt eina helgina,, var ekki fræðilegur möguleiki að spila diablo, var með 2-3k ping.
Það má ekki alveg taka það sem dæmi afþví að þá helgi hömuðust allir við að downloada
Re: WoW og Hive
Sent: Fös 04. Feb 2005 14:29
af Bendill
MezzUp skrifaði:DaRKSTaR skrifaði:svipað og þegar síminn var með frítt eina helgina,, var ekki fræðilegur möguleiki að spila diablo, var með 2-3k ping.
Það má ekki alveg taka það sem dæmi afþví að þá helgi hömuðust allir við að downloada
Og hvað heldurðu að fólk sé að gera hjá Hive? Skoða myndir af kettlingum?
Þetta er bara vandamál með stærð gáttar Hive til útlanda, þeir geta einfaldlega ekki haldið uppi góðum svartíma erlendis, þú finnur ekkert fyrir þessu á heimasíðu-skrölti, en þetta er örugglega skelfilegt fyrir unnendur MMO leikja, því þar er svartími oftast spurning upp á líf eða dauða...
Sent: Fös 04. Feb 2005 22:27
af jericho
... sem unnandi mmorpg leiks, get ég vottað fyrir það að Hive hefur engan veginn verið að standa sig. Ég setti upp proxy server á vél sem hefur tengingu gegn um OgVodafone, en vegna kunnáttuleysis míns á því tóli, fór downloadið upp úr öllu valdi þegar ég skildi vélina eftir í gangi marga sólarhringa (sá sem átti vélina var ekki heima en leyfði mér að hafa afnot af henni). Þannig gat ég tengst innanlands í þessa tilteknu vél heiman frá mér - og þaðan farið á erlendu serverana.
Dag einn ákvað ég að kíkja á netnotkunina, svona upp á gamanið. Æ! kominn yfir 2GB á einni viku.... þá er proxy serverinn að senda og sækja gögn stanslaust. Mér var það til happs að 2 dögum seinna tilkynnti Síminn og Vodafone að þeir ætluðu að setja verðþak og notendur þurftu ekki að borga fyrir meira en 2 GB á mánuði. w00t!
Þar sem að tímabilið er frá 11. til 10. hverra mánaða, þá hef ég til 10.feb af fríu downloadi af þessari tölvu og ætla að nýta mér það. Og einmitt þegar Hive ætlar að stækka utanlandsgáttina sína núna á mánudaginn skv. nýjustu heimildum mínum í dag (4.feb). Þannig get ég spilað í gegn um þessa tölvu til 10.feb án þess að hafa nokkrar áhyggjur. Á mánudag loka ég þessum proxy server og allt fer í gott stand
(...þ.e.a.s. ef Hive frestar þessu ekki aftur um aðra viku eins og þeir gerðu síðast, og síðast,
og síðast, og síðast, og síðast, og síðast, og síðast, .......
Sent: Mán 07. Feb 2005 14:09
af Hawley
ég veit það fyrir víst að eigendur hive borði börn.