Síða 1 af 1
Hljóðið dettur út við og við
Sent: Sun 02. Jan 2005 23:11
af Sveinn
Heyriði ég er með vandamál.
Hljóðið hjá mér er eitthvað fucked up, það dettur alltaf út eftir soldinn tíma sem ég er búinn að vera í tölvunni, oftast þegar ég er að hlusta á music(nota iTunes. Ég nota headphona(Sennheiser 477)). Ég bara veit ekki um neina mögulega ástæðu um hvernig á að skýra þetta eða hvernig á að laga þetta. Nema þetta skeður oft þegar ég er að gera eitthvað í tölvunni sem fær hana til að hugsa, þú veist það kemur hærra hljóð frá HDD's. Einusinni til dæmis þegar ég opnaði einn harða diskinn(ekki master disk).
P.S: Ég vissi ekki hvort ég ætti að seta þetta hérna eða á Skjákort / skjáir / hljóðkort
Sent: Sun 02. Jan 2005 23:45
af MezzUp
Gefur ekki alveg nógu góðar upplýsingar.
Dettur hljóðið _alltaf_ út eftir soldinn tíma? Hversu langur tími er „soldið tími“? Skiptir ekki máli hvaða forrit er notað? Hvenær/afhverju byrjaði þetta?
Sent: Mán 03. Jan 2005 00:30
af Sveinn
Jamm, svona til að svara spurningunum þínum þá jú hljóðið dettur oftast út sko. Svolítill tími, ashh það getur verið alveg frá hálftíma í klukkutíma held ég, hef ekki verið að telja mínúturnar eða svoleiðis. Sko ég var að horfa á einhverja þætti, og þá dettur hljóðið út :S og ég þarf reyndar bara þá að fara út úr forritinu(Windows Media Player) og aftur inn í það, en þetta hefur alltaf skeð eftir smá tíma þegar ég er búinn að vera eitthvað að hlusta á tónlist í iTunes. Byrjaði fyrir svona.. 4 dögum held ég.
En ég er nokkuð viss um að þetta eru ekki headphonarnir því að ég þarf bara að restarta, þá er þetta komið sko

þá fæ ég hljóðið aftur, en skiljanlega er það ekki mjög þolanlegt til lengdar, þannig myndi skipta miklu máli ef ég fengi lausn á þessu
Edit: Það er eitt enn, hljóðið höktar svona þegar ég er að gera eitthvað annað meðan ég er að hlusta á tónlist, semsagt þegar tölvan hugsar þá svona höktar það í takt við "hugsið".
En nýjstu fréttir eru þær að ég prófaði að hlusta á tónlist og taka tímann, og núna var það ein mínúta og reyndar hætti ég bara að gea hlustað á iTunes, allt annað hljóð var inni... já þetta er sko skrítið

Sent: Mán 03. Jan 2005 00:55
af Sveinn
Nú liðu 16 min og 47 sec, en hljóðið í itunes fokkaðist bara upp
Sent: Mán 03. Jan 2005 01:37
af skipio
Hmm, ég giska á Windows vandamál. Reformat & reinstall ætti að redda þessu.
En svona í alvöru; prófaðu að ná í nýja rekla fyrir hljóðkortið.
Hvernig hljóðkort ertu með?
Sent: Mán 03. Jan 2005 01:46
af Sveinn
Hef ekki hugmynd hvernig hljóðkort ég er með :S aldrei pælt í því :l hvernig sé ég það ?
Sent: Mán 03. Jan 2005 01:54
af Mysingur
Sveinn skrifaði:Hef ekki hugmynd hvernig hljóðkort ég er með :S aldrei pælt í því :l hvernig sé ég það ?
start>run - dxdiag og sound flipinn
Sent: Mán 03. Jan 2005 02:19
af Sveinn
Peista bara mynd

Sent: Mán 03. Jan 2005 02:30
af skipio
Þetta er væntanlega buffer vandamál, giska ég.
Náðu í nýjan rekil á
http://www.realtek.com.tw/downloads/dla ... tware=True
Ef þú veist hvernig móðurborð þú ert með gæti verið betra að ná í rekilinn frá framleiðanda þess.
Náðu líka í nýjasta DirectX á
http://www.microsoft.com/directx
Sent: Mán 03. Jan 2005 12:19
af viddi
ef þú ert með sp2 þá þarftu ekki að ná í nýjasta direct x því að þá ertu með það
Sent: Mán 03. Jan 2005 14:14
af Sveinn
Hmm, ég náði í DirectX 9.0c .. hélt að b væri nýjasta

en well búinn að seta það inn, en ég hef ekki gefið mér tíma í að ná í þennann driver, ótrúlega hæg síða.
Sent: Mán 03. Jan 2005 14:20
af Sveinn
Újé, búinn að installa, look at this bojjjs!
Sent: Mán 03. Jan 2005 19:07
af Sveinn
Flott geðveikt töff þetta virkaði! Takk eins og alltaf kæru vaktarar
