Eruði búnir að sjá trailer'inn? Eða teaser'inn eins og menn vilja kalla þetta.
Ég er ekki búinn að sjá Force Awakens, er búinn að sækja hana en á eftir að glápa á hana svo enga spoilera hér, takk.
Hvernig lýst ykkur á? Er ekkert pepp í mönnum? Ég sjálfur er helvíti peppaður, hún lítur alveg þó nokkuð vel út, ef ég segi sjálfur frá. Loksins fær maður að heyra þessa hlið af Stjörnustríðinu.
Var reyndar alveg búinn að gleyma þessari mynd þangað til ég sá teaser'inn
Langaði alltaf í myndir um 'The Clone Wars' og myndir um hvað gerðist fyrir episode IV í staðin fyrir þessa ljótt animate'uðu þætti sem voru hérna í sýningu einu sinni á Cartoon Network. Meikaði ekki fyrsta þáttinn einu sinni, Storm Trooper'arnir minntu mig svo mikið á tölvugerðu Storm Trooper'ana í prequel'unum. Hef samt heyrt að sem betur fer er ekki einn tölvugerður Trooper í Force Awakens, sem eru góðar fréttir.
EDIT: Já vá, gleymdi ég aðal sprengjuni; King Forest Whitaker er í henni. Það vissi ég ekki, eins með Mads Mikkelsen, tveir flottir leikarar sem gera þessi hlutverk sín vonandi ógleymanleg!
Allavegana, Discuss.
Re: Rogue one, Næsta Star Wars myndin!
Sent: Lau 09. Apr 2016 11:41
af jericho
Engir spoilerar hér.
Mér lýst ótrúlega vel á þessa mynd, en kannski er lítið að marka mig, þar sem ég elska allt tengt Star Wars. Átti þó von á því að fá framhald af Force Awakens og var kannski að vonast eftir því, en það hljómar samt spennandi að fá mynd úr allt öðrum stað í tímalínunni.
Sammála með að Forest Whitaker sé frábær leikari og það verður gaman að sjá hann í þessu hlutverki. Að auki finnst mér gaman að sjá óþekkt andlit svo þetta verður vonandi gott sambland og stórkostleg mynd.
Hef ekki horft á Clone Wars teiknimyndirnar, en það er samt alltaf á TODO listanum - bara til að fá innsýn inn í söguna (er of latur til að lesa bækur).
Allavega, hlakka til og það er eitthvað við að fara í bíó og sjá e-a stórmynd hver jól.
Re: Rogue one, Næsta Star Wars myndin!
Sent: Lau 09. Apr 2016 13:15
af svanur08
Ég var alltaf star wars fan sem barn átti allt dótið en er meiri star trek gaur í dag.
Re: Rogue one, Næsta Star Wars myndin!
Sent: Lau 09. Apr 2016 14:26
af sverrirgu
Ca. svona er planið næstu ár, jólamyndir nema tvær síðustu.
2015: SW7
2016: Rouge One
2017: SW8
2018: Untitled Han Solo Star Wars Anthology Film (25. maí)
2019: SW9 (24. maí)
Re: Rogue one, Næsta Star Wars myndin!
Sent: Lau 09. Apr 2016 16:26
af Haukursv
Maður verður alltaf hypaður fyrir Star Wars , það er bara lögmál