Síða 1 af 1
Með hvaða vökvakælingu mæliði með? 15-20þús.
Sent: Þri 26. Apr 2016 19:30
af tomasandri
Sælir.
Er að skoða það að fá mér vökvakælingu á örgjörvann þar sem hann fór allt í einu að byrja að henda sér upp í 90°c við almenna spilun. Hef samt ekki meira pricerange heldur en 15.000-20.000 kr, og náttla enþá meiri snilld ef það er eitthvað ódýrara en það.
Er eitthvað fáanlegt hér á landi sem þið mælið persónulega með? Hef sjálfur enga reynslu.
Re: Með hvaða vökvakælingu mæliði með? 15-20þús.
Sent: Þri 26. Apr 2016 20:47
af flottur
Re: Með hvaða vökvakælingu mæliði með? 15-20þús.
Sent: Þri 26. Apr 2016 21:21
af Moldvarpan
Það er misskilningur að halda að með vökvakælingu að þá sértu að ná mikið betri hitatölum heldur en með loftkælingu.
Þá er ég að tala um almenna vökvakælingu og almenna loftkælingu. (ekki heimasmíðuð og tweakuð kerfi)
Fyrir utan það að sum þessara kælikerfa eru gríðarlega hávær.
Það sem mér finnst að þú ættir að reyna að komast að er, afhverju var hitinn að hækka svona mikið hjá þér skyndilega?
Hvernig örgjörva ertu með og hvernig kæling er á honum?
Hvaða skjákort ertu að nota? (mörg þeirra gefa frá sér gífurlegann hita, það getur hækkað hitann á öðrum íhlutum)
Og hvernig tölvukassa ertu með?
Persónulega, þá myndi ég fá mér;
http://att.is/product/cooler-master-hyp ... r-orgjorva
2-3x
http://kisildalur.is/?p=2&id=1737
Þessi kæling frá Coolermaster virkar lygilega vel, en viftan sem fylgir er ekkert spes, legurnar í henni eru að skemmast eftir 1ár ca.
Og þessar Tacens Aura eru algjör snilld, það heyrist nánast ekkert í þeim og legurnar duga lengi. (mínar viftur eru orðnar nokkra ára gamlar).
Að því gefnu að þú hafir smá pláss í kassanum þínum, þá er þetta lang besta bang for the buck sem þú getur fengið varðandi kælingu.
Og í leiðinni gætirðu lækkað hitastigið í öllum kassanum með þessum auka viftum.
Re: Með hvaða vökvakælingu mæliði með? 15-20þús.
Sent: Þri 26. Apr 2016 22:03
af Njall_L
Tek undir með Moldvörpunni. Er sjálfur með NZXT Kraken X61 með Noctua viftum og er nokkuð sáttur en ef þú ert ekki að yfirklukka töluvert þá breytir það litlu að hafa vökva v.s. loftkælingar. Mín persónulega reynsla er einnig sú að í þessu price range sem þú ert að skoða eru vökvakælingar oftast háværar og virka alls ekki betur heldur en loftkælingar. Myndi frekar skoða með góða Noctua kælingu til að halda tölvunni hljóðlátri en samt fá flottar hitatölur t.d.
https://www.tolvutek.is/vara/noctua-nh- ... ara-abyrgd
Hvaða örgjörva og kælingu ertu annars með núna?
Re: Með hvaða vökvakælingu mæliði með? 15-20þús.
Sent: Þri 26. Apr 2016 22:04
af littli-Jake
Það sama og Moldvarpan sagði.
I fyrsta lagi eru orginal örgjörva kælingar rusl. Sérð að þær kosta yfirleitt 1000kr i verslun.
Það að hitin sé allt i einu farinn að hækka er mjög spes en ef þu ert hvort sem er með orginal kælingu mundi eg ekki spá of mikið i því og fara i aðra kælingu.
Er sjálfur með Hyper 212 Evo kælingu með viftu frá Kísildal og er bara mjög sáttur.
