Síða 1 af 1

Gagnabjörgun(örvænting)

Sent: Mið 06. Apr 2016 20:38
af siggitom
Sælt verið fólkið

Ég er með Seagate Barracuda 7200s/n .12 1TB disk sem lét illa einn daginn og ákvað að slökkva á sér. Hann var notaður sem gagnageymsla en var í stöðugu stream-i í afspilun á myndefni á ipad. Tölvan vildi allt í einu ekki kveikja á sér einn morguninn og var hún einungis viljug að kveikja á sér eftir að diskurinn sem hér um ræðir var aftengdur. (Svo hann e.h.v hafði áhrif á ræsingu, ef það segir eitthvað.)

Svo þegar ég reyni að tengja hann við aðra tölvu, í þeirri von að bjarga því dýrmætasta þá hitnar hann frekar mikið en ekkert gerist.

Er það ofhugsað að reyna á að skipta út prentplötu af alveg eins disk, eða er ég að fara fá slæmar fréttir?

Ef þú getur mögulega lummað á ráðum eða bent mér á aðila sem sérhæfir sig í róttækum gangabjörgunum þá væri það vel séð.

Með fyrirfram þökk

Re: Gagnabjörgun(örvænting)

Sent: Mið 06. Apr 2016 20:51
af Njall_L
Ef að þetta eru gífurlega mikilvæg gögn láttu þá diskinn í friði, allt sem að þú reynir að gera getur skemmt meira fyrir því að gagnabjörgun sé möguleg. Hafðu síðan samband við http://www.datatech.is/gagnabjorgun/

Re: Gagnabjörgun(örvænting)

Sent: Mið 06. Apr 2016 21:23
af nidur
Heyrast einhver hljóð í honum eins og tikk?

Re: Gagnabjörgun(örvænting)

Sent: Mið 06. Apr 2016 21:41
af KermitTheFrog
Að skipta um prentplötu er ekki alveg eins einfalt og það var í gamla daga. Oft þarf að lóða ROM minnið sem geymir "BIOS"-inn á prentplötunni af og setja á nýja plötu. Ef þetta eru krúsjal gögn myndi ég láta fagaðila um þetta. Datatech eru þeir einu sem ég veit af hér á landi.