Síða 1 af 1
Tengja 120v tæki á Íslandi
Sent: Mán 02. Maí 2016 01:28
af zaiLex
Var að kaupa mér þessa græju:
http://www.weller-toolsus.com/soldering ... wes51.html
Svo fatta ég allt í einu að þetta er 120v. Þýðir það að ég þurfi straumbreyti? Eða er breytikló bara nóg? (ég veit allavegana þegar ég keypti mér nexus 5x úti þá var breytikló nóg en það var kannski út af hleðslutækið var að með 120v-220v eiginleika?)
Og já ef ég þarf straumbreyti, hver er besta og ódýrasta lausnin í þeim málum? Og ef ég tengi þetta núna eyðileggst þá tækið? Kv, einn sem kann ekkert á rafmagn.
Re: Tengja 120v tæki á Íslandi
Sent: Mán 02. Maí 2016 03:24
af snaeji
Þú þarft 110-220v spennubreyti fyrir lágmark 50w
Fyrir <45W og ekki jarðtengdur, ef þú vilt hafa þetta spennandi
http://www.elko.is/elko/is/vorur/Rafmag ... _i_EUR.ecp
Fyrir <300W og er jarðtengdur ef þú vilt lifa
http://www.elko.is/elko/is/vorur/Rafmag ... i_Euro.ecp
Edit:
Held reyndar að það sé ekkert must að hafa þetta jarðtengt svo þessi <75W ætti alveg að duga
http://www.elko.is/elko/is/vorur/Rafmag ... etail=true
Re: Tengja 120v tæki á Íslandi
Sent: Mán 02. Maí 2016 20:17
af zaiLex
OK nú skil ég ekki, af hverju heitir þetta 230v í 110v þegar ég er að breyta 120v í 230v? Og Weller græjan er líka type B plug með 3x gæjum, sýnist þetta vera fyrir type A, hvað gera bændur þá?
Re: Tengja 120v tæki á Íslandi
Sent: Mán 02. Maí 2016 20:24
af hagur
Titillinn á síðunni er villandi en skv. vörulýsingu gerir þetta tæki það sem þig vantar:
Inngangsspenna 200-240V. Útgangsspenna, inn á tæki frá USA 100-120V.
Svo færðu bara millistykki til að græja plöggin.
Re: Tengja 120v tæki á Íslandi
Sent: Mán 02. Maí 2016 21:17
af zaiLex
En erum við þá ekki að tala um millistykki sem er B USA kló í A USA kló? semsagt eitthvað sem finnst örugglega ekki á Íslandi (því mér sýnist þessi straumbreytar vera með gat fyrir A kló)
Re: Tengja 120v tæki á Íslandi
Sent: Mán 02. Maí 2016 21:30
af hagur
Færð þetta örugglega í Íhlutum. Ef ekki tilbúið, þá kaupirðu bara A plug, B socket og smá kapal og býrð til skott til að tengja á milli.
Re: Tengja 120v tæki á Íslandi
Sent: Þri 03. Maí 2016 12:54
af playman
playman skrifaði:zaiLex skrifaði:OK nú skil ég ekki, af hverju heitir þetta 230v í 110v þegar ég er að breyta 120v í 230v?
Viltu ekki endurhugsa þetta aðeins betur?

zaiLex skrifaði:Og Weller græjan er líka type B plug með 3x gæjum, sýnist þetta vera fyrir type A, hvað gera bændur þá?
Þessi er fyrir B kló
Re: Tengja 120v tæki á Íslandi
Sent: Þri 03. Maí 2016 13:00
af playman
double post sorry
Má endilega eyða
Re: Tengja 120v tæki á Íslandi
Sent: Þri 03. Maí 2016 13:01
af playman
triple post....

Má endilega eyða
Re: Tengja 120v tæki á Íslandi
Sent: Mið 04. Maí 2016 17:41
af zaiLex
https://www.amazon.co.uk/MW-High-Qualit ... B01ALMQFG4 fékk svona græju í Íhlutum. er þetta ekki akkúrat málið fyrir mig ?

Re: Tengja 120v tæki á Íslandi
Sent: Mið 04. Maí 2016 22:45
af russi
Þar sem þú ert að fara lóða, þá er möguleiki að lóða út íhluti eins og þétti og lóða aðra íhluti í staðin til að sleppa við millitengi. Ég segi möguleiki er ekki sama og það sé hægt. Mörg tæki sem eru á 115V eru með 2-3 aðra íhluti en 230v tæki, ef þú færð upplýsingar eða teikningar um hvaða íhlutir þetta eru og hvaða íhluti þú þart í staðin þá geturu verið í góðum málum, já og æft í leiðinni. Þarft auðvitað annan lóðbolta í það verk
Viðbót: haha þetta hefur verið gert og er á youtube í nokkrum pörtum:
https://www.youtube.com/watch?v=TVQ_ioSHOus
Viðbót2: hardy har har, þetta er víst ekki sama stöðin, google gaf mér þessa niðurstöðu, en fyrst þetta er hægt á þessari Weller stöð er þetta líklega hægt á þinni, gæti jafnvel verið einfaldara meðan þú þarft ekki að vefja nýjan spenni