Svona lokaða, ódýrar vökvakælingar eru einfaldlega lítið sem ekkert betri en þokkaleg loftkæling.
Re: Með hvaða vökvakælingu mæliði með? 15-20þús.
Sent: Þri 26. Apr 2016 22:07
af kiddi
Ég á tvær nákvæmlega eins vélar (skrifstofa og heima), báðar 4790K með turbo í gangi þannig að þær eru báðar í 4.4GHz+, sömu móðurborð, sama RAM - allt eins. Nema önnur vélin er með Corsair H110 vatnskælingu og hin er með Noctua NH-D15 loftkælingu. Noctua loftkælingin er margfalt lágværari og kælir í raun betur en vatnskælingin, þetta Corsair H110 dót er langt frá því að teljast hljóðlátt. Eina jákvæða við Corsair vatnskælinguna mína er hve mikið pláss er í kassanum og hindrar ekki aðgang að neinu, á meðan Noctua hlussan fyllir rækilega út í rýmið.
Re: Með hvaða vökvakælingu mæliði með? 15-20þús.
Sent: Fim 28. Apr 2016 10:35
af tomasandri
Moldvarpan skrifaði:Það er misskilningur að halda að með vökvakælingu að þá sértu að ná mikið betri hitatölum heldur en með loftkælingu.
Þá er ég að tala um almenna vökvakælingu og almenna loftkælingu. (ekki heimasmíðuð og tweakuð kerfi)
Fyrir utan það að sum þessara kælikerfa eru gríðarlega hávær.
Það sem mér finnst að þú ættir að reyna að komast að er, afhverju var hitinn að hækka svona mikið hjá þér skyndilega?
Hvernig örgjörva ertu með og hvernig kæling er á honum?
Hvaða skjákort ertu að nota? (mörg þeirra gefa frá sér gífurlegann hita, það getur hækkað hitann á öðrum íhlutum)
Og hvernig tölvukassa ertu með?
Persónulega, þá myndi ég fá mér;
http://att.is/product/cooler-master-hyp ... r-orgjorva
2-3x
http://kisildalur.is/?p=2&id=1737
Þessi kæling frá Coolermaster virkar lygilega vel, en viftan sem fylgir er ekkert spes, legurnar í henni eru að skemmast eftir 1ár ca.
Og þessar Tacens Aura eru algjör snilld, það heyrist nánast ekkert í þeim og legurnar duga lengi. (mínar viftur eru orðnar nokkra ára gamlar).
Að því gefnu að þú hafir smá pláss í kassanum þínum, þá er þetta lang besta bang for the buck sem þú getur fengið varðandi kælingu.
Og í leiðinni gætirðu lækkað hitastigið í öllum kassanum með þessum auka viftum.
Ég er með i5 4460, stock viftu. Hún hefur virkað fínt hingað til(í ca. ár) og tölvan hefur nánast aldrei farið yfir 60°C þrátt fyrir mikla tölvuleikjaspilun. Þegar hitinn fór að hækka svona tjékkaði ég á henni og sá að hún leit út fyrir að snúast hægar en vanalega, svo að ég tók hana úr, þreif og setti aftur í. Það breytti nánast engu. Ég hef alltaf verið að spá í vökvakælingu, vegna þess að mig langar að overclocka og vegna þess hve lítið pláss þær taka. Ég er semsagt með NZXT H440 kassann og er með rautt og svart litaþema á öllu dótinu sem fylgir, og ætlaði þessvegna að fá mér vökavakælinguna útá betri kælingu en stock viftu og út á look(#blingmatters). Fannst þetta vera fín ástæða til að henda sér loksins á vökvann.
Núna er tölvan almennt að runna á 80°c og ég veit ekkert afhverju. Mig langar ekki í loftkælingu vegna stærðarinnar og plássins sem þær taka. Takk samt, alveg svakalega fyrir svarið!
