Síða 1 af 1

Ljósleiðari hjá Nova

Sent: Mið 06. Apr 2016 14:44
af reyniraron
Sælinú!
Vildi beina athygli að því að Nova eru farnir að bjóða upp á net yfir ljósleiðarakerfi GR. Á https://www.nova.is/netid/ljosleidari eru meiri upplýsingar.
Allt gagnamagn er mælt (líklega til að hafa sömu mælingu og á 4G) en pakkarnir eru þó nokkuð hagstæðir. 100 GB pakki kostar 3990 kr. á mánuði og 1000 GB 5990 kr. Leiga á router kostar svo 690 kr. Ef gagnamagnið klárast bætast 100 GB við á 990 kr. Tengingin er 500 Mb/s.
Þetta virðist aðallega vera markaðssett á fólk sem er nú þegar hjá Nova. Þeir tala um að „gera heimilið klárt“ með alls konar "smart home" tækjum, og að einfalda sér lífið með því að sleppa heimasíma og myndlykli og að horfa á sjónvarp yfir netið. Þá benda þeir á Sarpinn, Netflix og YouTube og selja Apple TV á lægra verði með þessari áskrift (þó svo að Sarpurinn sé ekki enn kominn á Apple TV). Þetta gæti sparað því fólki einhvern pening.
Hvernig líst mönnum hér á þetta? Mér finnst persónulega ekki hægt að vera með internettengingu með takmörkuðu gagnamagni árið 2016, sérstaklega ekki þegar allt er mælt, en það skiptir venjulega heimilisnotendur kannski ekki máli. Hins vegar bjóða öll stærstu netfyrirtækin upp á ótakmarkað gagnamagn í dag og þetta er ekki alveg í takt við það.

Re: Ljósleiðari hjá Nova

Sent: Mið 06. Apr 2016 15:00
af everdark
Eru 1000 GB ekki allt að því "endalaust" gagnamagn í dag?

Re: Ljósleiðari hjá Nova

Sent: Mið 06. Apr 2016 15:15
af Halli25
everdark skrifaði:Eru 1000 GB ekki allt að því "endalaust" gagnamagn í dag?
Varla ef menn Netflixa mikið

Re: Ljósleiðari hjá Nova

Sent: Mið 06. Apr 2016 15:50
af depill
Mér finnst þetta einmitt soldið magnað hjá Nova og ekki í takti við þá. Þeir hafa verið soldið renegades á markaðinu, þessi leader.

Og svo kemur þessi pakki sem meiri segja Vodafone tekur ( 150 GB bara erlent niðurhal mælt á 4.100 kr í Vodafone One ). En þeir eiga samt örugglega eftir að moka þó nokkrum til sín á bara brandinu sínu.

Og goes with out saying að Hringdu svo slátrar þeim.

Re: Ljósleiðari hjá Nova

Sent: Mið 08. Jún 2016 20:53
af Squinchy
Hvernig ætli tenginginn hjá þeim sé við farice? Farice -> Vodafone -> Nova?

Re: Ljósleiðari hjá Nova

Sent: Fim 09. Jún 2016 02:50
af phillipseamore
https://www.rix.is/cgi-bin/aswho?AS43571

Transit through Tata communications and FarIce's PoP in Iceland along with Vodafone.

Re: Ljósleiðari hjá Nova

Sent: Fim 09. Jún 2016 07:33
af Squinchy
Datt það í hug.
Hvernig ætli pingið sjé hjá þeim, einhver búinn að prófa?

Re: Ljósleiðari hjá Nova

Sent: Fim 09. Jún 2016 13:46
af Xovius
Annað við þetta að ef ég hef heyrt réttar fréttir eru þeir bara með samninga um gigabit port hjá GR og setja þá upp nýjustu ljósleiðaraboxin fyrir þig og taka á sig kostnaðinn ef þú ert hjá þeim í 6 mánuði. Fínt ef maður vill upgrade'a ljósleiðaraboxið á ódýrann hátt.

Re: Ljósleiðari hjá Nova

Sent: Fim 09. Jún 2016 14:06
af hfwf
Xovius skrifaði:Annað við þetta að ef ég hef heyrt réttar fréttir eru þeir bara með samninga um gigabit port hjá GR og setja þá upp nýjustu ljósleiðaraboxin fyrir þig og taka á sig kostnaðinn ef þú ert hjá þeim í 6 mánuði. Fínt ef maður vill upgrade'a ljósleiðaraboxið á ódýrann hátt.
Talaði við þjónustufulltrúa í síðustu viku, hann reyndi að selja mér þetta, tók skýrt fram að Nova tekur allan kostnað á uppfærslu á boxunum. Tók hvergi fram 6 mánaða skuldbindingu ( líklega smáaletrið ef svo er )

Re: Ljósleiðari hjá Nova

Sent: Fös 10. Jún 2016 15:03
af asgeirbjarnason
Eitt áhugavert við Nova ljósleiðarann; ef mér skjátlast ekki er það fyrsta internettengingin fyrir heimanotendur á Íslandi með IPv6 route og úthlutun. Samkvæmt upplýsingafulltrúa sem ég talaði við hjá Nova eiga allir viðskiptavinir að fá úthlutað /56 neti. Er alvarlega að íhuga að flytja mig yfir til þeirra bara út af þessu (ætla samt að spyrja Hringdu og Vodafone fyrst hvað framtíðarplanið þeirra er varðandi IPv6).

