Síða 1 af 1

Linux support group

Sent: Fim 14. Apr 2016 20:44
af pangolin
Ég er kominn með frekar mikið leið á að vera einn. Ég þekki engann í þessu og er orðin frekar einangraður. Þekki nokkra glugga og epli en því miður engar mörgæsir, daemon, raccoon eða kanínur(plan 9). Ég var að spá hvort hægt sé að manna mannskap í eitt stikki linux/unix-epli cult :D Þá er hugsunin að búa til eitthvað lítið open-source djók til að brjóta ísinn á milli okkar.

BTW, það vantar mörgæsir, raccoon, daemon og fleirra af brosköllum hérna. :penguin: :(

Re: Linux support group

Sent: Fös 15. Apr 2016 13:45
af NiveaForMen
Sæll

Re: Linux support group

Sent: Fös 15. Apr 2016 15:10
af cartman
blessaður

Re: Linux support group

Sent: Fös 15. Apr 2016 15:15
af Henjo
Sæll og blessaður

Re: Linux support group

Sent: Fös 15. Apr 2016 15:58
af pangolin
Blessaðir og sælir. Til að hafa allt á hreinu þá er ég bara Linux leikmaður og ekkert annað. Mig langar bara að kynnast öðru fólki sem eru að stefna í svipaða átt. Ég er þá bara að tala um eitthvað hobby sem er hægt að hafa aðra hvora helgi eða eitthvað því um líkt og ekkert sem telst stórt. Aðalmálið fyrir mig er að kynnast öðrum í þessu.

Til gamans má nefna að Valve, Android og Wayland eru hægt og stöðugt að opna Linux desktop markaðinn. Ég tel það ekki vitlaust að vera snemma í þessu. Ég hef góðann grunn og er alveg til í að hjálpa gluggum og eplum að komast inn í þetta; þ.e.a.s ef þið hafið áhuga og einhvern grunn í forritun. Mér er alveg sama hvaða tungumál ruggar þínum báti svo lengi sem það er ekki _bara_ Java.

Annars ef þú ert hardcore þvottabjörn eða eitthvað inn í plan 9, þá er kannski ágætt fyrir þig að forðast mig nema að þú fýlir að mörgæs kalli þig sensei ;)

Re: Linux support group

Sent: Fös 15. Apr 2016 16:24
af dori
Það er grúppa á facebook sem gæti verið með eitthvað fyrir þig. Annars að henda bara einhverju inn hérna á þetta spjallborð. Maður kíkir alveg á það þó svo það sé engin aktív saumaklúbbsumræða hérna.

Ef þú hefur hugmyndir af einhverju open source þá er það alltaf gaman, endilega skjóttu hugmyndum inn hingað.

Re: Linux support group

Sent: Fös 15. Apr 2016 16:28
af worghal
mig langar að koma mér inn í linux en hef bara ekkert að gera með það eins og er =/

Re: Linux support group

Sent: Fös 15. Apr 2016 17:05
af pangolin
dori skrifaði:Það er grúppa á facebook sem gæti verið með eitthvað fyrir þig. Annars að henda bara einhverju inn hérna á þetta spjallborð. Maður kíkir alveg á það þó svo það sé engin aktív saumaklúbbsumræða hérna.

Ef þú hefur hugmyndir af einhverju open source þá er það alltaf gaman, endilega skjóttu hugmyndum inn hingað.
Ég nota ekki facebook og mun líklega aldrei gera það :'(, takk samt fyrir að benda mér á þetta :)
Ég skal hafa þetta á bak við eyrað með að auglýsa eitthvað open source hérna þótt ég hafi ekki hugmynd á borðinu akkúrat núna. :D Ég myndi örrugglega setja eitthvað upp í GOLang til að byrja með þar sem það gerir nýtingu styrkleika af öðrum tungumálum ekki erfitt fyrir síðar meir. Annars er ég líka alveg til í að skoða eitthvað sem aðrir eru að gera svo lengi sem það er orðið of stórt. 8-[

Re: Linux support group

Sent: Fös 15. Apr 2016 17:16
af pangolin
worghal skrifaði:mig langar að koma mér inn í linux en hef bara ekkert að gera með það eins og er =/
Þú getur fiktað án þess að þurfa hafa eitthvað með þetta að gera ;) Þetta er mjög skemmtilegt þegar maður kemst inní þetta :)

Ég nota vmware* keyri Fedora þar inná. Þetta er líklegasta einfaldasta lausnin fyrir Linux byrjendur. Þú getur svo meira segja stillt útlitið í CSS undir ".config/gtk-3.0/gtk.css" ef áhugi er fyrir því. Ég er persónulega með terminallinn gegnsæjan og Nelly Furtadoí bakgrunni :happy

*VMware er frítt ef þetta er aðeins fyrir sjálfan þig.

P.S. Um tíma hafði ég bara Linux á vélinni þegar ég byrjaði en ég komst svo af því að X11 er eldgamalt leiðindamál sem enginn nennir að viðhalda. Þetta fyrirkomulag er ekki sniðugt þegar það kemur að örryggi fyrir desktop útgáfur og hefur flækt málin soldið. Ég ætla að gefa Wayland tíma áður en ég skipti aftur yfir.

Re: Linux support group

Sent: Fös 15. Apr 2016 22:19
af daremo
Ég hef notað Linux síðan 1997 (Slackware 3.2!.. Enginn?)

Hef heyrt um mörgæsir og daemon, en aldrei um raccoon eða kanínur.
Værirðu til í að útskýra hverju það tengist? EInhverju distroi kannski?

