Síða 1 af 1

3-pin Fan Header í 4-pin?

Sent: Fös 29. Apr 2016 19:24
af tomasandri
Sælir.

Ég keypti mér nýlega vatnskælingu og er búinn að koma henni fyrir í kassanum. En ég fattaði að mig vantar 2x4-pin tengi en það er bara eitt á móðurborðinu. Ég er hinsvegar með ca 8x3-pin headera ef ég man rétt(NZXT H440). Mér datt í hug að nota bara molex í 2x4-pin og er með þetta þannig núna, en þá eru vifturnar constant á 100% hraða og ég vill breyta því, en get það ekki, þar sem þetta er tengt beint í aflgjafann. Gæti svosem tengt bæði tengin í 3 pin headera, en þá missi ég það að geta sjórnað.
Get ég gert eitthvað til að breyta hraðanum á viftunum eða keypt 3-pin í 4-pin?

Re: 3-pin Fan Header í 4-pin?

Sent: Fös 29. Apr 2016 19:34
af brain
Fjórði vírinn er hraðastýringin svo þú verður annaðhvort að nota bios stillingar eða ná þér í viftu hraða stýringu, t.d. Speedfan, til að stjórna hraðanum.

Re: 3-pin Fan Header í 4-pin?

Sent: Fös 29. Apr 2016 20:42
af kizi86
er ekki innbyggð hraðastýring fyrir viftur í kassanum sjálfum?

Re: 3-pin Fan Header í 4-pin?

Sent: Fös 29. Apr 2016 21:38
af tomasandri
brain skrifaði:Fjórði vírinn er hraðastýringin svo þú verður annaðhvort að nota bios stillingar eða ná þér í viftu hraða stýringu, t.d. Speedfan, til að stjórna hraðanum.
Það myndi mögulega virka ef ég væri ekki með þetta tengt beint í aflgjafalnn.

Re: 3-pin Fan Header í 4-pin?

Sent: Fös 29. Apr 2016 22:18
af Jonssi89

Re: 3-pin Fan Header í 4-pin?

Sent: Fös 29. Apr 2016 22:46
af brain
Sýnist þessi Y splitter bara breyta tenginu, er 4 ra víra Í báðum endum, er það ekki ?