Re: Ljósleiðari hjá Nova

Sent: Fös 10. Jún 2016 18:39
af conzole
asgeirbjarnason skrifaði:Eitt áhugavert við Nova ljósleiðarann; ef mér skjátlast ekki er það fyrsta internettengingin fyrir heimanotendur á Íslandi með IPv6 route og úthlutun. Samkvæmt upplýsingafulltrúa sem ég talaði við hjá Nova eiga allir viðskiptavinir að fá úthlutað /56 neti. Er alvarlega að íhuga að flytja mig yfir til þeirra bara út af þessu (ætla samt að spyrja Hringdu og Vodafone fyrst hvað framtíðarplanið þeirra er varðandi IPv6).
Megi guð vera með þér ef þú ætlar að keyra á IPv6 einu saman.

Re: Ljósleiðari hjá Nova

Sent: Fös 10. Jún 2016 19:41
af asgeirbjarnason
conzole skrifaði:Megi guð vera með þér ef þú ætlar að keyra á IPv6 einu saman.
Nei, dual stack auðvitað

Re: Ljósleiðari hjá Nova

Sent: Fim 06. Okt 2016 13:27
af djarfur
Er einhver ástæða til að skipta ekki til þeirra?

Re: Ljósleiðari hjá Nova

Sent: Fim 06. Okt 2016 13:38
af GuðjónR
djarfur skrifaði:Er einhver ástæða til að skipta ekki til þeirra?
Þessi 1000GB sem þeir tala um, er það erlend umferð eða öll umferð?

Re: Ljósleiðari hjá Nova

Sent: Fim 06. Okt 2016 14:11
af djarfur
Ég veit það ekki , en þótt það væri öll umferð myndi ég ekki ná nálægt 1tb

Re: Ljósleiðari hjá Nova

Sent: Fim 06. Okt 2016 14:16
af kizi86
djarfur skrifaði:Ég veit það ekki , en þótt það væri öll umferð myndi ég ekki ná nálægt 1tb
Öll umferð upload líka.. Þetta er FLJÓTT að telja ef ert að sækja eitthvað á torrent og stoppar ekki torrentið um leið og það klárast.. Er að uploada svona 4-8TB á mánuði..

Re: Ljósleiðari hjá Nova

Sent: Fim 06. Okt 2016 14:20
af GuðjónR
djarfur skrifaði:Ég veit það ekki , en þótt það væri öll umferð myndi ég ekki ná nálægt 1tb
Vertu nú ekki of viss um það... up/down innan og utan ... þetta tikkar ótrúlga hratt í 1TB.

Re: Ljósleiðari hjá Nova

Sent: Fim 06. Okt 2016 15:15
af hfwf
Þetta fer algjörlega eftir notkun hvers og eins, ´eg er ekki stórnotandi, ég keyri hinsvegar plexserver fyrir nokkra aðila.
Hér er mín notkun á netkortinu á servernum:
enp2s0 / monthly

month rx | tx | total | avg. rate
------------------------+-------------+-------------+---------------
Apr '16 113.20 GiB | 286.52 GiB | 399.73 GiB | 1.29 Mbit/s
May '16 225.94 GiB | 493.90 GiB | 719.85 GiB | 2.25 Mbit/s
Jun '16 152.13 GiB | 305.44 GiB | 457.57 GiB | 1.48 Mbit/s
Jul '16 432.18 GiB | 518.45 GiB | 950.63 GiB | 2.98 Mbit/s
Aug '16 198.91 GiB | 333.87 GiB | 532.78 GiB | 1.67 Mbit/s
Sep '16 135.29 GiB | 301.95 GiB | 437.24 GiB | 1.42 Mbit/s
Oct '16 21.45 GiB | 69.24 GiB | 90.69 GiB | 1.56 Mbit/s
------------------------+-------------+-------------+---------------
estimated 118.00 GiB | 380.82 GiB | 498.83 GiB |

Þetta er einnig það sem ég horfi gegnum vlc/mpc á lappanum.( sem telst sem local notkun auðvita)