Re: Linux support group

Sent: Lau 16. Apr 2016 14:16
af pangolin
daremo skrifaði:Ég hef notað Linux síðan 1997 (Slackware 3.2!.. Enginn?)

Hef heyrt um mörgæsir og daemon, en aldrei um raccoon eða kanínur.
Værirðu til í að útskýra hverju það tengist? EInhverju distroi kannski?
Síðan 1997? Nú finnst ég vera lítill :baby

Samhengið er frekar ruglingslegt hjá mér, svona eftir á séð. Ég mundi ekki hvað þvottabjörn(raccoon) var á íslensku þegar ég skrifaði póstinn. Raccon átti allavega ekki að vera vísun á distro. Daemon er svo yfirleitt notað í samhengi við bakgrunnsforrit en tilangurinn hjá mér var einfaldlega að vitna í Beastie.

Í stuttu máli þá ætlaði ég bara í mínu sakleysi að vitna í lukkudýrin.
Mörgæs er Linux, daemon(Beastie) er BSD, þvottabjörn er Minix og kanína er Plan 9. Þetta eru allt sjálfstæð stýrikerfi út af fyrir sig en eru þó skyld Unix. Ég lærði hvað Minix var þegar ég var að lesa mér til um metinginn á milli Andrew og Linus. Plan 9 kemur svo frá sama grunni og Unix og C eða þá Bell Laps. Ég hef persónulega ekki þorað að kafa mér ofan í þetta því ég er svo hræddur að ég eigi eftir að tínast í einvherri kanínu holu. (pun intended)

Re: Linux support group

Sent: Mán 18. Apr 2016 12:46
af coldcut
Ég næ engu samhengi...um hvað er þessi póstur?

Re: Linux support group

Sent: Mán 18. Apr 2016 15:42
af pangolin
coldcut skrifaði:Ég næ engu samhengi...um hvað er þessi póstur?
Að stofna Linux cult :happy

Re: Linux support group

Sent: Mán 18. Apr 2016 22:42
af coldcut
Þetta random tal um grunn í forritun, Go, Java og CSS var að rugla mig.

Er greinilega búinn að vera of lengi í burtu...

Re: Linux support group

Sent: Þri 19. Apr 2016 00:01
af pangolin
coldcut skrifaði:Þetta random tal um grunn í forritun, Go, Java og CSS var að rugla mig.

Er greinilega búinn að vera of lengi í burtu...
Neinei, þú ert ekkert að ruglast. Ég var í þessu "the dip" þegar ég skrifaði póstinn og langaði í félagsskap, einhvern til að forrita með mér eitthvað fyrir linux desktop því það er það sem ég hef áhuga á. Ég vissi ekkert hvernig ég átti að orða þetta og þess vegna var þetta svona kjánalegt hjá mér :) dori kom aftur á móti með eðlilegustu lausnina að auglýsa bara hér ef maður er eitthvað open source dæmi, sem maður lætur kannski verða að síðar.

Re: Linux support group

Sent: Þri 19. Apr 2016 10:07
af dori
Ef þú vilt virkja umræðuna er bara um að gera að dúndra í þráð hérna þegar þú hefur einhverjar pælingar, eitthvað sem þú átt í vandræðum með eða þegar þú sérð eitthvað skemmtilegt á netinu.

Svo ef þú vilt gera eitthvað skemmtilegt þá er bara málið að búa til repository á Github (eða hvar sem er) og byrja og benda okkur hinum hérna á það.

Re: Linux support group

Sent: Þri 19. Apr 2016 16:21
af pangolin
dori skrifaði:Ef þú vilt virkja umræðuna er bara um að gera að dúndra í þráð hérna þegar þú hefur einhverjar pælingar, eitthvað sem þú átt í vandræðum með eða þegar þú sérð eitthvað skemmtilegt á netinu.

Svo ef þú vilt gera eitthvað skemmtilegt þá er bara málið að búa til repository á Github (eða hvar sem er) og byrja og benda okkur hinum hérna á það.
Það var einmitt pælingin hjá mér :japsmile

Ég var að hugsa að búa til "einfalda" leikjavél fyrir linux fyrir lítla leiki sem gæti verið gaman að gera. Það vantar sundurliðað umhverfi þar sem margir geta tekið þátt í að skapa eitthvað sniðugt saman á einfaldan hátt. Ég vona að ég náið að skjóta einhverju spennandi hér inn um næstu helgi. :)

Re: Linux support group

Sent: Þri 19. Apr 2016 17:36
af dori
Ég myndi frekar byggja á https://love2d.org/ eða einhverju svipuðu heldur en að búa þetta til sjálfur. Nema þú virkilega virkilega þráir að gera það.

Re: Linux support group

Sent: Þri 19. Apr 2016 20:27
af pangolin
dori skrifaði:Ég myndi frekar byggja á https://love2d.org/ eða einhverju svipuðu heldur en að búa þetta til sjálfur. Nema þú virkilega virkilega þráir að gera það.
Afhverju ekki bara bæði? :happy Ég er líka alveg opinn fyrir hugmyndum :)

Annars eins og þú orðar, þá virkilega þrái ég hardcore ævintýri og var að hugsa um þetta í 3D . O:)

Re: Linux support group

Sent: Mið 20. Apr 2016 13:06
af gardar
Það eru til nokkrar íslenskar linux tengdar irc rásir, mæli með því að kíkja á þær ef þig vantar félagsskap...